Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 30
 9. JÚLÍ 2010 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● reykjanesbær Fótboltavöllur Keflavíkur var nýlega tekinn í notkun eftir gagngerar endurbætur. Þor- steinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir þetta gríðarlega breyt- ingu á aðstöðu. „Þetta er auðvitað gerbylting á aðalleikvanginum,“ segir Þor- steinn Magnússon, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, þar sem fótboltavöllurinn hefur verið end- urnýjaður með nýju aðstöðuhús- næði, en hann var tekinn aftur í notkun 4. júlí síðastliðinn. Að hans mati voru lagfæringarnar orðnar tímabærar. „Völlurinn er náttúrlega orð- inn 43 ára gamall og var alltaf til vandræða bæði á vorin og sérstak- lega á haustin þegar rigndi, en þá var hann allur í pollum,“ útskýr- ir Þorsteinn um ástæður þess að hafist var handa við að taka fót- boltavöllinn í gegn í október á síð- asta ári. En hvað var gert? „Meðal ann- ars voru lagðar í hann nýjar dren- lagnir og hitunar- og vökvunar- kerfi. Svo var hlaupabrautin um- hverfis gamla völlinn fjarlægð svo hægt yrði að stækka svæðið fyrir nýja völlinn, en hann verður þannig færanlegur innan þess svo hægt verði að dreifa álaginu. Þá var völlurinn girtur upp á nýtt, ný þjónustubraut búin til, varamanna- skýli og ný mörk sett upp,“ tekur Þorsteinn sem dæmi. Hann bætir við að í haust verði vígt nýtt félagsheimili fyrir deild- ir innan Keflavíkur. „Knattspyrnu- deildin fær skrifstofur í nýju hús- næði, það er í nýju félagsheimili sem verður byggt ofan á búnings- klefa við Sunnubraut. Við höfum verið á hrakhólum með aðstöðu síðustu ár, þannig að þetta verður breyting til batnaðar,“ segir hann og getur þess að almennt sé mjög vel haldið utan um íþróttalífið á svæðinu. „Það er kannski helst að maður láti sig dreyma um að fá góða stúku við fótboltavöllinn, það verður klár- lega næsta mál á dagskrá,“ segir Þorsteinn bjartsýnn og kveðst vilja koma á framfæri þökkum til bæjaryfirvalda fyrir störf í þágu íþrótta og félagslífs. - rve Metfjöldi hefur verð ráðinn í at- vinnuátaksverkefni á vegum Reykjanesbæjar í sumar. „Við erum með atvinnuátak fyrir sautján til tuttugu ára nema, ungmennin okkar í framhalds- skólunum sem fá ekki vinnu og eiga ekki rétt á neinum bótum,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri Reykjanes- bæjar, en tvö hundruð ungmenni hafa verið ráðin til ýmissa um- hverfisverkefna í bænum, meðal annars við tyrfingu og hreinsun bæjarins. „Svo höfum við fengið háskóla- nemendur sem eru að koma inn í fjölskyldu- og félagsþjónustuna í alls kyns verkefni. Þau eru líka að koma inn á umhverfis- og skipu- lagssvið í skjalavinnslu og skönn- un á teikningum og inn í byggða- safnið og bókasafnið,“ útskýrir Guðrún en í heildina fengu um 240 ungmenni starf hjá bænum í tengslum við atvinnuátaksverk- efnið. Guðrún segir þetta stærsta hóp sem tekið hefur þátt í atvinnu- átaki á vegum bæjarins. „Í gegn- um tíðina hefur bærinn komið inn og svarað þörfinni, þegar og ef hún hefur verið.“ Innt eftir því af hverju ákveðið var að ráðast í atvinnuátaksverk- efni segir Guðrún: „Í fyrsta lagi er atvinnuleysi svo mikið og þessi ungmenni fá engar atvinnuleysis- bætur. Við urðum að gera eitthvað og bregðast við kallinu.