Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 33

Fréttablaðið - 09.07.2010, Page 33
reykjanesbær ● fréttablaðið ●FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 5 ● FUGLAHÚS VIÐ TJARNIRNAR Nemend- ur í leikskólunum Akri og Holti og Akurskóla vígðu ný fugla- hús við tjarnirnar í Innri Njarð- vík á barnahátíð í Reykjanesbæ síðastliðið vor en þeim hefur verið komið fyrir í hólmunum við tjarnirnar, fuglunum og jafn- framt börnum og fjölskyldum þeirra til ánægju og yndisauka. Fuglahúsin eru framhald af íbúafundum bæjarstjóra með börnum sem haldnir voru í öllum grunnskólum síðastliðið vor en þar var meðal annars óskað eftir hugmyndum um fuglahús. Smíði húsanna var í höndum Einstakra, félags tré- skurðarmanna í Reykjanesbæ. ● ÞRIÐJUDAGINN 22. JÚNÍ VORU 115 BÖRN BÚIN AÐ LESA 220 BÆKUR Grunnskólabörn fengu bókaskrá með einkunnablöðum sínum við skólaslit grunn- skólanna. Hana taka þau með sér á bókasafnið þegar þau vilja byrja í sumarlestrinum og skrá sig um leið til þátttöku. Bóka- skrá er einnig hægt að fá á safninu, ef einhverjir vilja byrja strax og einnig ef bókaskráin er orðin full og þátttakandi vill halda áfram. Þátttökuseðillinn gildir sem happdrættismiði á upp- skeruhátíð sumarlesturs í haust. Eftir hverja lesna bók vinnur þátttakandinn sér inn límmiða í bókaskrána og hlekk til að lengja bókaorminn, sem mun hlykkj- ast um safnið í sumar. Sumarlesturinn stendur frá 1. júní til 31. ágúst og er fyrir börn á grunnskólaaldri, 6–16 ára. ● BÓKAORMURINN LENGIST Bókaormur hefur hreiðrað um sig á bókasafninu og ætlar að hafa viðveru þar í allt sumar. Þetta er bóka- ormur sumarlestursins í ár og það er von starfsfólks að grunnskólabörn í Reykjanesbæ hjálpi honum að verða langur og litríkur. Grunnskólabörn í Reykjanesbæ eru aldeilis dugleg að lesa en þátttakendur í sumar- lestrinum eru orðnir fleiri en 100 og bókaormurinn lengist dag frá degi. Auk þess iðar safnið af lífi því sumar- lesturinn er starfræktur alla opnunar- daga safnsins. „Þetta hefur sko hitt alveg í mark hjá krökkunum, þau eru klárlega að fíla þetta,“ segir Rut Ingólfs- dóttir keramiker sem hefur ásamt leikkonunni Kristínu Carr umsjón með Listaskóla barna í Reykjanes- bæ, námskeiðum þar sem unnið er með listsköpun barna. Reykjanesbær hefur rekið Lista- skóla barna í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í samvinnu við Leik- félag Keflavíkur og Myndlistar- félag Reykjanesbæjar undanfarin sumur. Markmiðið er að skapa börn- um á aldrinum 7 til 13 ára í sveit- arfélaginu tækifæri til þátttöku í listrænu og skapandi starfi í ör- uggu umhverfi. „Þarna fá þau tæki- færi til að spreyta sig á bæði leik- list og myndlist, en útivist skipar að auki stóran sess á námskeiðunum,“ segir Rut og bætir við að jafnframt sé notuð aðstaða í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17. Að sögn Rutar hefur verið fullt á námskeiðin frá upphafi, en tvö eru í gangi á sumri hverju og var farið af stað með það seinna í vikunni. „Svo ljúkum við skólanum með listahátíð þar sem foreldrum og öðrum gest- um gefst kostur á að sjá afrakstur starfsins.“ Dansað, teiknað, leirað og límt Rut og Kristín hafa umsjón með starfi Listaskólans í Reykjanesbæ, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SUMARMÓTIN LÍFLEGIR OG SKEMMTILEGIR ÞÆTTIR UM ÖLL HELSTU SUMARMÓT YNGRI FLOKKA Í FÓTBOLTA VEIÐIPERLUR ÓMISSANDI ÞÁTTUR FYRIR ALLA VEIÐIMENN ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ SKEMMTA SÉR HEIMA FORMÚLA 1 SILVERSTONE, HOCKENHEIM OG BÚDAPEST PEPSI DEILDIN HÖRKULEIKIR Í BEINNI OG PEPSIMÖRKIN MEÐ MAGNÚSI GYLFA OG TÓMASI INGA GOLF EVRÓPUMÓTARÖÐIN PGA MÓTARÖÐIN HERMINATOR STÓRSTJÖRNURNAR MÆTA Á HERMINATOR GÓÐGERÐARMÓTIÐ Í GOLFI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.