Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 20

Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 20
20 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR og víðar um að einhverjir hefðu komið að tjaldinu um sumarið 1781 áður en líkin voru sótt, rænt þau og falið lík bræðranna. Af þessu urðu málaferli gegn þeim sem fundu líkin með fyrstu mönn- um og af spannst svokallað lík- ránsmál. Aldrei var neitt á menn- ina sannað en mannorð þeirra hefur heldur aldrei verið hreins- að af þeim áburði, að hafa komið líkunum fyrir í kaldri gröf. Sett hefur verið fram einföld kenning. Guðlaugur Guðmunds- son skáld telur að bræðurnir hafi fyrstir orðið kulda og vosbúð að bráð. Hafi þeir látist fyrstir og þeir sem eftir lifðu flutt líkin frá tjald- inu og borið þau grjóti til varnar vargi. Þeir hafi sjálfir örmagnast í tjaldinu en Jón Austmann á ein- hverjum tímapunkti lagt af stað út í hríðina og freistað þess að ná til byggða eftir hjálp. Þetta fær ekki staðist að mati Sigurðar og rekur hann ástæður þess í löngu máli. Þær helstu eru að veður hafi vart verið eins vont og af er látið. Það fé sem lifði hrakt- ist norður, eða á móti veðrinu sem mun hafa geisað þessa daga. Eins að bræðurnir hafi fundist urðað- ir alllangt frá tjaldinu. Hann spyr hvort líklegt sé að menn í lífshættu tækju sig til og flyttu lík í blind- byl, til þess eins að snúa til baka til að deyja sjálfir. Hann segir sam- tímaheimildir ekki kveða úr um að veður hafi verið tiltakanlega vont þessa daga. Þeir hafi jafnframt haft nóg til að bíta og brenna. Hann telur að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, en hvað verði aldrei sann- að. Bölvun bræðranna Af örlögum Reynistaðarbræðra hafa spunnist óteljandi þjóðsögur. Kannski er einfaldast, til skýringar, að nefna að ferðir um Kjöl lögðust að mestu af í öld eftir atburðinn. Sögn- in um „bölvun Reynistaðarbræðra“ er alþekkt en það er sú hjátrú innan ættar þeirra bræðra að engan dreng megi nefna Bjarna og enginn karl- maður megi nokkru sinni klæðast grænu – eða ríða bleikum hesti. F yrir um 230 árum skol- aði upp úr ánni Blöndu mannshendi. Var hún klædd vettlingi með íprjónuðu fangamark- inu J.A. Um sama leyti fannst hausskorið hross við eina upphafskvísl árinnar. Hefur um aldir verið gengið að því vísu að höndin hafi verið af Jóni Aust- mann, ráðsmanni á Reynistað, sem einn fimmmenninga varð úti á Kili árið 1780 við fjárrekstur. Aðrar líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Sviplegt fráfall hópsins frá Reynistað hefur í gegnum ald- irnar sveipað þetta óbyggðarland meiri dul, og jafnvel óhugnaði, en aðra staði hér á landi. Um dauða þeirra hafa spunnist munnmæla- sögur, getgátur stórkostlegar og alls konar kynjasögur. Mannabein á Kili Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, var í byrjun júní- mánaðar við talningar á grágæsa- hreiðrum við Guðlaugstungur á Kili. Gekk hann þá fram á bein- brot, nokkuð stórt. Grunaði hann strax að um mannabein væri að ræða og stakk því á sig. Við heimkomu kom Guðmundur bein- inu til lögreglu en hafði áður ráðfært sig við læknanema sem er sömu skoð- unar og hann. „Ég efast í raun ekki um að beinið er úr höfuðkúpu fullorðins manns, og ég hef greint það sem vinstra hvirfilblað, eða os parietalis á máli fræðanna. Ég held að þetta sé skot- helt en vil fá það staðfest,“ segir Guðmundur. Erindi hefur verið sent til kennslanefndar ríkislög- reglustjóra og í framhaldinu verð- ur beinið greint til tegundar og