Samtíðin - 01.05.1971, Side 18
14
SAMTÍÐIN
Cl (jtecc,
gríski málarinii í Toledo
SVEINN BJÖRNSSON forseti sagði okkur
eitt sinn frá því, að þegar hann hefði í sendi-
herratíð sinni í Khöfn farið til Madrid í er-
indum íslenzku ríkisstjórnarinnar og setið
þar á örðugum og tímafrekum samningafund-
um, hefði sér stundum, þegar tóm gafst til,
orðið reikað inn í Pradosafnið til að njóta
þar stórfenglegrar myndlistar. Þetta sagði
hann, að hefðu orðið sér ógleymanlegar un-
aðar- og hvíldarstundir milli vandasamra við-
ræðna um verzlunarviðskipti íslendinga og
Spánverja. Forsetinn nefndi í þessu sambandi
nöfn nokkurra þeirra meistara, er gert hefðu
Pradosafnið heimsfrægt, m. a. nafn El Grecos.
Við vitum of fátt um þennan grískkynjaða
snilling, sem átti fyrir sér að verða einn
af öndvegislistamönnum Spánar. Hann hét
réttu nafni Domenicos Theotocöpoulos og
fæddist á eyjunni Krít árið 1541, þegar verið
var að lögskipa Lútherstrú í Skálholtsbiskups-
dæmi. Krítarey laut um þær mundir stjóm
Feneyjalýðveldisins, er varði eyjuna rösklega
ásælni Tyrkja.
Öruggt má telja, að E1 Greco hafi ungur
kynnzt býsanzkri málaralist, en síðan lá leið
hans af skiljanlegum ástæðum til Feneyja, þar
sem málaralist stóð þá með miklum blóma.
Þar gerði Tizian þá garðinn einkum frægan
í þeim efnum. Má ætla, að E1 Greco hafi not-
ið tilsagnar þess aldraða meistara, enda þótt
eftir myndum Kríteyingsins að dæma virðist
svo sem hann hafi einkum orðið fyrir áhrif-
um af verkum næstu málarakynslóðar Fen-
eyjaskólans. Af henni kunnum við að nefna
þessi nöfn: Tintoretto, Veronese, Bassano.
Elztu myndum E1 Grecos svipar sumum hverj-
um svo mjög til mynda Bassanos, að örðugt
hefur reynzt að þekkja höfundarmark þeirra
sundur.
Árið 1570 hélt E1 Greco til Rómaborgar
að áeggjan Clovios listmálara, vinar síns, er
mælti mjög sterklega með honum við list-
verndarann Farenese kardínála. Róm var um
þær mundir höfuðaðsetur rómverskrar mál-
aralistar annað en Feneyjar, og E1 Greco lét
ekki á sér standa að tileinka sér stórfengleg-
ustu einkenni þessarar hstar. Gerðist hann
brátt innblásinn af glæsilegum myndflatar-
samsetningum Rafaels, en hreifst þó öllu meir
af ástríðuþrungnum stíl Michelangelos. Þau
áhrif hafði hann með sér til Spánar.
Eftir að E1 Greco hafði dvalizt um hríð
í Róm sem htt kunnur nemendi, að því er
virðist, fluttist hann til Toledo á Spáni og
dvaldist þar til æviloka, 1614. Vitað er, að
hann vakti brátt athygli sem hstmálari í
Toledo, því að honum var falið að mála alt-
aristöflur miklar handa S. Domingo elAntiguo-
kirkjunni, og er á einni þeirra ártalið 1577.
Vestur í Toledo var E1 Greco orðinn það fjarri
áhrifavaldi lærifeðra sinna í Feneyjum og
Róm, að hann gat hreinræktað hæfileika sína
og skapað sér eigin stíl. Við það brutust fram
síðbýsönzku áhrifin, sem hann hafði haft að
heimanfylgju, en lagzt höfðu í dvala vegna
sterkra ítalskra námsáhrifa.
í Toledo var á dögum E1 Grecos erkibisk-
upssetur, en þar hafði áður verið aðsetur keis-
arans. Dómkirkjan og erkibiskupshöllin
mynduðu þarna tignarlegan borgarkjarna, en
umhverfis var fjöldi smærri kirkna og
klaustra, gamalla og nýrra. Erkibiskupinn var
valdamesti höfðingi landsins annar en keisar-
inn.
Andrúmsloft borgarinnar hafði örvandi
áhrif á listsköpun E1 Grecos. Þarna eignaðist
hann brátt vini og velunnara, myndapantanir
streymdu að honum, og hann gerðist frægur.
Líklega hefur hann upphaflega gert sér vonir
um, að starf hans í Toledo myndi hefja hann
til þeirrar tignarstöðu að verða hirðmálari
keisarans. Víst er um það, að í myndum
hans frá þessum árum vottar fyrir nokkurri
keisaradýrkun.
Árið 1580 virtist þessi draumur ætla að
rætast, því að þá bað Filippus II E1 Greco
að mála handa sér mynd eftir frægri helgi-
sögu. Auðvitað varð listmálarinn þegar við
þeim tilmælum, en þá tókst svo til, að
Fihppusi geðjaðist ekki að myndinni. Hann
hafði vonazt eftir, að hún yrði með Feneyja-
stíl, en sú von brást, því að E1 Greco notaði