Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 8
8 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
Slitastjórn Glitnis telur lík-
legt að Jón Ásgeir Jóhann-
esson hafi átt 38 milljarða
króna bankainnistæður í
óþekktum bönkum hálfum
mánuði fyrir bankahrun.
Dómari í Bretlandi hafn-
aði í gær kröfu Jóns Ásgeirs
um að kyrrsetningu á öllum
eigum hans, hvar í heimin-
um sem þær væri að finna,
yrði hnekkt.
Hinn 22. september 2008, viku
fyrir þjóðnýtingu Glitnis sendi Jón
Ásgeir Jóhannesson tölvupóst til
Lárusar Welding, forstjóra Glitn-
is, með afriti á Jón Sigurðsson,
forstjóra FL Group, með textan-
um „FOR YOUR EYES ONLY“, til
að árétta að upplýsingarnar væru
háleynilegar og viðkvæmar.
Tölvuskeytið bar titilinn „Sterl-
ing deposits“, sem þýðir innistæð-
ur í sterlingspundum, og með
honum fylgdi skjámynd af nokkr-
um bankareikningum sem sam-
kvæmt þeim upplýsingum höfðu að
geyma yfir 200 milljónir sterlings-
punda, jafnvirði um 38 milljarða
króna, í hreinum innistæðum.
Líklega innistæður Jóns Ásgeirs
Framangreindar upplýsingar koma
fram í eiðsvarinni yfirlýsingu sem
Steinunn Guðbjartsdóttir gaf fyrir
dómi í London í maí síðastliðnum,
til að rökstyðja beiðni slitastjórn-
arinnar um kyrrsetningu á öllum
eigum Jóns Ásgeirs, hvar sem þær
væri að finna í veröldinni. Vitnis-
burður Steinunnar hefur verið lagð-
ur fram sem sönnunargagn fyrir
dómstólnum í New York, þar sem
málið á hendur sjömenningunum í
„klíku Jóns Ásgeirs“ er rekið.
Í yfirlýsingu Steinunnar segist
hún ekki vita hver átti þessa miklu
fjármuni sem sýndir eru í tölvu-
skeytinu en að hún telji líklegt að
þeir hafi verið í eigu Jóns Ásgeirs
eða einhvers tengds honum. Rann-
sóknarfyrirtækið Kroll, sem vann
undirbúningsvinnuna fyrir stefnu
slitastjórnarinnar, telji afar ólík-
legt að fjármunirnir hafi tilheyrt
Glitni, og þá sé hæpið að Baugur
hafi ráðið yfir svo miklu lausfé á
þessum tímapunkti.
Steinunn segir jafnframt líklegt
að upplýsingarnar hafi verið send-
ar í myndarformi, en ekki í texta,
í því skyni að fela þær, svo ekki
væri hægt að leita í þeim sjálfvirkt
með leitarvélum.
Segir Iceland Foods eiga féð
Jón Ásgeir Jóhannesson sagðist í
skriflegu svari til Stöðvar 2 í gær
ekki vera eigandi fjárins. Þetta
hafi verið innistæður í eigu breska
fyrirtækisins Iceland Foods, sem
á sínum tíma var í eigu Baugs en
er nú að mestu í eigu skilanefndar
Landsbankans. Fjármunirnir væru
enn í eigu Iceland.
Ekki hefur náðst í Jón Ásgeir til
að spyrja hvers vegna hann hafi
sent upplýsingar um bankainni-
stæður Iceland Foods til þeirra
Lárusar og Jóns með þeim fyrir-
vara að þær væru háleynilegar.
Fundu hvergi neitt um farartækin
Fleira athyglisvert kemur fram í
yfirlýsingu Steinunnar. Þar segir
til dæmis að rannsókn Kroll hafi
leitt í ljós að Gaumur, eignarhalds-
félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu
hans, eigi eignir í Hollandi, á
Kýpur, og á Bresku Jómfrúreyjum.
Þá hafi minnst tvær millifærslur
verið gerðar frá hruni af persónu-
legum reikningum Jóns Ásgeirs
yfir á bankareikning í Lúxemborg
í eigu eignarhaldsfélags í Panama
sem engar upplýsingar fást um.
Þá segir Steinunn einnig í yfir-
lýsingu sinni að ákaflega erfitt hafi
verið fyrir rannsakendurna að afla
sér upplýsinga um meintar eignir
Jóns Ásgeirs. Kroll hafi til dæmis
hvergi tekist að finna, í opinberum
gögnum, staðfestingu á því að Jón
Ásgeir eigi eða hafi nokkru sinni
átt snekkju, þyrlu, tvær einkaþot-
ur og fjölda lúxusbíla, sem fjallað
hefur verið um opinberlega.
