Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 4
4 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hver er staða Íbúðalánasjóðs? Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðs- ins sem skila á til Fjármálaeftirlits- ins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bolla- sonar, ráðuneytisstjóra félagsmála- ráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjár- hlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðn- um til að minnsta kosti tíu en jafn- vel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Braga- dóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðun- um um hvort breyta eigi langtíma- markmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs,“ segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu ára- mót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjár- hlutfalli til langs tíma litið. Íbúða- lánasjóður er rekinn á ábyrgð rík- isins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins auk- ist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðs- ins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is Þrýstingur að utan um aukið eigið fé Fyrst og fremst er það þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og AGS sem kallar á að ríkið leggi fram milljarða í eigið fé til Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn á ekki í vandræðum með að mæta eigin fjármögnunarþörf. FASTEIGNAMARKAÐUR Vanskil hafa aukist, 7% lána Íbúðalánasjóðs eru í frystingu og Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín um 750 íbúðir. Þótt sjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum og sé með fullri ríkisábyrgð þrýsta erlendir aðilar á um að ríkið bindi aukið fé í sjóðnum. Slík aðgerð er talin auka trúverðugleika endurreisnar íslensks efnahagslífs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 33° 34° 25° 35° 33° 26° 26° 24° 28° 25° 31° 36° 23° 31° 21° 23°Á MORGUN Hæg NA-læg eða breytileg átt. SUNNUDAGUR Hæg vestlæg átt. 10 10 10 8 13 12 14 13 14 11 8 5 5 7 7 6 4 6 3 3 2 4 13 13 12 1011 10 14 14 11 9 HELGARVEÐRIÐ Þó það verði engin alvöru sumarblíða á landinu um helg- ina þá verður veð- ur bara almennt ágætt. Vindur verð- ur hægur um allt land en á morgun verður dálítil úr- koma með köfl um í fl estum landshlut- um. Á sunnudag eigum við von á meiri sól einkum syðra. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður MÓTMÆLI Um hundrað manns tóku þátt í mótmælum við höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi í gær. Samkvæmt einum forsvarsmanna mótmælendanna, Kristínu Snæfells Arnþórsdóttur, fóru mótmælin friðsamlega fram og lögregla fylgd- ist með í ómerktum bíl. „Ég sá þá bara fyrir tilvilj- un,“ segir Kristín. „Það fór ekkert þarna fram sem hægt var að hafa afskipti af.“ Samtökin vilja fá AGS burt frá Íslandi og hafa sett saman nefndir til að uppfræða almenning um áætlanir þeirra hér á landi. Mótmælendur hafa sagt skilið við Seðlabankann í bili eftir fréttatilkynn- ingar talsmanns neytenda, Gísla Tryggvasonar, um tímabundna lækkun gengistryggðra húsnæðislána. „Við ætlum að bíða og sjá hvað verður um gengis- tryggðu bílalánin,“ segir Kristín. - sv Hundrað manns mótmæltu fyrir utan höfuðstöðvar AGS um hádegisbil í gær: Vilja sjóðinn burt frá landinu HÖFUÐSTÖÐVAR AGS Á ÍSLANDI Fólk barði á potta og pönnur með skilti og fána á lofti í mótmælunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Vöktun Hafrann- sóknastofnunar og Matvælastofn- unar á eitruðum svifþörungum í Breiðafirði við Flatey og Stykkis- hólm og í Hvalfirði við Hvamms- vík hefur leitt í ljós að magn eitraðra svifþörunga er yfir við- miðunarmörkum. Því sé veruleg hætta á að kræklingur og annar skelfiskur sé eitraður og óhæfur til neyslu. MAST varar við neyslu á skel- fiski frá umræddum svæðum og er ástandið í Breiðafirði sér- staklega hættulegt vegna mik- ils magns þörunga sem valda lömunareitrun. - jss Sérlega hættulegt ástand: Varað við eitr- uðum skelfiski KRÆKLINGUR Fólki er bent á að fylgjast vel með ef það hyggst tína skelfisk. NEYTENDUR Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 2-7 prósent í helstu verslanakeðjum frá því í maí í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá ASÍ hefur verð körfunnar þó lækkað nokkuð í flestum versl- anakeðjum frá því hún var hæst í febrúar síðastliðnum eftir nær samfelldar verðhækkanir síðan um mitt ár 2008. Búist er við frekari verðlækkunum. ASÍ segir að undanfarið ár hafi verð vörukörfunnar hækkað mest í klukkubúðunum Ellefu- ellefu, um 13 prósent, og Sam- kaupum-Strax um sjö prósent. Í lágvöruverðsverslunum hafi verð körfunnar hækkað mest í Bónus, eða um 6,4 prósent frá því í maí í fyrra. Vörukarfan hækkar á milli ára: Vöruverð lægra en í febrúar DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í þrjátíu daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir að stela tæplega fimmtíu þúsund krónum úr peningakassa í Bónus, þar sem hún vann. Konan tók fimm sinn- um fjárhæðir úr kassanum, mest fimmtán þúsund krónur í einu. Konan játaði brot sín greiðlega. Þá dæmdi héraðsdómur hana til þess að greiða Bónus 21 þúsund krónur í skaðabætur. Brotið átti sér stað á árinu 2007. - jss Dæmd fyrir þjófnað: Stal 50.000 úr peningakassa UTANRÍKISMÁL Undirbúningur fyrir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu er á réttri leið en það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að hindranir verði í veg- inum. Þetta segir Stefan Fuele, stækk- unarstjóri sam- bandsins. „Við vitum að hval- og fisk- veiðar eru viðkvæm mál bæði fyrir Ísland og aðildarríki sam- bandsins,“ sagði Fuele á Evrópu- þinginu. Hann lýsti einnig yfir áhyggjum sínum af því að stuðningur við aðild væri lítill á Íslandi og það gæti staðið í vegi fyrir inngöngu. Viðræður gætu hafist í næsta mánuði. - þeb Umræður á Evrópuþingi: Áhyggjur af litl- um stuðningi Mikil ánægja með leikskóla Af þátttakendum í viðhorfskönnun á vegum Skólaskrifstofu Mosfells- bæjar sögðust 98,5 prósent foreldra leikskólabarna og foreldra barna í vist hjá dagforeldrum telja að börnum sínum liði vel í leikskólanum eða hjá dagforeldrum.. MOSFELLSBÆR Beygjubann verði greint Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir því í borgarráði að könn- uð verði áhrif banns við vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Breiðholtsbraut á háannatíma á gangandi vegfarendur, á umferð á Réttarholtsvegi, leiðakerfi Strætós og á íbúðahverfið sjálft. UMFERÐ STEFAN FUELE AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 08.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 212,8087 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,29 124,89 187,99 188,91 157,12 158 21,076 21,2 19,467 19,581 16,424 16,52 1,4089 1,4171 185,81 186,91 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.