Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 33
reykjanesbær ● fréttablaðið ●FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 5 ● FUGLAHÚS VIÐ TJARNIRNAR Nemend- ur í leikskólunum Akri og Holti og Akurskóla vígðu ný fugla- hús við tjarnirnar í Innri Njarð- vík á barnahátíð í Reykjanesbæ síðastliðið vor en þeim hefur verið komið fyrir í hólmunum við tjarnirnar, fuglunum og jafn- framt börnum og fjölskyldum þeirra til ánægju og yndisauka. Fuglahúsin eru framhald af íbúafundum bæjarstjóra með börnum sem haldnir voru í öllum grunnskólum síðastliðið vor en þar var meðal annars óskað eftir hugmyndum um fuglahús. Smíði húsanna var í höndum Einstakra, félags tré- skurðarmanna í Reykjanesbæ. ● ÞRIÐJUDAGINN 22. JÚNÍ VORU 115 BÖRN BÚIN AÐ LESA 220 BÆKUR Grunnskólabörn fengu bókaskrá með einkunnablöðum sínum við skólaslit grunn- skólanna. Hana taka þau með sér á bókasafnið þegar þau vilja byrja í sumarlestrinum og skrá sig um leið til þátttöku. Bóka- skrá er einnig hægt að fá á safninu, ef einhverjir vilja byrja strax og einnig ef bókaskráin er orðin full og þátttakandi vill halda áfram. Þátttökuseðillinn gildir sem happdrættismiði á upp- skeruhátíð sumarlesturs í haust. Eftir hverja lesna bók vinnur þátttakandinn sér inn límmiða í bókaskrána og hlekk til að lengja bókaorminn, sem mun hlykkj- ast um safnið í sumar. Sumarlesturinn stendur frá 1. júní til 31. ágúst og er fyrir börn á grunnskólaaldri, 6–16 ára. ● BÓKAORMURINN LENGIST Bókaormur hefur hreiðrað um sig á bókasafninu og ætlar að hafa viðveru þar í allt sumar. Þetta er bóka- ormur sumarlestursins í ár og það er von starfsfólks að grunnskólabörn í Reykjanesbæ hjálpi honum að verða langur og litríkur. Grunnskólabörn í Reykjanesbæ eru aldeilis dugleg að lesa en þátttakendur í sumar- lestrinum eru orðnir fleiri en 100 og bókaormurinn lengist dag frá degi. Auk þess iðar safnið af lífi því sumar- lesturinn er starfræktur alla opnunar- daga safnsins. „Þetta hefur sko hitt alveg í mark hjá krökkunum, þau eru klárlega að fíla þetta,“ segir Rut Ingólfs- dóttir keramiker sem hefur ásamt leikkonunni Kristínu Carr umsjón með Listaskóla barna í Reykjanes- bæ, námskeiðum þar sem unnið er með listsköpun barna. Reykjanesbær hefur rekið Lista- skóla barna í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í samvinnu við Leik- félag Keflavíkur og Myndlistar- félag Reykjanesbæjar undanfarin sumur. Markmiðið er að skapa börn- um á aldrinum 7 til 13 ára í sveit- arfélaginu tækifæri til þátttöku í listrænu og skapandi starfi í ör- uggu umhverfi. „Þarna fá þau tæki- færi til að spreyta sig á bæði leik- list og myndlist, en útivist skipar að auki stóran sess á námskeiðunum,“ segir Rut og bætir við að jafnframt sé notuð aðstaða í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17. Að sögn Rutar hefur verið fullt á námskeiðin frá upphafi, en tvö eru í gangi á sumri hverju og var farið af stað með það seinna í vikunni. „Svo ljúkum við skólanum með listahátíð þar sem foreldrum og öðrum gest- um gefst kostur á að sjá afrakstur starfsins.“ Dansað, teiknað, leirað og límt Rut og Kristín hafa umsjón með starfi Listaskólans í Reykjanesbæ, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SUMARMÓTIN LÍFLEGIR OG SKEMMTILEGIR ÞÆTTIR UM ÖLL HELSTU SUMARMÓT YNGRI FLOKKA Í FÓTBOLTA VEIÐIPERLUR ÓMISSANDI ÞÁTTUR FYRIR ALLA VEIÐIMENN ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ SKEMMTA SÉR HEIMA FORMÚLA 1 SILVERSTONE, HOCKENHEIM OG BÚDAPEST PEPSI DEILDIN HÖRKULEIKIR Í BEINNI OG PEPSIMÖRKIN MEÐ MAGNÚSI GYLFA OG TÓMASI INGA GOLF EVRÓPUMÓTARÖÐIN PGA MÓTARÖÐIN HERMINATOR STÓRSTJÖRNURNAR MÆTA Á HERMINATOR GÓÐGERÐARMÓTIÐ Í GOLFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.