Samtíðin - 01.11.1971, Side 21
samtIðin
17
„Ég sel ánægju, þekkingu og óskadrauma”,
segir FERNAND de NOBELE, fornbókasali í París
ISLENDINGAR eru að upplagi bók-
hneigð þjóð, og áhugi fólks á gömlum
bókum er hér mikill, eins og fornbóka-
salar okkar þekkja bezt. Þvi má ætla, að
ýmsir af lesendum SAMTlÐARINNAR
hafi gaman af að kynnast sjónarmiðum
eins kunnasta fornbókasala Evrópu, Fern-
ands de Nobeles, sem rekur víðkunna
verzlun við Bonapartegötu í París.
Herra de Nobele er þriðji ættliðurinn,
sem rekur þessa fornbókaverzlun, en sér-
grein ættarinnar hefur verið listaverka-
bækur. Enginn vafi er á því, að hann veit
allt, sem máli skiptir, um starfsgrein sina.
Hann segir í gamni og alvöru við blaða-
mann: „Ég hef aldrei heyrt, að neinn forn-
bólasali hafi fengið hvorki lungnaberkla
né astma af gömlu bókaryki. Aftur á móti
veit heilög hamingjan, að ég' hef frétt af
gömlum fornbókasala, sem dó úr þorsta.
Það væri því synd að segja, að lífsstarf
okkar væri hættulaust“.
Viðskiptavinir de Nobeles eru af öllum
þjóðum, og þegar vitað er, að verzlun hans
selur háskólabókasöfnum og öðrum bók-
hlöðum úti um víða veröld fleiri bækur
en einstaklingum, er vandalítið að geta
sér þess til, að lnin standi á gömlum merg
og að eigandinn kunni að verðleggja doð-
rantana. Blaðamaður nokkur átti eftirfar-
andi samtal við hann.
BLM: „Ræða fornbókasalar aðallega um
verðlag og' nýfundnar bækur, þegar þeir
hittast á aðalfundum heimssambands síns,
sem þeir stofnuðu fyrir 22 árum?“
F de N: „Nei, alls ekki um fjármál, og
nýfundnar bækur, livað er átt við með
þeirn? Við rekumst á hverjum degi á eitt-
hvað, sem við liöfum aldrei séð áður, og
það þurfa ekki að vera dýrar bækur. En
því, sem mest er gumað af í blöðunum,
ókunnum handritum, Vínlandskorti og
þar fram eftir götunum, hef ég nú heldur
litla trú á. Yale á nú þetta kort, en því er
haldið vendilega leyndu, hvar það hafi
verið keypt. Gömlu bókasöfnin iiafa verið
liaulrannsökuð, en auðvitað er ekki loku
fyrir það skotið, að undir bandinu eða i
lóðrinu á bók frá 16. öld geti leynzt hand-
rit eða kver, sem er ennþá eldra“.
BLM: „Hvar kaupið þér bækur?“
F de N: „Af einstaklingum, öðrum forn-
bókasölum, dánarbúum og á uppboðum.
Ég veit alveg upp á hár, hvenær ég hand-
leik fágæta eða dýrmæta bók, og sem sér-
fræðingur gerþekki ég bókamarkaðinn og
veit, hvort listaverkabók er 20% meira
virði en heimtað er fyrir hana“.
BLM: „Hvað skiptir mestu máli á lieims-
þingum ykkar fornbókasalanna?“
F de N: „Að stofna til vináttu, því það
leiðir til aukinna viðskipta og jafnframt
aukinna vináttutengsla, svo þetta skapar
geðfelldan hring. Ef til vill leiðir það líka
til þess, að við getum liðsinnt safnara, sem
langar að eignast ákveðið ritverk, af því
við kynnumst betur, hvað fáanlegt er á
heimsmarkaðínum".
BLM: „Af hverju kaupa menn gamlar
bækur?“
F de N: „Það er til fólk, sem kaupir
gamlar bækur af ást á þeim, til að lesa þær