Samtíðin - 01.11.1971, Side 16

Samtíðin - 01.11.1971, Side 16
12 SAMTlÐIN Rannsóknarlögreglan er skarpskyggn saga eftir C. Robertson ÞEGAR innbrotsþjófur stal Fitzleigh-perl- unum, sáust mjög greinileg verksummerki eftir hann, og Bradley rannsóknarlögreglu- maður sagði undir eins: „Það er útlit fyrir, að hann Lúki fíni hafi verið hér aftur að verki“. Forbes lögregluþjónn kinkaði kolli til sam- þykkis. „Já, en hann er viss með að hafa trúlega sögu á reiðum höndum, eins og vant er. Lúki fíni getur alltaf sannað fjarveru sína“. „Við skulum heyra, hvað hann hefur fram að færa“, svaraði rannsóknarlögregluþjónninn háðslega. „Mér þykir ákaflega gaman að heyra snjalla sögu. Farðu, Forbes, og heim- sæktu hann. Þú ert alveg viss með að hitta hann heima — í húsinu, sem hann hefur keypt sér fyrir annarra manna fé“. „Það er sannarlega unaðslegt aðsetur, sem hann Lúki fíni hefur keypt sér“, hugsaði lög- regluþjónninn, þegar hann kom þangað þetta kvöld. Húsið stóð á fögrum og friðsælum stað uppi í sveit. Lúki Shreiner kunni að meta allt, sem fagurt var — að gimsteinum með- töldum. Forbes skundaði eftir skrautlegum garðs- stíg að aðaldyrum hússins, en þegar þangað var komið, heyrði hann hálfkæft angistaróp og síðan hlunk, eins og þegar þungum hús- gögnum er velt. Andartak hlustaði hann með eftirvæntingu, en drap síðan harkalega og valdsmannlega á dyr. Inni fyrir varð undarlega hljótt — allt að því geigvænleg þögn. Síðan heyrðist kven- maður æpa. Ópið kom úr hinum enda hússins. Það var að Forbes komið að drepa aftur á dyr, en hann hætti við það og hljóp í þess stað fyrir hornið á húsinu. Dyr stóðu opnar út í garðinn, og stofan fyrir innan var upp- ljómuð. „Hv. . . hver eruð þér?“ Inni í stofunni stóð miðaldra kona og starði á hann. Hún virtist vera öldungis mið- ur sín af hræðslu. „Þetta er lögreglan“, anzaði Forbes og gekk inn. „Hvað er hér á seyði?“ Hann litaðist um. Á stofugólfinu lá skör- ungur hjá viðamiklum standlampa, sem hafði oltið um. Því næst kom hann auga á fætur á karlmanni, sem lá að öðru leyti i hvarfi bak við skrifborðið. „Herra Shreiner!“ kjökraði konan og néri saman höndunum í örvæntingu. Hann hefur orðið fyrir áverka!“ SKYNDIRANNSÓKN leiddi í ljós, að Lúki fíni var dauður. Svo virtist sem hann hefði verið sleginn með skörungnum, en ekki var útlit fyrir, að höggið sjálft hefði orðið honum að bana. Hann hlaut að hafa riðað við það í átt til standlampans, áður en hann féll, og við það hafði hann lent með höfuðið á hvassri brúninni á lampafætinum. „Hann er þó ekki ...?“ Konan fór öll að titra, þegar Forbes kinkaði kolli, alvarlegur á svipinn. Skömmu síðar, þegar konan hafði jafnað sig eftir lostið, sagðist hún vera ráðskona Shreiners. Hún sagði enn fremur, að Lúki fíni hefði fengið heimsókn þá um kvöldið, en kvaðst ekki hafa séð gestinn, sem hafði, að því er virtist, komið inn um garðsdyrnar. Hún hafði heyrt raddir beggja mannanna, þar sem hún sat í herbergi sínu fyrir endanum á gang- inum. Alveg eins og Forbes hafði hún allt í einu heyrt óp og síðan hátt brak. „Ég vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka“, sagði hún og var enn alveg miður sín. „Yður að segja hefur herra Shreiner krafizt þess af mér alveg skilyrðislaust, að ég megi aldrei ónáða hann, þegar gestir komi til hans“. Forbes kinkaði kolli. „Það lætur mjög trú- lega í eyrum“, hugsaði hann. „Og hvað gerð- ist svo?“ spurði hann. „Svo heyrði ég, að harkalega var barið á götudyrahurðina. — Það hafa sjálfsagt verið þér?“ Þegar lögregluþjónninn kinkaði kolli, hélt

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.