Samtíðin - 01.05.1971, Síða 14

Samtíðin - 01.05.1971, Síða 14
10 SAMTÍÐIN Ivær ferðir til Mallorcu nieð næstum 200 í'arþega. Við höfum einnig skipulagt ferð- ir fyrir liópa og einstaklinga og selt ferð- ir með m/s Gullfossi, einkum hringferðir skipsins.“ VIÐ: „Veitið þið erlendu ferðafólki fyr- irgreiðslu hér á Iandi?“ STEINN; „Sú þjónusta okkar er enn á byrjunarstigi, en við höfum fullan hug á að auka fjölbreytni hennar.“ VIÐ: „Ymsa lesendur SAMTlÐARINN- AR langar að kynnast fyrirkomulagi svo- nefndra IT-ferða. Hvernig er þeim hátt- að?“ Steinn Lárusson réttir okkur eftirfar- andi lesmál: Fyrirkomulag þessara ferða er þannig, að ferðazt er eftir fyrirfram gerðri áætl- un, og kostnaður ferðai’innar greiðist all- ur fyrir brottför. I verðinu eru innifaldar flugferðir, gisting, skemmtiferðir og önn- ur þjónusta, sem tiltekin er fyrir hverja ferð. —r Þér leggið peningana á borðið, en allan undirbúning og fyrirgreiðslu á lierðar ferðaskrifstofunni. Það, sem þér fáið í staðinn, er ódýr og' vel undirbúin skemmtiferð á vinsælustu ferðamanna- slóðir Evrópu — skemmtiferð við yðar hæfi, því ferðaskrifstofan kappkostar að hafa sem fjölbreytilegast úrval ferða á boðstólum. IT-ferðir eru til orðnar fyrir samvinnu IATA-flugfélaganna og alþióð- legra ferðaskrifstofa. Með þeim er fólki gefinn kostur á afar ódýrum sumarlevfis- ferðum til annarra landa. Það er cinmitt vegna þess að allir þættir ferðalagsins eru skipulagðir og undirbúnir fyrirfram og IT-ferðin seld sem ein heild, að tekizt hef- ur að bióða svo lágt verð, að allir hafa ráð á að fljúga til útlanda í sumarleyf- inu. VIÐ: Og að lokum þetta: Hefurðu ekki trú á, að lsland geti orðið eftirsótt ferða- mannaland í framtíðinni?“ STEINN: „Skilyrðin eru fyrir liendi, en til þess að svo verði, þurfa allir Islending- ar, sem hér eiga hlut að máli, að sameina krafta sína einhuga.“ UNDUR «<• AFREKj 4 Stærsta stálgerð heimsins er Bethle- hem Steel Corporation í Sparrow Point í Maryland 1 Bandaríkjunum. 4 Elzti þjóðfáni heimsins er danski fán- inn Dannebrog. Hann er frá 1219. 4 Stærsta höll heimsins er Louvre í Par- ís. Hún var reist á tímabilinu 1546-1857 og nær yfir 19.8 ha flatarmál. Verulegur hluti Louvre-hallarinnar er nú lista- og fornminja- safn, en frönsk ráðuneyti hafa þar einnig bækistöð sína. 4 Stærsta höll, sem enn er aðsetur vald- hafa, er Vatikanið í Rómaborg. Það er 5.5 ha. að flatarmáli, og í þvi eru 1400 herbergi, salir, kapellur o. fl. vistarverur. 4 Hæsti fjallstindur jarðarinnar, Mount Everest í Himalayafjöllum, var fyrst klifinn árið 1953 af Játmundi P. Hillary, sem frægt er orðið. 4 Stærsta eistihús heimsins, ef miðað er við herbergjafjölda, er Conrad Hilton Hotel í Chicago. Það er 25 hæðir með- 2600 gesta- herbergjum (upphaflega 3000). Starfsmenn gistihússins eru um 2000. — Miðað við hús- stærð er Waldorf Astoria í New York samt stærra. Það nær yfir 7577 fermetra grunn- flöt og er 190.7 m hátt. í veitingasölum þess geta 6000 gestir matazt samtímis. 4 Stærsta tóbakssölufvrirtæki heimsins er British-American Tobacco Comnany Ltd. í Lundúnum. Það var stofnað árið 1902. Hluta- bréf fvrirtækisins voru árið 1965 virt á 552.- 693.866 sterlingsnund, og sala þess nam það ár 1 milliarði dollara. Félagið á rúmlega 140 verksmiðjur, og starfa þar meir en 100.000 menn. 4 MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.