Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 10
10 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
ákvörðuð með sátt af þessu tagi en
málinu sé ekki lokið.
„Þetta er áfangi máls sem lýtur
að því að annar aðili samráðs
hefur viðurkennt brot sín, greiðir
sektir og gerir breytingar,“ segir
Páll og tekur fram að önnur atriði
þurfi að rannsaka frekar. Spurður
hvort Skipti séu ekki að viðurkenna
meiriháttar brot með því að fallast
á svona háa sekt segir Páll að hver
og einn verði að leggja sína merk-
ingu í fjárhæð sektarinnar, en hún
segi sína sögu.
Ekki náðist í Brynjólf Bjarnason,
forstjóra Samskipta, vegna málsins.
sunna@frettabladid.is
Bræðraborgarstíg 9
Sígilt meistaraverk eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, einn fremsta rithöfund
þjóðarinnar, í nýjum og glæsilegum búningi með undurfögrum myndum
af fuglum í náttúru Íslands eftir Jón Baldur Hlíðberg.
„Þessi stutta en frábæra barnasaga er slíkur feginsfengur, að manni hlýnar
um hjartarætur ... ljómandi gimsteinn.“ – Tíminn, 1962.
GEISLADISKU
R
MEÐ FRÁBÆ
RUM LESTRI
ÓLAFÍU HRA
NNAR
JÓNSDÓTTU
R Á SÖGUN
NI
FYLGIR MEÐ
ÓKEYPIS!
„Ljómandi gimsteinn“
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
DÓMSMÁL Fimm menn á þrítugs-
aldri hafa verið dæmdir, í Hér-
aðsdómi Reykjaness, í fangelsi
fyrir hrottalega líkamsárás. Tveir
þeirra voru dæmdir í átján mán-
aða fangelsi. Þrír voru dæmdir
í tólf mánaða fangelsi þar af níu
mánuði á skilorði. Mennirnir voru
dæmdir til að greiða fórnarlamb-
inu rúmlega 800 þúsund krónur í
skaðabætur.
Árásin átti sér stað á nýárs-
morgun á síðasta ári. Menn-
irnir fimm höfðu verið í gleð-
skap saman, en fóru svo heim til
mannsins sem þeir töldu sig eiga
sökótt við. Þeir gripu með sér
barefli, bæði rör og borðfætur
úr málmi. Þegar maðurinn opn-
aði dyrnar réðust fjórir mann-
anna umsvifalaust á hann með
hnefum og bareflum. Sá fimmti
bættist svo í hópinn og tók þátt
í misþyrmingunum. Mennirnir
héldu áfram að berja manninn
og sparka í hann þar til að leikur-
inn barst út á svalir. Þá henti einn
árásarmannanna honum niður af
svölunum, sem var um fjögurra
metra fall.
Maðurinn náði að skríða upp í
íbúð sína við illan leik. Nágranni
sem sá til hans alblóðugs hringdi
á lögreglu. Maðurinn hlaut bein-
brot, opið sár á höfði og fleiri
áverka við árásina. - jss
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Dæmdi í
máli ofbeldismannanna.
Fimm karlmenn dæmdir í fangelsi eftir hrottalega líkamsárás:
Hentu manni fram af svölum
Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft
að vita um útilegur, tjöld, svefnpoka, vindsængur, prímusa,
kassagítara, grillsósur – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu
að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð.
Vísir er með það.
„Útilega“
...ég sá það á Vísi
VIÐSKIPTI Skipti hf. féllst á að greiða
400 milljóna króna sekt fyrir
umfangsmikið ólögmætt samráð
við Hátækni við sölu á farsím-
um. Tæknivörur, eitt dótturfélag
Skipta, og Hátækni höfðu samráð
um heildsöluverð á farsímum sem
upp komst við húsleit sem fram-
kvæmd var af Samkeppniseftir-
litinu í húsnæði Skipta og dóttur-
félögum þess, Símanum hf. og
Tæknivörum ehf. hinn 21. apríl
síðastliðinn.
Hátækni og Tæknivörur eru
helstu keppinautar í innflutningi
og heildsölu á farsímum og tengd-
um búnaði.
Auk Tæknivara og Símans á
Skipti meðal annars Já.is, Skjá-
inn og Mílu. Stjórnin hefur fall-
ist á að selja allan eignarhlut sinn
í Tæknivörum og skuldbundið sig
til að grípa ekki til aðgerða sem
raskað geta samkeppni á farsíma-
markaði.
Samkeppniseftirlitið gerði einnig
húsleit hjá Hátækni ehf. og móður-
félagi þess, Olíuverslun Íslands hf.,
hinn 7. maí síðastliðinn á grundvelli
gagna sem fundust hjá Skiptum.
Þetta hafi verið framkvæmt vegna
gruns um ólögmætt samráð milli
Hátækni og Tæknivara á heildsölu-
markaði fyrir sölu á farsímum.
Í framhaldinu sneru Skipti og
Tæknivörur sér til Samkeppnis-
eftirlitsins og óskuðu eftir því að
veita liðsinni við málið. Á þeim
grundvelli hafi Samkeppniseftir-
litið nýtt heimild samkeppnislaga
og gert sátt við fyrirtækið sem var
gert að greiða 400 milljónir króna
í sekt.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir sekt-
ina vera þá hæstu sem hefur verið
400 milljóna
sekt fyrir ólög-
legt samráð
Tæknivörur, dótturfélaga Skipta hf., hafði ólöglegt
samráð við Hátækni um farsímaverð. Sektin er sú
hæsta sem ákvörðuð hefur verið með sátt.
BRYNJÓLFUR
BJARNASON
PÁLL GUNNAR
PÁLSSON
Hæstu sektir sem íslenskum fyrir-
tækjum hefur verið gert að borga
fyrir brot á samkeppnislögum.
Olíufélögin: 1,5 milljarðar
Hagar: 315 milljónir
Eimskip: 230 milljónir
Lyf og heilsa: 100 milljónir
Iceland Express: 130 milljónir
(fellt úr gildi í
Héraðsdómi)
Hæstu sektirnar
HÚSAKYNNI SÍMANS Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir sektina vera þá hæstu sem
hefur verið ákvörðuð með sátt af þessu tagi en málinu sé ekki lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1. Hvaða lið situr í toppsæti
Pepsi-deildarinnar í fótbolta?
2. Hvaða tónlistarmaður er að
hefja leiklistarnám í Danmörku
í haust?
3. Hvar voru hátt í 100 manns
að mótmæla í gærdag?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50
MENNING Húsaleigukostnaður Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands nærri
tvöfaldast þegar sveitin flytur
úr Háskólabíói yfir í Hörpuna á
næsta ári.
Á síðasta ári greiddi sveitin
73 milljónir króna í leigu
fyrir Háskólabíó. Leigan fyrir
Hörpuna er 55 milljónum króna
hærri. Alls mun sveitin því
greiða 128 milljónir króna í leigu
á næsta ári.
Ríki og Reykjavíkurborg
skipta á milli sín þessum reikn-
ingi.
Flutningur Sinfóníu í Hörpu:
Húsaleigan nær
tvöfaldast
VEISTU SVARIÐ?