Lítið vitað um heimilin
Enn fremur hafi verið ákaflega
erfitt að finna heimilisfang hans.
Kroll hafi tekist að finna tengsl á
milli Jóns Ásgeirs og tveggja íbúða
í London, við Trevor Square og
Oxford Street. Ekki hafi hins vegar
tekist að grafast fyrir um eignar-
haldið. Veselka Investments Ltd.,
félag í Máritíus, eignaðist leigu-
rétt að húsinu við Trevor Square af
Baugi í maí 2009 fyrir 4,9 milljónir
punda. Ekkert er vitað um félag-
ið, en talið er líklegt að þetta hafi
verið ráðstöfun stjórnenda Baugs.
„Í ljósi þess hvað Jón Ásgeir er
þekktur fyrir að skipuleggja eignir
sínar og öll málefni á flókinn máta
er ég ekki hissa á að Kroll hafi
ekki getað staðfest beint eignar-
hald hans á neinum eignum í Bret-
landi,“ segir Steinunn í yfirlýsingu
sinni.
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, vinnur greinargerð með
frávísunarkröfu fimm sakborninga: þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar, Jóns Sigurðssonar,
Þorsteins M. Jónssonar og Lárusar Welding. Í greinargerðinni er mestu púðri eytt í að
rökstyðja hvers vegna ómögulegt sé að höfða málið í New York, en einnig er sjónum
beint að því mati slitastjórnar að sumir stefndu í málinu hafi verið eins konar skugga-
stjórnendur bankans og Ingibjörg hliðarsjálf Jóns Ásgeirs. Helgi segir skilgreiningar á
þessum hugtökum ekki fyrir hendi í íslenskum lögum og því vandséð að unnt yrði að
framfylgja hér á landi dómi sem byggir á þeim.
Líkt og í eiðsvarinni yfirlýsingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem fjallað var um í blað-
inu í gær, nafngreinir Helgi í greinargerð sinni fjölda vitna sem hann telur að gætu þurft
að mæta fyrir réttinn í New York verði málinu ekki vísað frá. Jón Ásgeir nefndi ellefu
manns í yfirlýsingu sinni, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær, en Helgi bætir um
betur, nefnir þá ellefu og 29 til viðbótar; alls 40 manns, sem hafa tengsl við Glitni, hafa
starfað þar, setið í stjórn, átt viðskipti við bankann eða tengjast á einhvern annan hátt
þeim gjörningum sem fjallað er um í stefnu slitastjórnarinnar.
Meðal þeirra sem finna má á lista Helga en ekki Jóns Ásgeirs eru:
■ Bjarni Ármannsson – var forstjóri Glitnis (6)
■ Björn Ingi Sveinsson – var stjórnarmaður í Glitni
■ Pétur Guðmundarson – var stjórnarmaður í Glitni
■ Rósant Már Torfason – var yfirmaður í Glitni
■ Alexander Guðmundsson – var yfirmaður í Glitni
■ Magnús Bjarnason – var yfirmaður í Glitni
■ Kristín Edwald – var stjórnarmaður í Glitni
■ Jónas Fr. Jónsson – var forstjóri FME (5)
■ Þórarinn V. Þórarinsson – var stjórnarmaður í Glitni (3)
■ Magnús Ármann – átti í miklum viðskiptum við Glitni (2)
■ Þorsteinn Már Baldvinsson – varð síðar stjórnarformaður Glitnis (1)
■ Guðbjörg Matthíasdóttir – átti stóran hlut í Glitni (4)
Helgi, líkt og Jón Ásgeir, telur að það muni hamla málarekstri í New York mjög að þurfa
að kalla til svo stóran hóp Íslendinga, sem hugsanlega séu alls ekki tilbúnir til að mæta
fyrir réttinn sjálfviljugir. Því beri að höfða málið á Íslandi, ef einhvers staðar.
Helgi vill fá 40 vitni til New York
1
2
3
4
5 6
Dómari í London hafnaði í gær þeirri kröfu Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar að fallið yrði frá kyrrsetningu á eigum hans hvar sem
þær kunni að vera að finna í veröldinni. Tók dómarinn undir
það með formanni slitastjórnar Glitnis, Steinunni Guðbjartsdótt-
ur, að ólíklegt væri að Jón Ásgeir hefði gert fullnægjandi grein
fyrir eigum sínum.
Það var fréttaritari Ríkisútvarpsins í London sem greindi
frá því sem fram kom fyrir dómi í gær. Að því er fram kom í
umfjöllun útvarpsins skilaði Jón Ásgeir inn lista yfir eignir sínar,
og sagði þær virði 1,2 milljóna punda, sem jafngildir um 230
milljónum íslenskra króna.
