Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.05.1971, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN „Já, hann er nú alls ekki sem verstur." „En ég held hann taki alls ekki eftir mér. ..“ , Hvernig geturðu líka búizt við því?“ anz- aði Móna meinfýsin. „Brett er þó nokkuð vandlátur/í vali sínu; það geturðu reitt þig á.“ „Hvað áttu við?“ „Hann gerir vissar kröfur til þeirra stúlkna, sem hann umgengst." Jenný andvarpaði: „Það skil ég vel. . ., og ég veit, að ég er ekki eins vel klædd og Lundúnastúlkurnar, en kjólarnir mínir eru nú orðnir fallegri en áður; — finnst þér það ekki? Ég er búin að eyða miklum peningum í ný föt.“ „Föt eru ekki nóg,“ svaraði Móna. „Það verður líka að vera vel vaxinn líkami innan í fötunum.“ Jenný fann, að hún kafroðnaði. „Svo þú átt við að...?“ „Ég á við, að bú borðar of mikið, elsku Jenný mín,“ sapði Móna. „Finnst þér, að ég sé . . . að ég sé . . . ?“ „Nei, ég vil nú ekki segja, að þú sért feit, því það er svo andstyggilegt orð, að siðað fólk tekur sér það ekki í munn.“ — Móna, sem| var í náttfötum, rigsaði um í dagstofunni þeirra. Fótleggir hennar voru langir og grann- ir, og hrevfingar hennar minntu á mýkt pardusdýrsins. „Þú ert nú skrambi holdug, Jenný mín, og þess háttar vaxtarlag gengur ekki í augun á karlmönnunum. Karlmaður vill gjarnan haga sér eins og verndari hins veikbvggða kyns, ekki satt? Og þú ert svo ári sver.“ Jenný kinkaði kolli og varð niðUrlút. Hún revndi að hafa hugann við bókina, sem hún var að lesa. EN ÞEGAR hún var háttuð þetta kvöld, andvarpaði hún og tuldraði niður í koddann sinn: „Ég veit vel, að ég er feit. Ég er illa vaxin! En nú ætla ég að gera gangskör að því að ráða bót á því. Ég ætla að steinhætta að borða smjör, hætta að bragða nokkuð, sem heitir súkkulaði og rjómakökur .. . Ég ætla að hætta að láta sykur í kaffið mitt...“ Og með þann ásetning í huga sofnaði hún. Við morgunverðinn daginn eftir lét hún verða af ákvörðun sinni, og Móna tók sam- stundis eftir því. „Svo þú ætlar ekki að láta sykur í kaffið þitt, Jenný? Þú ert bara byrjuð að megra þig?“ sagði hún. Jenný kinkaði kolli, beit í ósmurt brauðið sitt og sagði: „Já, ég ætla að hora mig, jafnvel þótt ég verði svo hungruð, að garnirnar gauli innan í mér.“ „Heldurðu nú, að þú getir framkvæmt þessa fyrirætlun þína?“ „Áreiðanlega, því mig langar svo til að verða eins glæsilega vaxin og þú, Móna.“ Móna brosti, himinlifandi yfir hrósinu, sem fólst í orðum vinkonu hennar. „Það borgar sig að vera grönn,“ sagði hún, „því tízkan krefst þess, og það er nú ekkert að því, að karlmennirnir gefi manni auga í strætisvagn- inum, Brett Hunt segir, að ég sé eins og pílviðargrein.“ „Jæja, segir hann það? Hitth’ðu hann oft, Móna?“ „Það kemur fyrir,“ sagði Móna og strauk ljóst hárið frá enninu. „En þið eruð ekki . . . sem maður seg- ir . . . ?“ „Trúlofuð áttu við? Nei, ekki beinlínis. En við . . . eigum ýms sameiginleg áhugamál, svo ég býst við, að svo fari, að hann stingi upp á því, að við giftum okkur. Ég veit, að hann er alveg bálskotinn í mér. En ég hleypi honum ekki of langt. Þannig á maður að haga sér við karlmenn. Þeir hætta að bera virðingu fyrir okkur, ef við föllum umsvifa- laust fyrir þeim.“ Það var alveg að Jennýju komið að segja, að hún hefði nú ekki orðið þess vör, að Brett væri svona gagntekinn af ást, en hún þagði. Henni fannst ástæðulaust að fara að skatt- yrðast við Mónu. NÆSTU vikurnar nærðist Jenný á salat- blöðum og tómötum á morgnana, en þráði með sjálfri sér eggin og rjómann, sem amma hennar var vön að gefa henni. Tvisvar í viku fór hún í gufubað og keypti sér einnig nudd- tæki, sem hún notaði óspart. Á hverju kvöldi æfði hún sig í grenningarleikfimi í baðher- berginu, áður en hún háttaði, og grannskoð- aði síðan líkama sinn til að ganga úr skugga um, hvort hún hefði grennzt um lendarnar og mittið. Hún gat ekki betur séð en að allt hefði þetta borið tilætlaðan árangur. Að vísu sá hún líka, að rósirnar á bústnum vöng- um hennar voru að hverfa, en hjá því varð auðvitað ekki komizt. Stundum kenndi hún þreytu og tauga- óstyrks, en hún áleit, að ekki yrði hjá þeim vandkvæðum komizt og að árangurinn borg-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.