Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 20

Fréttablaðið - 09.07.2010, Side 20
EISTNAFLUG rokkhátíðin fer fram í Neskaupstað um helgina. Þetta er í sjötta sinn sem hún er haldin en fyrsta hátíðin fór fram 2005. Meðal flytjenda á hátíð- inni eru Kolrassa krókríðandi, Reykjavík! og Innvortis. „Það sem við erum að bjóða upp á er námskeið í hugleiðslu sem heit- ir á ensku Modern Day Meditation og lausleg þýðing á því myndi vera hugleiðsla fyrir okkar tíma,“ segir Stefán Árni Þorgeirsson leikstjóri. Boðið verður upp á hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum um helgina. „Um helgina getur fólk feng- ið ansi góða mynd af því hvað er hægt að fá út úr hugleiðslu,“ segir Stefán Árni og heldur áfram: „Þetta er hugleiðsla sem er mjög persónubundin og snýst um það að fara inn á við. Fólk finnur og áttar sig betur á því hvað er í gangi djúpt innra með því og tengir við hjarta sitt. Fólk nær að róa sig niður og hugsa dýpra.“ Franski hugleiðslukennarinn Antony leiðir hugleiðsluna. „Hann hefur á mjög ósérhlífinn hátt stundað mikla hugleiðslu og and- lega vinnu. Fólk laðast að því,“ segir Stefán Árni. Antony hefur komið hingað til lands áður og leitt litla hópa í hugleiðslu. Einn- ig hefur hann haldið námskeið í Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Bandaríkjunum. „Hugleiðslan verður meira og minna inni í sal uppi í Bláfjöllum en ég geri ráð fyrir því að fólk fari í einhverja göngutúra,“ segir Stef- án Árni og bætir við að gist verði í Bláfjöllum. „Fólk kemur upp eftir í kvöld og það er boðið upp á svefn- pokapláss þar. Fyrir þá sem ekki geta gist er hægt að koma og vera morgundaginn og fara svo aftur heim um kvöldið.“ Af hverju ætti fólk að fara á hugleiðsluhelgina? „Við erum að bjóða upp á tækifæri fyrir fólk til að koma og prófa hugleiðslu og sjá hvort þetta er eitthvað fyrir það. Síðan getur fólk haldið áfram því við bjóðum upp á hugleiðslu á hverju fimmtudagskvöldi og nýjar kynningar á miðvikudagskvöldum í Lótus jógasetri í sumar.“ Hugleiðsluhelgin hefst í kvöld klukkan sjö og stendur fram til þrjú á sunnudag. Hægt er að skrá sig með því að senda e-mail á birna.bjorgvins@gmail.com. martaf@frettabladid.is Hugleitt í Bláfjöllunum Hugleiðsluhelgi verður haldin í Bláfjöllum um helgina. Franskur hugleiðslukennari kemur til landsins og kynnir nútímahugleiðslu sem er persónubundin og snýst um að fara inn á við og hugsa dýpra. Stefán Árni og Antony verða í Bláfjöllum um helgina við hugleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar og er nefndur eftir sól- inni, sem einnig heitir sunna. Allir mánuðir sem hefjast á sunnu- degi innihalda föstu- daginn þrettánda. is.wikipedia.org Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með hátalara til allra átta. Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu. SURROUND KRINGÓMA LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no5 st. 40-48 verð kr. 7495.- no11 st. 41-47 verð kr. 7995.- no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.