Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 10.07.2010, Síða 12
12 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F yrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heims- ins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Skorturinn á Haítí átti sinn þátt í því að afleiðingar jarðskjálftans urðu jafnskelfilegar og raun ber vitni. Hundr- uð þúsunda fórust, á aðra milljón missti heimili sín. Efnaðra land með sterkari innviði hefði staðið náttúruhamfarirnar mun betur af sér. Við Íslendingar getum að sumu leyti sett okkur í spor Haítí- manna, af því að hér verða stórir jarðskjálftar með reglulegu millibili. Í þeim tveimur síðustu slasaðist enginn og enginn dó. Flest hús stóðu skjálftann af sér, enda byggð með jarð- skjálftahættu í huga. Þeir sem þurftu aðstoð fengu hana fljótt og vel. Þeir sem urðu fyrir eignatjóni fengu það bætt. Þannig bregst ríkt, þróað ríki við náttúruhamförum. Haítíbúar eiga allt sitt undir umheiminum. Þeir hafa sjálfir engar bjargir til að endurreisa land sitt eftir skjálftann, hvað þá að koma því í betra stand. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær er ástandið í landinu ennþá skelfilegt. Milljónir líða fyrir skort á hreinu vatni, mat og húsnæði. Heilbrigðisþjónustu skortir og milljónir barna eru berskjaldaðar fyrir hungri, sjúkdómum og ofbeldi. Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi, segir í blaðinu í gær að sjúkdómar á borð við niðurgang og malaríu ógni börnum á Haítí. Þeir séu auðlæknanlegir, en skortur á fé til að berjast gegn þeim geti leitt til dauða fjölda barna. Íslendingar, rétt eins og aðrir Vesturlandabúar, veittu ham- förunum á Haítí mikla athygli í byrjun ársins. Stjórnvöld sendu rústabjörgunarsveit á vettvang, sem vann gott starf og vakti athygli. En nú eru alþjóðlegir fjölmiðlar farnir burt frá Haítí og fréttum af landinu fækkar. Þetta er gömul saga; athygli almennings í ríku löndunum, sem eru aflögufær um hjálp handa þeim fátækari, hvílir gjarnan aðeins í fáeina daga eða vikur á svæðum þar sem stríð eða náttúruhamfarir dynja yfir. Svo gleymist að fylgjast með eftirleiknum. Þá er hins vegar þörfin mest. Og sumir Haítíbúar spyrja reyndar: Af hverju mundi enginn eftir okkur heldur áður en jarðskjálftinn reið yfir? Það er ástæða fyrir ríka þjóð, sem þrátt fyrir tímabundna erfiðleika hefur það svo margfalt betra en hinar fátæku þjóð- ir þriðja heimsins, að rifja upp öðru hverju hver munurinn er á okkar hlutskipti og þeirra. Og láta þá eitthvað af hendi rakna. Ekki gleyma Haítí og öðrum löndum, sem svipað er ástatt um. Dómur Hæstaréttar um gengistryggingalánin hefur afhjúpað veikleika krónunnar og kostnaðinn við sveigjanlega mynt. Viðbrögð- in sýna hins vegar tvíhyggju eða óraunsæi af sama toga og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Frá 1979 höfum við haft tvo gjaldmiðla: Óverðtryggða krónu og verðtryggða krónu. Verðtryggða krónan var innleidd fyrir þá sök að efnahagsstarfsemin gekk ekki með hinni. En fyrir því voru líka sið- ferðileg rök. Lán með neikvæðum vöxtum voru forréttindi sem þurfti að skammta. Þessi forréttindi kölluðu margir spillingu og vildu uppræta. Talið var réttlátt að þeir sem áttu aðgang að lánum greiddu þau til baka í sama verð- gildi. Nafnvextir sem innifela áhættu vegna verð- eða geng- isbreytinga eru eðlilega hærri en hinir sem gera ráð fyrir sérstök- um greiðslum af þeim sökum.Það sýnist bæði rétt og sanngjarnt. Nú þrjátíu árum síðar er það sjón- armið ríkjandi að verðtrygging sé tákn hins mesta óréttlætis. Við- brögðin við dómi Hæstaréttar end- urspegla það viðhorf. Er þá rétt- lætið í því fólgið að taka upp gamla kerfið sem var lagt til hliðar vegna ranglætis og spillingar? Mikill meirihluti fólks fylgir þeim stjórnmálamönnum að málum sem vilja varðveita krónuna til fram- búðar. Á sama tíma er það sjónar- mið ráðandi að ósanngjarnt sé að almenningur og fyrirtæki beri þann aukakostnað sem því fylgir. Vissulega eigum við betra skil- ið. En hér verða menn að velja og hafna. Menn geta ekki bæði hald- ið krónunni og notið sömu kjara og nágrannarnir sem hafa öfluga gjaldmiðla. Kaupi menn krónuna verða menn að gera það með þeim göllum sem óhjákvæmilega fylgja viðskiptum með minnstu mynt í heimsbúskapnum. Annað er afneit- un. