Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 10
10 9. júlí 2010 FÖSTUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 5 07 28 0 6/ 10 FRÉTTASKÝRING: Málarekstur vegna stefnu slitastjórnar Glitnis hafinn í New York Í eiðsvarinni yfirlýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar nafngreinir hann ellefu manns, alla búsetta á Íslandi, sem hann telur að þyrftu nauðsynlega að bera vitni í málinu fyrir dómi, verði því ekki vísað frá. Fyrsta nefnir hann sjö fyrrverandi stjórnendur FL Group og fulltrúa félagsins í stjórn Glitnis, sem ekki eru nefndir í stefnunni. Þeir eru: ■ Eiríkur Jóhannsson ■ Viðar Þorkelsson ■ Bernharð Nils Bogason ■ Árni Hauksson ■ Katrín Pétursdóttir ■ Jón Björnsson ■ Smári S. Sigurðsson Þá er nefndur: ■ Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem á þeim tíma sem meint brot voru framin var ýmist stjórnarmaður í Glitni, stjórnarformaður FL Group eða framkvæmdastjóri hjá Baugi. Að síðustu nefnir Jón Ásgeir þrjá menn sem fullyrt er í stefnunni að hafi verið bolað út úr stjórn Glitnis til að svikafléttan sem þar er lýst mætti ná fram að ganga. Þeir eru: ■ Einar Sveinsson ■ Karl Wernersson ■ Guðmundur Ólason „Ég hef enga ástæðu til að ætla að ofantaldir einstaklingar myndu fást til að mæta sjálfviljugir í skýrslugjöf eða til að bera vitni í New York,“ segir í yfirlýsingu Jóns Ásgeirs, sem telur það upp meðal raka fyrir því að ekki eigi að reka málið þar ytra. Ellefu nauðsynleg en óviljug vitni? KATRÍN PÉTURSDÓTTIR SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON KARL WERNERSSON EINAR SVEINSSON ÁRNI HAUKSSON Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa fyrir dómi í New York mót- mælt því harðlega að slita- stjórn Glitnis fái í hendur viðkvæmar fjárhags- og persónuupplýsingar, sem hjónin þurftu að láta hús- stjórn í té þegar þau keyptu lúxusíbúðir á Manhattan. Slitastjórnin segir gögnin bráðnauðsynleg. Málarekstur vegna stefnu slita- stjórnar Glitnis á hendur sjö fyrr- verandi eigendum og stjórnendum bankans er kominn á fullan skrið. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingi- björgu Pálmadóttur, Pálma Har- aldssyni, Lárusi Welding, Hann- esi Smárasyni, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni er stefnt í málinu til greiðslu 260 milljarða króna fyrir að hafa gert samsæri um að ná völdum í bankanum og tæma hann innan frá í þágu eigin fyrirtækja. Samkvæmt málsskjölum er nú einkum tekist á um tvennt: Frá- vísunarkröfu Jóns Ásgeirs og Ingi- bjargar, sem byggir á þeirri rök- semd að höfða beri málið á Íslandi en ekki í New York, og þá kröfu slitastjórnarinnar að fá afhent gögn vegna kaupa hjónanna á tveimur lúxusíbúðum við Gram- ercy Park North á Manhattan. Segja málið ótengt New York Hjónin fara sem áður segir fram á það að málinu verði vísað frá þar sem ekki séu forsendur fyrir því að það sé höfðað í New York. Benda þau meðal annars á að öll meint brot þeirra hafi verið fram- in í rekstri íslenskra félaga og allir þátttakendurnir séu íslenskir rík- isborgarar. Eina tengingin við Bandaríkin sé skuldabréfaútboð þar í lok árs 2007, en slitastjórn- in fullyrðir að það hafi haft þann eina tilgang að afla bankanum fjár sem sjömenningarnir gætu síðan sogið út úr honum. Þessu hafna Jón Ásgeir og Ingibjörg og segjast ekkert hafa komið nálægt ákvörð- unum um skuldabréfaútboðið. Þau tína ýmislegt fleira