Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 ■liátt upp, einkum í hnakkanum. Einnig er heppilegt að selja rautt efst á kinn- arnar, inn að nefinu og niður að munn- vikunum. En varaliturinn má ekki ná alla leið út á munnvikin. + Langt og mjótt andlit sýnist styttra, ef hárinu er skipt í vanganum og það er greitt niður á ennið. Er þá iheppilegt að setja dálítinn roða á höku, efst á kinn- arnar upp undir augun og út á gagn- augun, en varirnar eru málaðar þannig, að breidd þeirra og amorsbogi komi vel í ljós. + Stuttur og sver háls sýnist lengri og mjórri, ef hárið er greitt frá eyrum um ihnakka, og hezt er, að það sé stutt. Einn- ig er þá fallegra, að kjólar og Idússur séu flegnar. + Langur og mjór háls sýnist styttri, ef hárið er haft sítt í hnakkanum eða hálfsítt, svo að það hylji hnakkann. 4 Slök og hrukkótt húð undir hök- unni þarf að nuddast með næringar- kremi eftir snyrtingu. + Stórt og langt nef sýnist minna, ef ennishárið er sítt og eins ef notað er dekkra krem undir púðrið á nefinu en annars staðar á andlitinu. ♦ Of mjótl nef sýnist breiðara, ef það er málað ljóst að ofan, en nasvængirnir í dekkri lit. ♦ Kringlótt augu sýnast sporöskju- lagaðri i lögun, ef teiknað er hvasst horn með mjúkum, brúnum augnabrúnahlý- anti frá angnalokunum út á gagnaugun. Síðan á að nudda strikin, þangað til þau eru orðin að léttum skugga. Siéu augun kringlótt, er lika heppilegt að mjókka augnabrúnirnar með háratöng. Smá augu sýnast stærri, ef dregin eru mjó strik fram með þeim með mjúkum, ijósbrúnum augnabrúnablýanti. Síðan eru strikin nudduð með fingurgómun- um, þar til þau deyfast og verða að skugga. Smá augu sýnast líka stærri, ef borið er örlítið af augnaháralit á neðri augnhárin og þau efri inn við nefið, en aftur meira gagnaugna megin. Heilbrigðar neg'Iur ÞRÁTT fyrir Ihinar mörgu snyrtivörur, sem fást orðið til að fegra með neglurn- ar, kemur notkun þeirra því aðeins að fullu gagni, að við neytum holls viður- væris, sem viðheldur styrkleik naglanna. Við þörfnumst fæðu, sem inniheldur m. a. eggjahvítuefni, kalk, járn og joð. Neglurnar verða sjúkar og vilja brotna, ef við hirðum ekki um að neyta hollrar fæðu. ir Reiður ungur maður V. skrifar: Pilturinn minn og ég höf- um aldrei sýnt hvort öðru veruleg ástar- hót allan þann tíma, sem við höfum þekkzt. Ég hélt lengi vel, að þetta staf- aði af feimni hans og reyndi að koma ho-num til við mig, en þá brást hann bara reiður við og sagðist alls ekki vilja -hafa með neitt þess háttar að gera! Seinna sagðist hann mundu breyta um skoðun í þessum efnum, þegar við vær- um gift, en fyrr ekki! Ég er nú bara farin að halda, að ihann sé eitthvað hinsegin! Ég er 21 árs, -en hann er 22 ára. Hvað á ég að gera? SVAR: Þetta er óneitanlega dálítið fá- gætt, því að fremur eru það nú stúlkurn- ar en piltarnir, sem eiga það til að haga sér svona. Þær megna nefnilega stund- um að hafa hemil á tilfinningum sín- um, miklu fremur en pilfarnir. Þið verð- ið að ræða þetta „vandamár* í fullri ein- læg-ni og' reyna að komast til botns í því. Ég vænti þess fastlega, að ykkur tak- ist það, en eins og þú hlýtur að skilja, skortir mig allan kunnleika á ykkur báð- um.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.