Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 20

Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 20
16 SAMTÍÐIN GÁFAÐ OG ATHAFNASAMT FOLK FYRIR nokkrum árum áttum við tal við bandarískan blaðamann í New York. Hann sagði: „Hér í borg búa meir en 2 milljónir Gyðinga, sem eiga obbann af verzlunum borgarinnar. Þetta er harð- duglegt fólk, sem vinnur ósköpin öll. Þú hefur vafalaust heyrt þessi alkunnu um- mæli um New York: Gyðingar eiga hana, Irar stjórna henni, og svertingjarnir njóta iiennar.“ Þegar þessi orð voru sögð, var O’Dwyer borgarstjóri í New York, en liann var af írsku bergi brotinn. Seinna sagði íslenzk- ur kaupsýslumaður, sem mikil viðskipti liafði við New York, okkur, að hver ein- asti maður, sem hann skipti þar við, væri Gyðingur. Við þetta fólk væri bezt og hag- kvæmast að verzla; það kynni þá list að kaupa hvers konar vörur við hagstæðasta verði, sem hugsazt gæti og gæti því ævin- lega boðið beztu kjörin. Þetta duglega og gáfaða fólk hefur öðl- azt firnasterka fjárhagslega aðstöðu um víða veröld, og enda þótt Hitlersmenn reyndu allt livað af tók til að útrýma því í Þýzkalandi á sínum tíma, er mesta furða, live því hefur tekizt að ná sér þar á strik á nýjan leik. Sem dæmi þess má nefna, að við vitum ekki betur en voldugasti gisti- húsaeigandi í Vestur-Þýzkalandi um þess- ar mundir sé Gyðiifgur. Hann á hvorki meira né minna en heila keðju glæsilegra gistihúsa í ýmsum stórborgum landsins og auk þess gistihús erlendis, m. a. í Rómaborg. Eitt sinn gistum við hjá honum í Frank- furt am Main, en í þeirri fornfrægu Gyð- ingaborg, ættborg Rotschildanna, eru höf- uðstöðvar hans. Síðan hefur okkur verið sent viðhafnai'-mánaðarrit, sem þetta mikla gistihúsafyrirtæki gefur út. Þetta rit sameinar jöfnum höndum auglýsinga- þjónustu fyrir ýmis öndvegisfyrirtæki lands síns og flutning fjölbreytts og skemmtilegs lestrarefnis. Að sjálfsögðu er þar mikið um fréttir og frásagnir af starfsemi gistihúsahringsins, sem gefur ritið út, en ritinu fylgir einatt hressandi menningar-andvari sunnan úr heimi. Það rifjar ósjálfrátt upp ljúfar minningar okk- ar um liollar og skennntilegar námsdval- ir þar syðra og vekur heillandi útþrá, sem íslenzkri alþýðu veitist nii æ örðugra að svala vegna hins silækkandi gengis spari- fjárins. Um þessar mundir kváðu Gyðingar eiga einna örðugast uppdráttar í Sovét-Rúss- landi. Segja þeir sjálfir, að Gyðingahatur leiðtoganna í Kreml sé mjög áþekkt fjand- skap þýzku nazistanna í þeirra garð, enda sé margt skylt méð einræðisherrum og mannfyrirlitning sé ekki séreign einnar ríkisstjórnar. Gyðingaofsóknir eru með ógeðfelldustu smánarblettunum á sögu mannkynsins, enda þótt margt annað sé þar hrollvekj- andi. En liið ofboðslega hatur, sem þessar ægilegu ofsóknir stafa af, hefur orðið til þess að þjappa Gyðingum saman, leysa úr læðingi fjölbreytta hæfileika þeirra og stæla þá og örva til margs konar afreka. I næsta blaði verður sagt frá merkilegri menningarbaráttu Gyðinga í New York. Fátt gleður meira en góð mynd. NÝJA »IYNDASTOFAN Skólavörðustfg 12 . Sfmi 15-1-25

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.