“ Yfir fimm hundruð nemendur fengu vinnu í Vinnuskólanum og að sögn Guðrúnar hafa þeir aldrei verið fleiri. „Vinnuskólinn er meira í hverf- unum, í beðahreinsun og slætti. Svo ætlum við að fara meira í al- menna hreinsun og umhverfis- verkefni.“ - mmf Guðrún Þorsteinsdóttir segir að ákveðið hafi verið að ráðast í átaksverkefnið vegna mikils atvinnuleysis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjölda ungmenna veitt störf Ráðist var í framkvæmdir í fyrra og síðan þá hefur fótboltavöllurinn tekið stakka- skiptum. Gerbylting á allri aðstöðu Þorsteinn segist vera hæstánægður með þær endurbætur sem hafa verið gerðar á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● HEIMILI JÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR OG HELGA ÁS- BJÖRNSSONAR Í INNRI NJARÐVÍK Enn má finna leifar hins horfna tíma á heimili Jórunnar og Helga í Njarðvík þegar kirkjugest- ir komu við í kaffi hjá Jórunni og hundurinn Plútus vappaði um á hlaðinu. Í þessu gamla timburhúsi, sem reist var 1906 og þótti með betri húsum, má finna húsbúnað og myndir af fjölskyldunni og ást- vinum sem gaman er að skoða. Húsið er opið í sumar frá miðviku- degi til sunnudags frá kl. 13 til 17. Ókeypis aðgangur. Náttúruvika verður haldin á Reykjanesi dagana 25. júlí til 2. ágúst þar sem sveitarfélögin á Reykjanesskaga kynna fjölbreytta nátttúru skagans með því að bjóða upp á gönguferðir, fjöruferðir, fræðslu, sýningar og fleira. Í Reykjanesbæ verður gengið um Rósaselsvötn með Konráð Lúð- víkssyni, fyrrum formanni Skóg- ræktarfélags Suðurnesja. Hann mun segja frá skipulagi skóg- ræktar á svæðinu og hugmynd- um um verndun Rósaselsvatna. Ketill G. Jósefsson leiðsögumaður gengur um Hafnir og lýsir liðinni tíð, meðal annars fléttar hann inn frásögnum úr æsku sinni. Hjólað verður í gegnum Reykjanesbæ með Helgu Ingimundardóttur leiðsögu- manni og nokkur listagallerí heim- sótt, með viðkomu í skógarrjóðri þar sem fuglalíf verður skoðað og farið verður í grasaferð með Ás- dísi Rögnu grasalækni þar sem hún mun fræða fólk um íslenskar lækningajurtir og áhrif þeirra til lækninga og heilsubótar. Náttúruvikan er samstarfsverk- efni menningarfulltrúa Grinda- víkur, Garðs, Sandgerðis, Voga, Reykjanesbæjar og sjf menning- armiðlunar. Allar nánari upplýsingar um dagskrárviðburði má finna á slóð- inni natturuvika.is. Náttúruvika á næstunni Reykjanesviti er ein af táknmyndum Reykjanessins og góðir gönguslóðar liggja að honum. NORDICPHOTOS/GETTY ● STEKKJARKOT Á NJARÐVÍKURFITJUM Stekkjarkot er gott dæmi um kotbýli sem sjómenn og fjölskyldur þeirra bjuggu í allt fram á 20. öld. Kotið var endurreist árið 1993, eldri hluti þess er frá miðri 19. öld og sá yngri frá síðustu dögum kotsins. Síðustu ábúendurnir, þau Björg Einarsdóttir og Bjarni Sveinsson, fluttu út árið 1924. Við kotið er endurgert fjós, og brunn- ur sem fylgdi kotinu er vel sýni- legur í nágrenninu. Kotið er opið í sumar frá miðvikudegi til sunnu- dags frá kl. 13 til 17. Ókeypis að- gangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.