Samtíðin - 01.11.1971, Page 17

Samtíðin - 01.11.1971, Page 17
SAMTÍÐIN 13 konan áfram: „En áður en ég opnaði götu- dyrnar, fannst mér ég verða að ganga úr skugga um, hvað gerzt hefði inni í stofunni". Hún hafði séð, hvar Shreiner lá á gólftepp- inu og að dyrnar út að garðinum stóðu opnar. Þá hafði hún rekið upp óp. Forbes varð gramur. Útlit var fyrir, að morðinginn hefði stvngið af rétt við nefið á honum. Honum varð litið í áttina til glugg- ans, og þar kom hann auga á mjólkurkönnu og glas, sem stóðu á litlu borði. Forbes varð forviða. Þetta stakk dálítið í stúf við umhverf- ið þarna inni. — En það var alveg rétt: Luke Shreiner hafði alltaf verið veill í maga. „Vesalings maðurinn, nú þarf hann aldrei framar á mjólk að halda á kvöldin“, sagði ráðskonan döpur í bragði, þegar hún sá, hvað lögregluþjónninn var að virða fyrir sér. „Nú skal ég fara fram með mjólkina“. En Forbes aftraði henni frá því og sagði, að hún mætti alls ekki hreyfa við neinu í stofunni. Hann bað hana að bíða inni í her- berginu sínu. Síðan hringdi hann til Bradleys rannsóknarlögreglumanns. „ÞAÐ var óhappið, að ráðskonan skyldi ekki sjá neitt af gestinum hans Shreiners“, sagði Forbes, þegar rannsóknarlögregluþjónn- inn var kominn. „En hún álítur, að þetta hafi verið karlmaður eftir röddinni að dæma. Það lítur út fyrir, að morðinginn hafi vitað eitt- hvað um seinasta afbrot Lúka. Ef til vill hefur hann tekið perlurnar með sér, þegar hann fór?“ Bradley kinkaði kolli og virti lík innbrots- þjófsins fyrir sér. „Hm — já, hver veit? Það leikur að minnsta kosti enginn vafi á, af hverju hann dó. Jæja, en þá langar mig til að hafa tal af ráðskonunni“. í ljós kom, að hún hafði ekki verið lengi í vistinni hjá Shreiner og að hún vissi ekkert um glæpaverk hans. Bradley fór litlu síðar aftur inn í stofuna, þar sem morðið hafði verið framið, en skömmu seinna drap ráðs- konan varlega á dyrnar. „Afsakið, að ég geri yður ónæði“, sagði hún, „en ég ætlaði bara að spyrja, hvort yður langaði í kaffisopa. Ég ætla að hita mér sjálfri kaffi hvort eð er“. „Nei, þakk yður fyrir“, svaraði rannsókn- arlögregluþjónninn, en ráðskonan stóð kyrr í dyrunum. „Ef þér hafið ekkert á móti því, herra minn, vildi ég gjarnan fá þessa mjólkurkönnu. Við eigum ekki dropa af rjóma í húsinu“. Bradley brosti. „Því miður get ég ekki leyft yður það“, sagði hann í afsökunarrómi. „Ekki enn að minnsta kosti. Við verðum fyrst að athuga fingraförin á könnunni“. „Ég var að enda við að segja henni, að ekkert mætti fara með út héðan“, sagði For- bes, þegar ráðskonan var farin. „En vissulega er leitt, ef konugarmurinn getur ekki fengið kaffisopann sinn. Hún hefur nú allt útlit fyr- ir að þurfa þess með“. NÚ VAR aftur barið að dyrum götudyra- megin, og voru þar komnir ljósmyndarinn og fingrafarasérfræðingurinn. Meðan Forbes skrapp fram til að hleypa þeim inn, tók Bradley mjólkurkönnuna gætilega upp með vasaklútnum sínum og horfði gaumgæfilega á hana. Um leið og lögregluþjónninn kom inn aftur ásamt báðum hinum mönnunum, setti hann könnuna á sinn stað og fór síðan fram til að sækja ráðskonuna. „Hvenær komuð þér hingað inn með mjólk- ina handa herra Shreiner?“ spurði hann. „Rétt áður en gestur hans kom“, svaraði konan. Eftir því hafði mjólkin staðið þarna í klukkutíma. „En þér höfðuð hellt mjólkinni í könnuna nokkru áður, var ekki svo?“ „Jú, það gerði ég skömmu eftir hádegið“. „Þakk yður fyrir, þá þurfum við víst ekki að hugsa meira um þessa mjólk“, sagði rann- sóknarlögregluþjónninn. Og samstarfsmönn- um sínum til mikillar undrunar bætti hann við: „Nú megið þér gjarnan fara fram með könnuna!" Konan var þakklát fyrir að mega taka könnuna og fór. Bradley lokaði dyrunum á eftir henni. Forbes ætlaði að fara að bera fram spurningu, þegar rannsóknarlögreglu- þjóninn varð alvarlegur á svipinn og gaf hon- um vísbendingu um að þegja. Síðan snaraðist hann fram að dyrunum út að garðinum og læddist hljóðlega kringum húsið, þar til hann nam staðar úti fyrir eldhúsglugganum og gægðist inn um hann. Ráðskonan stóð á eld- húsgólfinu, en Bradley gætti þess vandlega, að hún veitti honum ekki athygli. Hún hellti nú mjólkinni úr könnunni í aðra könnu, og allt í einu kom perlufesti í ljós: Fitzleigh- perlurnar! Konan stóð enn þá með þær i hendinni,

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.