Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 32
 9. JÚLÍ 2010 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● reykjanesbær Í Innileikjagarðinum á Ásbrú leynist ævintýraheimur barna. „Það þótti mörgum hermannin- um kalt að leika úti með börn sín á íslenskum vetrum og því reistu kanarnir þennan flotta innileikja- garð sem hefur heldur betur sleg- ið í gegn hjá Íslendingum eftir að við opnuðum hann almenningi árið 2008,“ segir Hafþór B. Birg- isson, tómstundafulltrúi félags- miðstöðvarinnar Fjörheima, sem rekur Innileikjagarðinn fyrir 8 ára og yngri, og félagsmiðstöð fyrir unglinga Reykjanesbæjar í annarri fyrrum aðstöðu Banda- ríkjahers á Miðnesheiði, þar sem bíósal má meðal annars finna í flottum húsakynnum. „Fjörheimar voru áður í Stap- anum en þurftu að finna sér ný heimkynni eftir að Hljómahöllin fékk þar inni. Þá stóð til að félags- miðstöðin færi í skólana en ungl- ingar þvertóku fyrir þann ráða- hag. Það var svo Árni Sigfússon bæjarstjóri sem sá tilbúna félags- miðstöð herstöðvarmanna þegar hann fór hingað í skoðunarferð og lét okkur vita af þessari frábæru aðstöðu,“ segir Hafþór og stað- festir að staðarvalið hafi vald- ið unglingum bæjarins ómældri gleði. „Á meðan herinn hafði hér að- stöðu var svæðið lokað óviðkom- andi umferð svo það er óneitan- lega framandi fyrir íslensk ung- menni að koma í þennan heim. Því hefur aðsókn í Innileikjagarðinn og Fjörheima verið framar björt- ustu vonum og allir mjög ánægð- ir,“ segir Hafþór. Innileikjagarðurinn er fullbú- inn fjölbreyttum leiktækjum með gúmmíundirlagi og góðri aðstöðu fyrir foreldra sem fylgja börnum sínum í leik, og alltaf heitt á könn- unni. „Hér var allt tilbúið og ekki annað að gera en að kveikja ljós- in og opna. Kaninn var ekkert að spara neitt og allt hjá þeim í toppstandi. Innileikjagarðurinn naut því strax mikilla vinsælda og margir sem halda hér afmæl- isveislur fyrir börn sín. Hann er því hreinasta viðbót við fjölbreytta barna- og fjöl- skylduafþreyingu sem fyrir var í Reykjanesbæ,“ segir Hafþór. Innileikjagarðurinn á Ásbrú er opinn þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 15 til 18, en frá 12 til 15 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Ævintýri í gamalli herstöð Ó, það er svo gaman að renna sér í gegnum rör eftir tilheyrandi príl upp á toppinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Unga Ísland lífsglatt og kátt. Krakkar af leikskólanum Velli í Innileikjagarðinum á Ásbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Hugmyndin er sú að veita innsýn í heim goðanna, að menn öðlist ör- litla hugmynd um út á hvað átrún- aðurinn gekk,“ segir Guðbrandur Gíslason einn skipuleggjenda Urð- arbrunns, nýrrar sýningar sem verður opnuð í Ramma í Reykja- nesbæ helgina 16. til 18. júlí. „Þór, Óðinn, Loki og Freyja eru meðal goða sem eru gerð skil á sýningunni. Er hún sett upp í sex sýningarsölum eða húsum sem eru tengd saman og hönnuð á nútíma- legan máta. Þannig fá gestir af- hentan mpg3-spilara og heyrnar- tól við innganginn sem þeir smella á sig og fara þannig í gegnum sýn- inguna á um korteri,“ útskýrir Guðbrandur og getur þess að lest- urinn sé á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og dönsku. „Með sýningunni erum við auðvit- að ekki síður að höfða til Íslend- inga en útlendinga og þá ekki síst skólabarna sem við ætlum að bjóða í heimsókn í vetur, en þarna geta þau á skömmum tíma lært heilm- ikið sem gagnast þeim í námi.“- rve Skyggnst inn í veröld goðanna Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að gera sýninguna sem veglegasta. Auk Guð- brands: Kristín Ragna Gunnarsdóttir, kennari við LHÍ, sem hannaði verurnar, Hilmar Örn Hilmarsson, sem samdi tónlistina og Ingunn Ásdísardóttir þjóðháttafræðingur sem samdi textann og setti sýninguna upp. Þúsund fiskum hefur verið sleppt í Seltjörn á Reykjanesi í vor. Það eru þeir Pálmi Sturluson og Oliver Keller sem að því standa. Þeir hafa tekið rekstur tjarnarinnar að sér tímabundið. Seltjörn er í sigdæld sunnan í Kvíguvogastapa, rétt við afleggj- arann til Grindavíkur. Pálmi segir ekkert hafa verið annast um vatn- ið í nokkur ár en þeir félagar hafi viljað bæta úr því. „Við slepptum regnbogasilungi og laxi í vatnið og hann þrífst vel. Fyrsta slepping var 6. maí og við höfum ekki yfir- gefið svæðið eftir það. Fyrstu fisk- arnir voru frá 400 upp í 700 grömm en eftir það hefur enginn verið undir tveimur pundum. Þarna var líka sleppt urriða á sínum tíma og menn hafa þóst veiða þarna 17 til 20 punda fiska en ég hef ekki orðið var við slík flikki,“ lýsir hann. Veiðileyfi eru seld á staðnum, sem er opinn frá 10 til 21 virka daga en til miðnættis um helgar. Fimm fiska kvóti kostar 4.500 krónur, en ekki er nauðsynlegt að klára hann í einni ferð. Veiðistangir eru leigðar út bæði fyrir börn og fullorðna og þess má einnig geta að Sólbrekku- skógur er í grenndinni með grillað- stöðu og nýjum leiktækjum. Pálmi og Oliver voru atvinnu- lausir þegar hugmyndinni skaut upp um að koma auknu lífi í Sel- tjörnina og selja í hana veiðileyfi. Pálmi kveðst vita að það taki sinn tíma að byggja starfsemina upp en framtakið hafi fengið góðar undir- tektir. „Ef ég hefði fengið allt klapp- ið á bakið á sama tíma þá væri ég kominn á spítala!“ segir hann glað- lega. - gun Seltjörnin full af fiski Seltjörn er skammt frá vegamótum Keflavíkur- og Grindavíkurvega. MYND/OLIVER Kemur út laugardaginn 10. júlí Sérblaðið Ferðir Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Hjörtur Ingi • hjortur@365.is • sími 512 5429
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.