Dómarinn kvað það fara illa saman að segjast einungis
eiga eignir upp á ríflega 200 milljónir króna, að stórum hluta
bundnar í bílum, en hafa jafnframt efni á lögfræðingum bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Í ljós kom í lok málflutningsins að
málskostnaður Jóns Ásgeirs í Bretlandi hefur þegar numið 110
milljónum króna.
Dómarinn sagði Jón Ásgeir hafa lifað hátt að undanförnu og
eytt miklu, og benti á að í gögnum slitastjórnar Glitnis kæmi
fram að 11 milljónir punda, um 2,2 milljarðar, hefðu farið um
reikninga hans haustið 2008. Að öllu þessu virtu hlyti að mega
gera ráð fyrir að eignir hans væru meiri en hann gæfi upp. Þá
tók hann einnig undir það að ferill Jóns Ásgeirs, meðal annars
fangelsisdómurinn skilorðsbundni sem hann hlaut hér á landi
í Baugsmálinu, gæfi tilefni til að ætla að hann myndi reyna að
koma eigum sínum undan. Kyrrsetningin stendur því og þar að
auki var beiðni lögmanna Jóns Ásgeirs um áfrýjun hafnað.
Takist slitastjórn Glitnis að færa sönnur á það að Jón Ásgeir
hafi ekki gefið eignir sínar upp með fullnægjandi hætti á hann
yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsisvist.
Alheimskyrrsetningin stendur þrátt fyrir mótbárur Jóns Ásgeirs
Hvar eru milljarðarnir hans Jóns Ásgeirs?
EKKI MÍNIR PENINGAR Jón Ásgeir fullyrðir að hann hafi aldrei átt milljarðana 38 sem
sjást í tölvuskeytinu frá því rétt fyrir hrun. Þeir hafi verið, og séu enn, eign bresku
verslunarkeðjunnar Iceland Foods. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lárus Welding, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason, Þorsteinn M. Jónsson og Jón
Sigurðsson, sem er stefnt í málinu í New York ásamt Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálma-
dóttur til greiðslu 260 milljarða króna, hafa allir gefið eiðsvarna yfirlýsingu fyrir réttinum
þar ytra. Allir furða fimmmenningarnir sig á því að vera tengdir við málið og fullyrða að
fráleitt sé að höfða málið í New York.
■ Hannes upplýsir í yfirlýsingu sinni að hann starfi nú sem fjárfestir í Lúxemborg og
sé þar búsettur. Mjög einkennilegt sé að stefna honum þar sem hann hafi verið
hættur í stjórn Glitnis þegar allar ákvarðanir sem vikið er að í stefnunni hafi verið
teknar. Enn fremur hafi hann engin tengsl við New York, fyrir utan að hafa komið
þangað nokkrum sinnum í frí, hlaupið þar maraþon og komið við á leið sinni á
Formúlu 1 kappakstur í Sao Paulo.
■ Í yfirlýsingu Lárusar víkur hann að þeirri skoðun slitastjórnarinnar að hann hafi lotið
í einu og öllu vilja Jóns Ásgeirs. Slitastjórnin vitnar til ýmissa tölvuskeyta þeirra í
millum því til stuðnings. Þessu vísar Lárus á bug. „Jón Ásgeir hegðaði sér að engu
leyti öðru vísi en hver annar maður sem er of hrifinn af tölvupósti og lætur það fara
í taugarnar á sér að sá sem hann á í viðskiptum við geri ekki það sem hann vill,“
segir Lárus.
■ Þorsteinn M. Jónsson segist forviða á stefnunni, ekki síst því að málið sé höfðað í
New York. Það valdi honum margvíslegum vandræðum.
■ Jón segist í sinni yfirlýsingu engan hag hafa haft af því að Glitnir
félli, enda hafi hann stýrt FL Group sem átti stóran hlut í bankan-
um. Þá segist hann ekki skilja af hverju málið sé höfðað í New
York. Þá er upplýst í yfirlýsingu hans að þrátt fyrir að Jóni hafi
verið vikið úr starfi forstjóra Stoða þegar honum var stefnt, þá sitji
hann enn sem fulltrúi Stoða í í stjórn Refresco, langverðmætustu
eign félagsins.
■ Pálmi Haraldsson hafnar ásökununum með öllu og bendir meðal
annars á að stefnan í New York skarist við stefnu slitastjórn-
ar Glitnis á hendur honum og fleirum hér á landi til
greiðslu sex milljarða vegna viðskipta Fons. Það er sé
óeðlilegt.
Jón Sigurðsson enn í stjórn Refresco
FRÉTTASKÝRING: Slitastjórn Glitnis og dómari í London telja Jón Ásgeir Jóhannesson fela peninga
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is