til sem ástæðu fyrir því að ekki sé eðli- legt að höfða málið í New York. Málarekstur þar sé miklum mun dýrari en á Íslandi, auk þess sem hann verði óhjákvæmilega tor- skildari þeim en ella, enda enska ekki móðurmál þeirra. Bæði segj- ast þau nægilega góð í ensku til að skilja eigin eiðsvarnar yfirlýsing- ar, en verði málið rekið á ensku þurfi þau að hafa túlk sér til halds og trausts. Slitastjórnin bendir á móti á að tengsl þeirra við Bandaríkin séu mikil. Þau eigi þar íbúðir, hafi dvalið þar langdvölum, og hafi meðal annars verið birt öll máls- skjöl í lúxusíbúð sinni. Stefndu hafi „sótt á fremsta fjármálamarkað veraldar af ásettu ráði til að full- nægja eigin ágirnd“ og því hljóti að vera rétt að höfða málið þar. Þversögn sem stenst ekki skoðun Í eiðsvörnum yfirlýsingum hjónanna svara þau að einhverju leyti þeim ásökunum sem bornar eru á þau í stefnunni. Jón Ásgeir tekur reynd- ar fram að frávísunarkrafa sé ekki rétti staðurinn fyrir slík svör, en hann vilji benda á nokkur atriði til marks um fáránleika stefnunnar. „Í stefnunni er þeirri þversögn haldið fram að ég hafi reynt að grafa undan banka sem „fyrir- tækjavefur“ minn átti 39 prósenta hlut í. Það stenst ekki rökhugsun að ég myndi reyna að spilla meint- um stórkostlegum fjárhagslegum hagsmunum mínum í Glitni með því að valda falli hans,“ útskýrir Jón Ásgeir. Ingibjörg segist aldrei hafa verið stjórnandi eða yfirmaður í Glitni, né hafi hún nokkurn tíma stýrt aðgerðum hans, persónulega eða óbeint. Samband hennar við bankann hafi einungis verið sem óbeinn fjárfestir og sem viðskipta- vinur. Stefnan á hendur henni eigi því engan rétt á sér. Jón Ásgeir og Ingibjörg eru í yfirlýsingum sínum bæði mjög harðorð í garð slitastjórnarinn- ar og þeirrar skoðunar sem birt- ist í stefnunni að Ingibjörg sé lítið annað en hliðarsjálf Jóns Ásgeirs. Ingibjörg segir fáránlegt og móðg- andi af Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnarinnar, að ýja að – og ætlast til þess að rétturinn trúi – því að eiginkonum sé stjórn- að af eiginmönnum sínum. 2.5 milljarða lúxusíbúðir Deilan um íbúðirnar tvær við Gramercy Park North 50 er lykilat- riði í málinu að mati slitastjórnar. Upphaflega var um að ræða íbúð númer 16A í húsinu, sem keypt var í desember 2005, og tvær risíbúðir, 17A og 18A, keyptar í apríl og maí 2007. Risíbúðirnar hafa nú verið sameinaðar. Í öllum málsgögnum er fjallað um Jón Ásgeir og Ingibjörgu sem um einn og sama aðilann væri að ræða og íbúðirnar sagðar í eigu þeirra beggja. Hjónin fullyrða hins vegar að Ingibjörg hafi keypt íbúðirnar ein á sínum tíma, fyrir ættarauð sinn, eins og Jón Ásgeir kemst að orði í yfirlýsingu sinni. Jón Ásgeir sé hins vegar skráður fyrir einu prósenti, eins og tíðkast um hjón þar ytra þegar annað hjón- anna kaupir húsnæði eitt, til þess að hann gæti búið þar áfram ef hún félli frá. Virði íbúðanna, varlega áætlað, er ríflega 20 milljónir dollara (yfir 2,5 milljarðar króna) og þar að auki hafa hjónin 300.000 dollara leigu- tekjur (um 37,5 milljónir króna) af annarri íbúðinni á ári hverju, að því er segir í málsskjölum. Ýtarlegar persónuupplýsingar Þegar íbúðirnar voru keyptar gerði stjórn félagsins sem rekur húsið kröfu um að fá í hendur mjög ýtarlegar fjárhags- og persónu- upplýsingar kaupandans, skatt- framtöl og reikningsyfirlit úr bönk- um. Slitastjórnin hefur nú stefnt framkvæmdastjóra