Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 42

Fréttablaðið - 23.06.2010, Side 42
26 23. júní 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Enska landsliðið þarf að vinna Slóvena í dag til að komast í 16 liða úrslitin á HM en afar hæpið er að jafntefli muni duga Englend- ingum til að komast áfram. Ef franska landsliðið hefði ekki boðið upp á farsa sem Soleil-sirk- usinn væri stoltur af væri enska landsliðið líklega enn meira í sviðsljósinu. Sögur um rifrildi og ósætti innan liðsins ganga fjöllum hærra og Wayne Rooney þurfti að biðjast afsökunar á því að móðga enska stuðningsmenn. John Terry gagnrýndi svo Capello fyrir að nota ekki Joe Cole meira og þurfti að biðja þjálfara og liðsfélaga afsökunar líka. „Það er engin krísa innan liðs- ins. Við funduðum um leikinn með Capello vegna leiksins gegn Alsír, þetta var ekkert annað,“ segir Frank Lampard um meintan krísu- fund Englendinga á sunnudag. Hann segir að enginn leik- maður liðsins hafi staðist vænt- ingar á mótinu. „Við höfum allir verið undir pari,“ sagði Lamp- ard sem hefur líklega aldrei spil- að golf þar sem það þykir ein- mitt gott að vera undir pari. “Við verðum að vera hreinskilnir, enginn hefur staðið sig í samræmi við vænting- arnar. Þú ert bara ei ns og góður og síðasti leik- ur og sá mikilvæg- asti er sá næsti.” - hþh England þarf sigur í dag: Ekki í samræmi við væntingar FÓTBOLTI Ef Serbar vinna Ástrala í D-riðli fer sigurvegarinn úr leik Gana og Þýskalands með þeim áfram í 16-liða úrslitin. Gana dugir jafntefli en það er síðasta von Afríkuríkis um að komast áfram. Ástralía kemst áfram ef það vinnur Serbíu og Þýskaland tapar. Joachim Löw, þjálfari Þýska- lands, trylltist þegar liðið hans tap- aði fyrir Serbum. Það vann Ástrala 4-0 í fyrsta leiknum. „Við áttum í miklum vandræðum en örlögin eru í okkar höndum og markatalan okkar er góð,“ sagði Löw. „Við þurfum bara eitt stig gegn Þjóðverjum. Við höfum enn ekki tapað á mótinu og erum bjartsýn- ir á að komast áfram,“ sagði Mil- ovan Rajevac, þjálfari Gana. - hþh Þýskaland þarf sigur: Örlögin eru í okkar höndum REIÐUR Joachim Löw í leiknum gegn Serbíu sem tapaðist 1-0. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Freistaðu gæfunnar í símanúmerinu 907-3030 og leggðu góðu málefni lið. Hvert símtal kostar 3000 kr. Söfnunarféð rennur óskert til Barnaspítala hringsins, Mæðrastyrksnefndar, SOS Barnaþorpa, Blátt áfram, Umhyggju og Barnaheilla í Vestmannaeyjum. Heppnir aðilar eiga kost á að taka þátt í golfmótinu, fá áritaða treyju frá Hermanni Hreiðars og Eiði Smára, birgðir af Soccerade eða áskrift að Stöð 2 sport. Hringdu í 907-3030 og vertu þátttakandi í Herminator. HERMINATOR Langar þig á Herminator góðgerðarmótið í golfi næsta laugardag? FÓTBOLTI Úrúgvæ og Mexíkó unnu sér í gær sæti í 16 liða úrslitum HM í Suður-Afríku en þessi lið urðu í efstu tveimur sætum A-rið- ils. Úrúgvæ vann riðilinn örugg- lega þökk sé 1-0 sigri á Mexíkó í gær og fékk reyndar ekki á sig mark í allri riðlakeppninni. Suður-Afríka vann á sama tíma 2-1 sigur á Frökkum og hlaut fjög- ur stig, rétt eins og Mexíkó sem komst áfram á betra markahlut- falli. Niðurlæging franska lands- liðsins fullkomnaðist í tapi liðsins í gær en ekki er nema áratugur síðan að Frakkar voru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar. „Ég upplifi mikla sorg, ekki bara fyrir mig heldur fyrir hönd frönsku þjóðarinnar,“ sagði landsliðsþjálfari Frakka, Raymond Domen- ech. Hann hefur verið afar umdeildur í starfi síðustu ár og ekki síst í Suður- Afríku þar sem honum lenti upp á kant við eigin leikmenn. M a rg i r þei r ra fengu að kenna á því í gær og var fyrirliðabandið til að mynda tekið af Patrice Evra og hann frystur á bekknum. „Ég tók í hendur leikmanna því við höfum upplifað margt erfitt saman. Við þurfum þó að taka tapinu með sæmd og markið sem við skoruð- um sýndi að við höfum tekið framfaraskref,“ bætti Domen- ech við. Markið sem Florent Malouda skoraði í gær var eina mark Frakka í allri keppninni. Laurent Blanc tekur nú við þjálfun franska landsliðsins og ljóst að hann á ærið verk fyrir höndum. „Ég óska honum og franska landsliðinu alls hins besta. Ég verð helsti stuðingsmaður þess í fram- tíðinni.