Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 SAMTÍÐIN óskar afmælisbörnum mánaðarins allra heilla ^tjörMApá fyrir MAÍ 1971 VATNSBERINN: 21. janúai—19. febrúar Útlitið er ágætt. Vertu vökul(l) 4., 5. og 6. mai, og gríptu tækifærið 7. maí. Vertu heima við 2. maí og varastu óþarfa aðgerðir 3.—6. mai. Auktu öryggi fjölskyldunnar 18. og 25. maí. 27. og 31. mai geta orðið góðir dagar. FISKARNIR: 20. febrúar—20. marz 7., 10. og 22. maí verða heilladagar, ef þú notar þá vei. Starfaðu að fjölskyldumálum 23. maí. Reyndu að hagræða fjármunum þínum sem bezt 23., 25., 28. og 31. maí. HRÚTURINN: 21. marz—20. apríl Starfaðu að félagsmálum 7., 10. og 23. maí, en að fjármálum þínum 10., 14. og 17. maí. Vera má, að 23. mai breytist andleg viðhorf þín að mun. Ástamálin geta orðið heillandi 31. maí. NAUTIÐ: 21. apríl—21. maí Útlitið er prýðilegt eftir 3. maí. Einbeittu þér að viðskiptum 7., 10., 23. og 25. mai. Gættu heilsunnar vel 2. maí. Fjölskyldu- og ástamál verða hagstæðust 17. og 18. maí. Vertu ekki of bjartsýn(n) í fjármálum 22. maí. Þér er þörf á sjálfstrausti. TVÍBURARNIR: 22. maí—21. júní Félagsmálin ganga vel 7., 10. og 23. maí. Vandaðu val samstarfsmanna 2. maí. Ýttu við fjármálunum 10., 14. og 17. maí. Þú átt von á óvæntum hagnaði 25. maí. Ástamálin brosa við þér 31. maí. KRABBINN: 22. júní—23. júlí Stórkostleg tækifæri biða þín 22. maí. Sinntu atvinnumálunum af alefli 10. og 19. maí. Gerðu fjármálasamning við samstarfsmenn og vini 17. maí. Þú átt góðra kosta völ 23., 25., 28. og 31. maí, en þó þvi aðeins að þú sért viðbragðs- skjót(ur). LJÓNIÐ: 24. júlí—23. ágúst Leystu mikilvæg viðskiptamálefni 17. og 25. maí og greiddu úr fjármálunum eftir 21. maí. Láttu aðra leysa vandann fyrir þig 7. og 10. mai, en leystu hann sjálf(ur) 18. maí. Gættu þagmælsku í félagsmálum og ástum 23. mai. Þú átt góðra kosta völ 25. og 31. maí. Vertu bjartsýn(n). MEYJAN: 24. ágúst—23. september Starfaðu af alefli að heimilismálum og sam- starfsmálum þínum 7., 10. og 22. maí. Vertu varkár í fjármálum 2. maí. Ástamálin verða ánægjuleg 17. og 25. maí. Nytfærðu þér æski- leg viðhorf í fjármálum 30. og 31. maí. VOGIN: 24. september—23. október Ástamálin og tómstundastörfin verða þér hagstæð eftir 3. maí, einkum 7. og 10. Þiggðu aðstoð vina þinna 17. mai. Störf þín geta orðið giftusamleg 23. og 25. maí. Þér mun launast fyrir atorku þína. SPORÐDREKINN: 24. október—22. nóv. Einbeittu þér að störfum 7., 10., 23. og 25. maí. Varastu misklið við samstarfsmenn 2. maí. Láttu aðstoðarmenn og vini hjálpa þér 17. og 18. maí. Varastu slys og eldsvoða heima hjá þér 27. maí. BOGMAÐURINN: 23. nóv.—21. desember Vertu varkár í félags- og ástamálum 2. maí. Frestaðu viðskiptaáformum til 4. maí. Atvinnu- málin geta lagazt til muna 17. maí. Vera má, að þér veitist tækifæri til að sýna valdamönnum, hvað í þér býr, í þessum mánuði. STEINGEITIN: 22. desember—20. janúar Gerðu skynsamlegar sparnaðarráðstafanir 1. og 2. mai. Skapandi starfsemi nýtur sin vel 17. og 18. maí. Vertu viðbúin(n) að gripa hentug tækifæri 23., 25. og 27. mai. Þú getur vænzt kauphækkunar í þessum mánuði. SÉRHVER fjölskylda þarfnast fjölbreytts og skemmtilegs heimilisblaðs. SAMTÍÐIN kapp- kostar að veita fslendingum þá þjónustu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.