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Afneitunin Viðbrögð á vettvangi stjórnmálanna benda til að lítill lærdómur hafi verið dreginn af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir að hruni krónunnar og bankanna. Vissulega er hægt að nota krón- una. Til þess þurfa vextir að vera hærri en í samkeppnislöndunum, verðtrygging er óhjákvæmileg og leggja þarf á gífurlega skatta til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Athyglisvert er að málsvarar krónunnar úr röðum Heimssýn- ar eru algjörlega á móti þeim ráð- stöfunum sem nauðsynlegar eru til að viðhalda henni. Þetta hefur skýrt komið fram í umræðum um dóm Hæstaréttar og ber vott um sömu tvíhyggju og leiddi til hrunsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar sýna vel veikleika hennar. Í ljós hefur komið að engin viðbragðs- áætlun var unnin þótt langur tími sé liðinn frá því að málaferl- in hófust. Ríkisstjórnin og stofn- anir hennar eru nú fyrst að hefja vinnu við að meta áhrifin. Fyrstu viðbrögð efnahags- ráðherra voru þau að dómurinn hefði jákvæð áhrif á efnahags- lífið. Stuttu síðar sagði hann að áhrifin væru bæði jákvæð og nei- kvæð. Að síðustu var fjármála- stöðugleika landsins ógnað. Ef taka á mark á rannsóknarskýrslu Alþingis sýnist andvaraleysi rík- isstjórnarinnar í þessu máli falla undir vanræksluhugtakið eins og það er þar skilgreint. Ríkisstjórnin kaus að láta Seðlabankann og Fjármálaeftir- litið senda leiðbeinandi tillögur um lausn málsins. Þær stofnan- ir vilja ekki birta lagalegan rök- stuðning þeirra. Hætt er við að hér sé að hefjast ný endalaus saga eins og sú sem hófst fyrir ári um lausn á Icesave. Viðbrögðin Að réttu lagi átti ríkis-stjórnin að tryggja fjár-málastöðugleika í þessu tilviki með því að kveða á um ákveðin viðbrögð í lögum. Á þau hefði ugglaust reynt fyrir dóm- stólum. Aðeins með því móti var þó unnt að skapa þá festu sem nauð- synleg er þegar slíkan vanda ber að höndum. Ætla má að aðgerðarleysið megi fyrst og fremst rekja til þess póli- tíska veikleika að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta á Alþingi. Það er trúlegri skýring en skilnings- leysi. Hún leysir hins vegar ekki ríkisstjórnina undan pólitískri og lagalegri ábyrgð. Óraunsæið í dægurumræð- unni birtist í því að ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að tryggja ekki lántakendum neikvæða vexti. Eigi hún að gera það í nafni réttlætisins þarf það „réttlæti“ að ná til allra. Þegar upp er staðið yrði það bæði efnahagslegt óráð og siðferðilegt óréttlæti. Að réttu lagi á að gagnrýna ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki undir- búið ábyrg og einörð viðbrögð til að tryggja fjármálalegan stöðugleika. Það eru hinir stóru almannahags- munir í málinu sem ríkisstjórnin hikar við að verja en vill þó sjá. Þegar fjármálalegum stöðugleika er ógnað merkir það nýja hættu á bankahruni. Ríkissjóður hefur ábyrgst allar bankainnistæður. Sú ábyrgð er nafnið tómt þótt enginn vilji segja það. Ríkissjóður hefur ekki tök á að standa við hana í nýju hruni. Hann getur heldur ekki endur- fjármagnað bankana nema skera enn meira niður í velferðarkerfinu. Nýtt hrun krónunnar og bankanna mun kalla nýjar þrengingar yfir þjóðina. Hvaða réttlæti er í því? Gagnrýnin Athygli þeirra sem eru í aðstöðu til að hjálpa er fljót að hvarfla frá svæðum hamfara og eymdar. Gleymdu löndin Læknamóttaka Læknamóttaka Heilsuverndar er opin öllum frá kl. 9-12 og kl. 14-18 alla virka daga. Tímapantanir í síma 510 6500 eða á vefsíðum okkar www.hv.is og www.doktor.is undir tenglinum Læknisþjónusta. Heilsuvernd • Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími 510 6500 • hv@hv.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.