Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚLFALDI úr mýflugu er tónlistarhátíð sem haldin verður í Mývatnssveit þriðja árið í röð nú um helg- ina. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru Bróðir Svartúlfs og Agent Fresco. Frítt er á tónleik- ana og ekkert aldurstakmark. „Þetta er bara tínt úti í haga,“ segir Elín Stephensen kennari um haga- salat sem hún gefur lesendum upp- skrift að. „Ég hef verið að prófa mig áfram og smakka til það sem mér finnst best saman. Það eru jú afskaplega fáar íslenskar tegund- ir sem eru eitraðar. Þannig að það er bara spurning um að labba út í móa með skál og safna.“ Elín byrjaði að gera hagasalat- ið fyrir um fimm árum. En hvern- ig datt henni þetta í hug? „Ég er sveitastelpa í eðli mínu og hef allt- af haft óskaplega gaman af blóm- um og jurtum,“ segir Elín, sem er kennari í Reykjavík á veturna en dvelur norður í Svarfaðardal á sumrin. „Ég er alin upp við það að afi, amma og allir í kringum mig hérna í sveitinni voru alltaf að benda mér á blómin.“ Elín segist hafa byrjað smátt. „Það er svolítill ævintýraþráður í mér og ég hef gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði á hundasúrum saman við venjulegt salat. Ég hafði verið að tína mér blóðberg í te og svo tók ég þetta skrefinu lengra einn daginn,“ upp- lýsir Elín og tekur fram að mikil- vægt sé að blöðin séu ný og fersk. Salatið hefur að sögn Elínar slegið í gegn á meðal gesta hennar. „Fólk verður mjög hissa og sumir eru svolítið feimnir við að prófa. Ég er reyndar með nokkrar venju- legar salatplöntur í garðinum líka til að eiga ef einhver þorir ekki.“ martaf@frettabladid.is Nýtir villta náttúruna Elín Stephensen fer út í móa til að tína plöntur og blóm í hagasalt sem hefur slegið í gegn meðal gesta hennar. Hún prófar og smakkar mismunandi plöntur saman og gefur lesendum uppskrift að hagasalati. Elín Stephensen hefur leyft nemendum sínum að smakka hagasalatið og segir þá kunna vel að meta það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 10 frekar lítil njólablöð 15 stór túnsúrublöð 10 stór blöð af maríustakk og hnefafylli af blómum 10 stk. klóelfting 1 hnefi blóðberg, blöð og blóm 1 hnefi smári, blöð og blóm 1 hnefi túnfíflablóm, bikarblöðin skorin frá ef vill Mikilvægt er að tína aðeins nýju blöðin og blómin af hverri jurt, til dæmis á klóelftingin helst að vera þétt en ekki búin að breiða úr sér. Elín setur sjaldan nokkuð út á salatið en ber fram með því ólífuolíu og balsamikedik. Hagasalat Elínar fyrir fjóra Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.