Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 20
EISTNAFLUG rokkhátíðin fer fram í Neskaupstað um helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hún er haldin en fyrsta hátíðin fór fram 2005. Meðal flytjenda á hátíð- inni eru Kolrassa krókríðandi, Reykjavík! og Innvortis. „Það sem við erum að bjóða upp á er námskeið í hugleiðslu sem heit- ir á ensku Modern Day Meditation og lausleg þýðing á því myndi vera hugleiðsla fyrir okkar tíma,“ segir Stefán Árni Þorgeirsson leikstjóri. Boðið verður upp á hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum um helgina. „Um helgina getur fólk feng- ið ansi góða mynd af því hvað er hægt að fá út úr hugleiðslu,“ segir Stefán Árni og heldur áfram: „Þetta er hugleiðsla sem er mjög persónubundin og snýst um það að fara inn á við. Fólk finnur og áttar sig betur á því hvað er í gangi djúpt innra með því og tengir við hjarta sitt. Fólk nær að róa sig niður og hugsa dýpra.“ Franski hugleiðslukennarinn Antony leiðir hugleiðsluna. „Hann hefur á mjög ósérhlífinn hátt stundað mikla hugleiðslu og and- lega vinnu. Fólk laðast að því,“ segir Stefán Árni. Antony hefur komið hingað til lands áður og leitt litla hópa í hugleiðslu. Einn- ig hefur hann haldið námskeið í Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Bandaríkjunum. „Hugleiðslan verður meira og minna inni í sal uppi í Bláfjöllum en ég geri ráð fyrir því að fólk fari í einhverja göngutúra,“ segir Stef- án Árni og bætir við að gist verði í Bláfjöllum. „Fólk kemur upp eftir í kvöld og það er boðið upp á svefn- pokapláss þar. Fyrir þá sem ekki geta gist er hægt að koma og vera morgundaginn og fara svo aftur heim um kvöldið.“ Af hverju ætti fólk að fara á hugleiðsluhelgina? „Við erum að bjóða upp á tækifæri fyrir fólk til að koma og prófa hugleiðslu og sjá hvort þetta er eitthvað fyrir það. Síðan getur fólk haldið áfram því við bjóðum upp á hugleiðslu á hverju fimmtudagskvöldi og nýjar kynningar á miðvikudagskvöldum í Lótus jógasetri í sumar.“ Hugleiðsluhelgin hefst í kvöld klukkan sjö og stendur fram til þrjú á sunnudag. Hægt er að skrá sig með því að senda e-mail á birna.bjorgvins@gmail.com. martaf@frettabladid.is Hugleitt í Bláfjöllunum Hugleiðsluhelgi verður haldin í Bláfjöllum um helgina. Franskur hugleiðslukennari kemur til landsins og kynnir nútímahugleiðslu sem er persónubundin og snýst um að fara inn á við og hugsa dýpra. Stefán Árni og Antony verða í Bláfjöllum um helgina við hugleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar og er nefndur eftir sól- inni, sem einnig heitir sunna. Allir mánuðir sem hefjast á sunnu- degi innihalda föstu- daginn þrettánda. is.wikipedia.org Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no5 st. 40-48 verð kr. 7495.- no11 st. 41-47 verð kr. 7995.- no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.