Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI9. júlí 2010 — 159. tölublað — 10. árgangur
FÖSTUDAGUR
skoðun 16
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Reykjanesbær
Föstudagur
veðrið í dag
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
ÚLFALDI úr mýflugu er tónlistarhátíð sem haldin verður í Mývatnssveit þriðja árið í röð nú um helg-ina. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru Bróðir Svartúlfs og Agent Fresco. Frítt er á tónleik-ana og ekkert aldurstakmark.
„Þetta er bara tínt úti í haga,“ segir
Elín Stephensen kennari um haga-salat sem hún gefur lesendum upp-skrift að. „Ég hef verið að prófa
mig áfram og smakka til það sem mér finnst best saman. Það eru jú afskaplega fáar íslenskar tegund-ir sem eru eitraðar. Þannig að það er bara spurning um að labba út í móa með skál og safna.“Elín byrjaði að gera hagasalat-ið fyrir um fimm árum. En hvern-ig datt henni þetta í hug? „Ég er sveitastelpa í eðli mínu og hef allt-af haft óskaplega gaman af blóm-um og jurtum,“ segir Elín semer kennari í R
Nýtir villta náttúrunaElín Stephensen fer út í móa til að tína plöntur og blóm í hagasalt sem hefur slegið í gegn meðal gesta
hennar. Hún prófar og smakkar mismunandi plöntur saman og gefur lesendum uppskrift að hagasalati.
Elín Stephensen hefur leyft nemendum sínum að smakka hagasalatið og segir þá kunna vel að meta það.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
10 frekar lítil njólablöð15 stór túnsúrublöð10 stór blöð af maríustakk og hnefafylli af blómum10 stk. klóelfting1 hnefi blóðberg, blöð og blóm1 hnefi smári, blöð og blóm1 hnefi túnfíflablóm, bikarblöðin skorin frá ef vill
Mikilvægt er að tína aðeins nýjblöði
Hagasalat Elínarfyrir fjóra
V i
4ra rétta
Góð tækifærisgjöf!
Kryddlegin bleikjameð rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósuHumarsúparjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum
Fiskur dagsinsþað ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
*** eða / Or ***
Lambatvennameð steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa
Kókoshnetu Tapiocameð steiktu mangói og lychee sorbet
Verð aðeins 7.290 kr.
tilboðsseðill
reykjanesbærFÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 9. júlí 2010
Þjóðlegt safn
Tilgátuhúsið að
Eiríksstöðum í Dölum var
vígt fyrir tíu árum.
tímamót 18
Gefðu boltann!
1.500 króna sending til þurfandi í Afríku
Um helgina verðum
við í Smáralind og
fyrir framan stærstu
verslunarkjarna borgarinnar soleyogfelagar.is
Bæklingur frá Kjötkompaníi
fylgir með Fréttablaðinu í dag
Þúsundir
daglega
OPIÐ 11 - 19
ALLA DAGA VIKUNNAR
ÉG ER OG BRAGÐGÓÐ
JÓGÚRT SEM KEMUR Á ÓVART
Kauptu mig!
Úr rokki í leiklist
Einn besti trommari
landsins, Bjössi í Mínus, fer
í leiklistarnám í haust.
fólk 34
ORKUMÁL Notkun varmadæla á
stöðum þar sem ekki er nægur
jarðhiti til beinnar húshitunar
gæti sparað tugi megavatta á
ári, segir Þorsteinn I. Sigfússon,
prófessor við Háskóla Íslands
og forstjóri Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands, í grein í
Fréttablaðinu í dag.
Þorsteinn segir í greininni
ekkert að vanbúnaði að byrja
að setja upp varmadælur á tólf
stöðum á landinu. Það myndi
skapa atvinnu í hátæknigrein-
um auk þess að spara rafmagn
og draga úr mengun.
„Varmadælubyltingin gæti
orðið að stærðargráðu sem
jafna mætti við nýja virkjun,“
skrifar hann. „Ef enn lengra
yrði gengið mætti koma til móts
við mikla mengun samfara
varaaflstöðvum í kötlum sem
brenna olíu.“
- bs / sjá síðu 17
Þorsteinn I. Sigfússon:
Orkubylting í
varmadælum
BJART SYÐRA Í dag verða víðast
norðan 3-8 m/s. Skýjað með köflum
og minnkandi úrkoma norðan til
en bjartviðri syðra. Hiti 10-18 stig,
hlýjast S-lands.
