Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.11.1971, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Vísindaniennirnir telja, að þessi starfsþjálf- nn hafi ekki úrslitaáhrif á lengd ævinnar, sem þeir Iialda, að byggist að verulegu leyti á erfð- um. Hitt telja þeir sannað mál, að með liollri íþróttaþjálfun i æsku og nægri Iireyfingu og útivist alla ævi geti menn varðveitt starfsþrek sitt og .manndóm um 15 árum lengur en ella myndL Er hér því um ómetanlegan ávinning að ræða, ef til vill mesto fjárhagslegan og vits- munalegan ávinning, sem hugsazt getur. Von- andi koma valdliafar þjóðanna auga á það, áður en mjög langt um líður. RAD DIR----------------------------- -----------R A D D I R-------------- -----------------------RADDIR Henry Miller: Enn á apastíginu! VIÐ höfum kvikmyndir, sjónvarp, allt sem hugsazt getur, og eitthvað er enn hægt að finna upp. En á andlega sviðinu dettur okkur ekkert í hug. Þar erum við enn á miðalda- stigi. Á tæknisviðinu sköpum við furðuverk. Hvað andlega menningu snertir, erum við ekki enn komnir fram úr öpunum. Það er skömm að því að eyðileggja sjón sína með þvi að lesa blaðsíðu eftir blaðsíðu í þeirri von að rekast einhvers staðar á eitthvað, sem bitastætt er í. í fæstum bókum er unnt að finna það. Fæstir þeirra eiga nokkuð skylt við bókmenntir né list. Sérhver maður getur lært að skrifa. Nóg er af rithöfundunum. Það þarf ekki miklar gáfur til þess að skrifa bók. Vangefið fólk getur meira að segja skrifað bækur. Það gerir það líka. Ég hygg, að helm- ingur allra bóka sé eftir vangefið fólk, mjög vangefið! (Úr blaðaviðtali við bandaríska rithöfund- inn Henry Miller frá 1969). 1 " Hvað merkja þessi L.. ORD? 1. Að hvera, 2. ildi, 3. korpur, 4. launmaður, 5. njórunn, 6. að plamma, 7. púðurvasi, 8. að níssa, 9. skerjörð, 10. speika. Merkingarnar eru á bls. 9. Vitið þér ekki? KONA nokkur hringdi í matarbúð og spurði um verð á ýmsum tegundum af feitu kcti. Hún hitti á nýja búðarstúlku, sem var ekki orðin fróð um verðlagið í verzluninni, og varð konan því að bíða góða stund í símanum. Þegar stúlkan hafði loks al'lað sér upplýsinganna, stundi konan óþolinmóð: „Ég verð bara orðin gömul, þegar ég l’æ þessar upplýsingar hjá yður!“ Búðarstúlkan: „Þér verðið nú varla gömul af því. En vitið þér ekki, mann- eslcja, livað feitt ket er fitandi? Og ég ætla bara að segja yður, að kvenfólk verð- ur nú fljótt gamalt, ef það hugsar ekkert um línurnar!“ Þar kosta þeir ekkert MAÐUR nokkur sagði við konu sína:- „Við eigum 25 ára lijúskaparafmæli í haust, og nú geturðu valið um, livort þú vilt heldur fá nýjan pels eða við skreppum til London.“ „Je minn góður!“ sagði frúin. „Þá er nú vandalaust að velja. Ég kýs London.1 „Ágætt, væna mín, þá segjum við það. „Og svo er mér nú sagt, að þar kosti pelsarnir bara hreint ekki neitt!“ sagði frúin.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.