“ Malouda bað frönsku þjóðina afsökunar. „Hegðun okkar var ekki til fyrirmyndar. Ég vil fyrir hönd leikmanna biðja alla stuðn- ingsmenn afsökunar.“ Þrátt fyrir sigur heimamanna ríkti mikil sorg meðal stuðnings- manna eftir leik en það gerðist nú í fyrsta sinn í sögu HM að lið gest- gjafanna komst ekki áfram upp úr riðlakeppninni. - esá Úrúgvæ og Mexíkó komust áfram upp úr A-riðli en Suður-Afríka kvaddi með stæl: Niðurlæging þeirra frönsku fullkomnuðA-RIÐILL Frakkland - Suður-Afríka 1-2 0-1 Katlego Abel Mphela (37.), 0-2 Bongani Khumalo (20.), 1-2 Florent Malouda (70.) Mexíkó - Úrúgvæ 0-1 0-1 Luis Suarez (43.) LOKASTAÐAN Úrúgvæ 3 2 1 0 4-0 7 Mexíkó 3 1 1 1 3-2 4 Suður-Afríka 3 1 1 1 3-5 4 Frakkland 3 0 1 2 1-4 1 B-RIÐILL Nígería - Suður-Kórea 2-2 1-0 Kalu Uche (12.), 1-1 Jung-Soo Lee (38.), 1-2 Chu Young Park (48.), 2-2 Yakubu, víti (69.). Grikkland - Argentína 0-2 0-1 Martin Demichelis (77.), 0-2 M. Palermo (89.). LOKASTAÐAN Argentína 3 3 0 0 7-1 9 Suður-Kórea 3 1 1 1 5-6 4 Grikkland 3 1 0 2 2-5 3 Nígería 3 0 1 2 3-5 1 16 LIÐA ÚRSLIT Úrúgvæ - S-Kórea laugardag kl. 14.00 Argentína - Mexíkó sunnudag kl. 18.30 LEIKIR DAGSINS C-riðill: Slóvenía - England kl. 14.00 C-riðill: Bandaríkin - Alsír kl. 14.00 D-riðill: Gana - Þýskaland kl. 18.30 D-riðill: Ástralía - Serbía kl. 18.30 ÚRSLIT DOMENECH Landsliðsþjálfarinn umdeildi lætur nú af störfum eftir sex ár sem þjálfari Frakka. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Argentína tryggði sér sigur í B-riðli HM í Suður-Afríku í gær með 2-0 sigri á Grikklandi. Liðið hlaut fullt hús stiga í B-riðli en Suður-Kóreu dugði 2-2 jafntefli gegn Nígeríu til að ná öðru sæti riðilsins og fylgja þeim argent- ínsku í 16 liða úrslitin. Diego Maradona landsliðsþjálf- ari gerði sjö breytingar á byrjun- arliði Argentínu enda liðið búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslit- unum og var þar að auki nán- ast öruggt með sigur í riðlinum. Grikkir eygðu hins vegar enn von og ætluðu greinilega að stóla á að markalaust jafntefli myndi duga til að koma liðinu áfram. Argentína stjórnaði leiknum strax frá fyrstu mínútu en náði ekki að brjóta varnarmúr Grikkja á bak aftur fyrr en um stundar- fjórðungur var eftir af leiknum. Martin Demicheles var þar að verki með þrumuskoti úr vítateign- um í kjölfar hornspyrnu. Gamla brýnið og varamaðurinn Martin Palermo bætti svo síðara markinu við skömmu fyrir leikslok er hann fylgdi eftir skoti Lionel Messi sem var varið. Messi tókst þrátt fyrir yfirburði Argentínu í B-riðli ekki að skora en hann átti til að mynda þrumu- skot í stöng í leiknum í gær. Hann var fyrirliði í fjarveru Javier Mas- cherano sem var hvíldur í gær. Þetta var þó engin flugelda- sýning hjá lærisveinum Marad- ona sem ber þó að hrósa fyrir þol- inmæði gegn afar óspennandi og varnarsinnuðu liði fyrrum Evr- ópumeistara Grikklands. Leikur Nígeríu og Suður-Kóreu var hins vegar mjög fjörlegur. Nígería komst yfir en Suður-Kórea svaraði með tveimur mörkum áður en Yakubu skoraði jöfnunarmark Nígeríumanna úr vítaspyrnu, tveimur mínútum eftir að hann hafði skotið framhjá fyrir opnu marki af mjög stuttu færi. Nígeríumenn fengu þó tækifæri til að bæta fleiri mörkum við en allt kom fyrir ekki og stigið sem þeir fengu í gær var það eina í keppninni. Þeir eru því úr leik ásamt Grikkjum. Suður-Kórea er nú komið áfram upp úr riðlakeppninni í annað skipti í sögu þjóðarinnar. Fyrra skiptið var árið 2002 þegar keppnin var haldin þar í landi og þá fóru Suður-Kóreumenn alla leið í undanúrslit. Liðið mætir sterku liði Úrúgvæ í 16 liða úrslit- unum á laugardaginn. Argentínumenn fer á fullri siglingu og sjóðheitt inn í 16 liða úrslitin þar sem þeir mæta Mex- íkó á sunnudaginn kemur. eirikur@frettabladid.is Argentína á fullri siglingu Argentína vann sinn þriðja leik í röð á HM í gær er liðið vann Grikki, 2-0. Diego Maradona og lærisveinar hans hlutu því fullt hús stiga í riðlakeppninni og fara því sjóðandi heitir í 16 liða úrslitin. Suður-Kórea komst einnig áfram úr B-riðli. KLÁRUÐU GRIKKINA Landsliðsþjálfarinn Diego Maradona og fyrirliðinn Lionel Messi eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.