VEÐUR 4
10
14
14
13
10
Á ÚTKIKKI Á ARNARHÓL Þessi stóri, svarti hundur horfði á stjórnarráðshúsið í gær líkt og
þaðan væri stórra tíðinda að vænta á meðan aðrir slökuðu á og nutu veðurblíðunnar sem lék við borgarbúa.
LÖGGÆSLA Þrír menn voru handteknir af
norsku öryggislögreglunni í gær grunaðir
um skipulagningu hryðjuverka. Mennirn-
ir, sem eru frá Írak, Úsbekistan og Kína,
eru taldir tengjast Al Kaída hryðjuverka-
samtökunum og að hafa ætlað að framleiða
sprengiefni.
Magnus Ranstorp, sænskur sérfræðing-
ur í hryðjuverkastarfsemi, segir við Frétta-
blaðið að ekki komi á óvart að hryðjuverka-
mennirnir hafi valið Noreg. Hann segir
líklegt að hryðjuverkamenn líti í auknum
mæli til landa þar sem þeir telja minna eft-
irlit með mögulegri hryðjuverkastarfsemi.
Í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri
glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum
frá því í mars kemur fram að hættustig á
Íslandi hafi talist sambærilegt við það sem
er á öðrum Norðurlöndum og að nauðsyn-
legt sé að yfirvöld haldi vöku sinni. Enn-
fremur er þar bent á að íslenska lögreglan
býr ekki yfir forvirkum rannsóknarheim-
ildum og má því ekki safna upplýsingum
um einstaklinga eða lögaðila liggi ekki
fyrir rökstuddur grunur um tiltekið afbrot.
Þess vegna eru möguleikar lögreglunnar á
Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk
ekki taldir þeir sömu og á hinum Norður-
löndunum.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra,
segir að verið sé að skoða hvort veita eigi
lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir.
„Við ætlum að skoða þetta og láta réttar-
farssérfræðinga vinna tillögur að því
hvernig slíkar heimildir myndu líta út og
undir hvaða eftirliti þær væru, því það er
alveg klárt að ef lögreglan fær slíkar heim-
ildir þarf að vera skýr rammi um það hve-
nær má nota þær og hvers konar eftirlit er
með notkun þeirra,“ sagði Ragna.
Ragna telur atburðina í Noregi áhyggju-
efni en segir að miðað við þau gögn sem
liggi fyrir á Íslandi stafi meiri hætta af
skipulagðri glæpastarfsemi. Spurð hvort
endurmeta eigi hættuna á hryðjuverkastarf-
semi á Íslandi í kjölfar atburðanna sagði
Ragna of snemmt að segja nokkuð til um
það.
- mþl, þeb / sjá síðu 6
Hryðjuverk til Norðurlanda
Þrír handteknir í Noregi grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Hryðjuverkamenn líta í auknum mæli
til landa þar sem slík starfsemi þekkist ekki. Forvirkar rannsóknarheimildir til skoðunar, segir ráðherra.
Ég held að Íslendingum stafi
meiri hætta af skipulagðri
glæpastarfsemi.
MAGNUS RANSTORP
SÉRFRÆÐINGUR VIÐ FORSVARSHÖGSKOLAN
Í STOKKHÓLMI
Blikar í banastuði
Alfreð Finnbogason skoraði
þrennu fyrir topplið Blika
í gær.
sport 28, 30 & 31
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis rær nú
að því öllum árum að fá aðgang að
gögnum í vörslu hússtjórnar glæsi-
hýsis á Manhattan-eyju þar sem
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingi-
björg Pálmadóttir eiga tvær lúxus-
íbúðir. Telur slitastjórnin að gögn-
in, auk gagna úr Royal Bank of
Canada, séu nauðsynleg til að rekja
slóð þess fjár sem hjónin eru sökuð
um að hafa svikið út úr Glitni.
Þegar íbúðirnar voru keyptar
gerði hússtjórnin kröfu um að lagð-
ar yrðu fram ýmsar viðkvæmar
upplýsingar um persónulega hagi
og fjármál Jóns Ásgeirs og Ingi-
bjargar. Mjög er nú bitist um þau
gögn fyrir rétti í New York, líkt og
upplýsingar um nýlega tíu milljóna
dollara uppgreiðslu Ingibjargar á
láni af reikningi hjá Royal Bank of
Canada.
Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa
krafist þess að dómari hafni
aðgangi að gögnunum. Þau séu
persónuleg og varði ekki málið á
hendur þeim. - sh / sjá síðu 10
Slitastjórn reynir að komast yfir persónuleg gögn um Jón Ásgeir og Ingibjörgu:
Óttast opinberun hússtjórnargagna