félagsins til að afhenda öll þau gögn. Því mót- mæla Jón Ásgeir og Ingibjörg harð- lega og hafa farið fram að dóm- ari hafni því að gögnin skuli afhent. Upplýsingarnar sem gögnin hafa að geyma séu mjög viðkvæmar og per- sónulegar og komi mála- rekstrinum ekki við. Fram hefur komið að tíu milljóna doll- ara lán fyrir ann- arri íbúðinni (jafn- virði 1,25 milljarða) var greitt niður um miðjan maí síðastlið- inn. Féð kom af reikn- ingi hjá Royal Bank of Canada, sem í stefnu er eignað- ur hjónunum saman, en Ingibjörg segist ein skráð fyrir. Slitastjórn- in hefur jafnframt stefnt bankan- um til afhendingar allra gagna sem varða þessa niðurgreiðslu og hjónin hafa tekið til varna af sömu ástæð- um og fyrr voru nefndar. Nauðsynlegt til að finna peningana Slitastjórnin telur hins vegar ákaf- lega mikilvægt að fá þessi gögn í hendur. „Slitastjórninni er nú heimilt að fylgja hinni margum- ræddu peningaslóð hvert sem hún kann að leiða. Sem dæmi, þá gætu gögnin sem stefnendur hafa óskað eftir varpað ljósi á það hvað varð um fjármunina sem stefndu öfluðu sér, umfang og uppruna persónu- legs hagnaðar stefndu á kostnað Glitnis og hvort eignir voru færðar í eða úr höndum stefndu með svik- samlegum hætti,“ segir í greinar- gerð slitastjórnarinnar. Þá segir enn fremur að gögnin geti sýnt fram á að íbúðirnar hafi verið keyptar, þeim viðhaldið og 10 milljóna dollara lánið greitt niður með illa fengnu fé sem á uppruna sinn í sjóðum Glitnis. Þau geti jafn- framt sýnt fram á frekari tengsl stefndu við New York – sem myndi gagnast til að andmæla frávísunar- kröfunni. Afar brýnt sé því aðgang- urinn sé veittur. Á móti því að gögn hússtjórnar verði afhent Stígur Helgason stigur@frettabladid.is 50 GRAMECY PARK NORTH Húsið á Manhattan er eitt það dýrasta og fínasta í allri New York-borg. Svo fínt er það að rekstraraðili hússins höfðaði á sínum tíma mál á hendur Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu, af því að þau settu eldhúsvask frá IKEA í eina íbúðina. Það þótti ekki samræmast lúxusnum sem krafist er í húsinu. Íbúðirnar tvær, sem upphaflega voru þrjár, eru metnar á tvo og hálfan miljarð. Jón Ásgeir þvertekur fyrir það í yfirlýsingu sinni að hafa stjórnað öðrum aðilum málsins, eins og fullyrt er í stefnunni. ■ Um Lárus Welding segir hann: „Þótt ég hafi þekkt forstjóra Glitnis, Lárus Welding, frekar vel, og hafi getað sent honum beinan tölvupóst um tiltekin viðskiptatækifæri fyrir bankann, stjórnaði ég aldrei eða reyndi að stjórna viðskiptum hans. Tölvubréfin sendi ég til herra Weldings sem stór fjárfestir og viðskiptavinur.“ Og: „Þrátt fyrir að ég hafi átt samskipti við herra Welding um persónuleg bankaviðskipti mín og eiginkonu minnar (og hafi stöku sinnum látið óánægju mína í ljós), og hafi auk þess stundum deilt með honum skoðunum mínum á tilteknum við- skiptum Glitnis [viðskiptum við fyrirtæki sem ég tengdist], þá jafngildir það ekki því að ég hafi „stjórnað“ herra Welding, sem hikaði ekki við að tjá sína skoðun eða mótmæla mínum.“ ■ Um Þorstein M. Jónsson segir hann: „Það er ekki rétt að gefa í skyn að svo farsæll og sjálfstætt þenkjandi kaupsýslu- maður myndi taka við skipunum frá mér.“ ■ Um Jón Sigurðsson segir hann: „Tengsl okkar [hans og Jóns] við FL Group gera herra Sigurðsson ekki að peði mínu.“ Jón Ásgeir segist engum hafa stjórnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.