Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.05.1971, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 þetta tækifæri til að brjótast undan áhrifum þess stíls, ekki sízt með því að mála myndina með svalari litum. Þessi mynd er því áfangi á þroskabraut hans. Filippus II lét ekki festa myndina upp, og það varð ekki fyrr en listmálarinn Velazquez uppgötvaði mikilleik hennar síðar, að henni var valinn viðhlítandi staður í Escorialhöll. Nú skartar hún í Pradosafninu, 3x4.5 m stór, sem eitt af merkustu listaverkum þess. Örlög þessarar myndar eru glöggt dæmi um „opin- bert listarmat“ og ekki síður um hitt, hve stórfengleg verk eiga fyrir sér „að batna“ með aldrinum. Kemur þar sitthvað til: frægð- arorð höfunda, slökun á tregðu, endurmat nýrra kynslóða o. s. frv. Sagt hefur verið á latínu, að bækur eigi sér örlög. Sama máli gegnir vitanlega um annars konar listræn verk. Enda þótt náðarsól Filippusar II skini ekki á E1 Greco, auðnaðist honum brátt að vinna úrslitasigur sinn með sköpun myndar, sem nefnist: „Kraftaverkið við greftrun Orgazar greifa". Hún var máluð handa kirkju í Toledo. Eins og títt var um meiri háttar listamenn Viðreisnartímabilsins, hafði E1 Greco stóra vinnustofu og allmarga aðstoðarmenn, sem máluðu myndir eftir listaverkum hans sam- kvæmt pöntunum, einkum helgimyndir. Kenn- ir því ýmsra blæbrigða í myndum, sem dreifðar eru um listasöfn í Evrópu og Ameríku og við E1 Greco eru kenndar. Hafa ýmsar þessara mynda fyrir bragðið sætt gagnrýni á kostnað meistarans. Engu að síður mun listmálarinn frá Krít ávallt verða talinn einn af höfuðsnillingum spænskrar málaralistar. RÖDD KEISARANS: Ég kæri mig aðeins um þá menn, sem eru mér nytsamlegir, og einungis meðan ég get haft not af þeim. Napóleon I SAftT E« að mörg stúlka lliafi misst aðdáanda við það að giftast Iionurn. ♦ að hugarfarsbreyting þurfi ekki að bera vott um ósjálfstæði. ♦ að maður, sem skiptir aldrei um skoðun, kannist ógjarna við yfii’sjónir sínar. ♦ að konan segi: Þegar ég giftist, — en lcarlmaðurinn: Ef ég kvænist. ♦ að próf reynist stundum vonlaus tilraun til að mæla dýpi vanþekkingarinnar. = Hvað merkja þessi ORÐ? 1. Syplingur, 2. sætrur, 3. temsla, 4. tillæti, 5. tír, 6. að traðjarka, 7. trys, 8. turfa, 9. úlótt- ur, 10. umsal. Merkingamar eru á bls. 17. Guðrún var komin í splunknnýjan pels og sagði í hrifningu við vinkonu sína: „1 morgun fékk ég loksins það, sem ég þráði mest!“ „Og vinur þinn vonandi Iíka“, anzaði vinkonan. ★ Skófatnaður í fjölbreyttu úrvali. ★ Kaupið skóna þar, sem úrvalið er mest. SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 — Laugavegi 96 — Framnesvegi 2

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.