aldurs. Viðmælendur Fréttablaðs- ins efast reyndar ekki um að um mannabein sé að ræða. Myndin ein og sér bendi til þess. Það er hins vegar meiri vafa undirorpið hversu gamalt það er. Guðmundur telur beinið gamalt enda á því að merkja að ofan af því hafi veðrast nýlega. Það hafi hann séð á fléttum og öðru sem á beinbrotinu var. Er Jón Austmann fundinn? Það er kannski ábyrgðarlaust að gefa sér að beinið tengist Reyni- staðarbræðrum og föruneyti þeirra. Að hér sé loks kominn fram Jón Austmann ráðsmaður. Hins vegar, og þvert á almanna- trú, hafa mannshvörf verið fátíð á Kili í gegnum aldirnar. Það er hins vegar full ástæða til að rifja upp atburðina á Kili í október 1780 og hvaða áhrif þeir höfðu á samfé- lag þeirra sem landið byggðu fyrir rúmum tveimur öldum. Kösin við Líkaborgir Í lok 18. aldar geisaði fjárkláði hér á landi og var bústofn á stór- um svæðum skorinn þess vegna. Þetta átti við um býli í Skagafirði, og Reynistað þeirra á meðal. Hjón- in á bænum, þau Halldór Vídalín klausturhaldari og Ragnheiður Einarsdóttir, sáu sér fátt til bjarg- ar og sendu því menn suður á land til að kaupa nýjan fjárstofn. Voru það Jón Austmann og Bjarni, sonur þeirra um tví- tugt, sem fóru fyrstir. Bjarni nokkur kennd- ur við Daufá og Einar, yngri sonur þeirra hjóna, ellefu ára, fylgdu á eftir síðar um sumarið, þeim til aðstoðar við fjár- reksturinn yfir Kjöl. Sunnan fjalla fengu þeir til liðs við sig Mýrdæl- ing, Guðmund Daðason að nafni. Fé var keypt syðra, aðallega í Skaftafellssýslum. Tafir urðu á brottför en fimmmenningarn- ir héldu af stað í lok október þótt margir hafi reynt að telja þeim hughvarf. Kom til greina að þeir biðu sumars og jafnvel að Bjarni settist á skólabekk í Skálholti um veturinn. Ekki varð af því. Í stuttu máli komst föruneytið Er Jón Austmann loks fundinn? Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, fann beinbrot þegar hann var við talningar á heiða- gæsahreiðrum við Guðlaugstungur á Kili. Hann er þess fullviss að um mannabein sé að ræða. Svavar Hávarðsson leit til baka og rifjaði upp magnaða atburði liðinna alda sem hafa fætt af sér aragrúa sagna. Þær eru fæstar við hæfi barna. GRÁNUNES Á KILI Myndin er tekin í júní 2007 við brúnina á fossinum í Gránunesi þar sem varðan stendur. Til hægri sjáum við Kjalfell, en norðan undir því er Beinahóll, þar sem hópurinn varð úti. Gránunes er tanginn þar sem Eystri og Vestari Svartá mætast. Myndin segir meira en þúsund orð um ástæður þess að fólk sækir upp á hálendið til að upplifa náttúru Íslands. MYND/ÁRNI TRYGGVASON Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur fann þetta bein við Svörtukvísl sem fellur norður og sameinast Blöndu. Norðan hennar fellur svo Strangakvísl og sameinast líka Blöndu. Milli þeirra eru Guðlaugstungur. Sunnan Svörtukvíslar heita Svörtutungur. Fundarstaðurinn var um tvo kíló- metra fyrir ofan vað á Svörtukvísl, um 300 metra frá árbakkanum. Beinið er líklega vinstra hvirfilblað (os parietalis) af fullorðinni mann- eskju. Hér er beinið lagt á plasthöf- uðkúpu sem nýtt er við læknanám. Eins og sést fellur beinið fullkom- lega að gervihauskúpunni. BEINIÐ SEM FANNST VIÐ GUÐLAUGSTUNGUR FRAMHALD Á SÍÐU 22 sem leið liggur norður Kjalveg, allt norður fyrir Kjalfell. Ráku þeir tæplega 200 fjár og höfðu sextán hesta, þar af fimm undir vistir. Við hraunborg, alllangt norður af Kjal- felli, lýkur ferð þeirra. Þeir tjalda undir borginni og láta fyrir berast. Annað er í raun ekki vitað um ferð þeirra með vissu. Mun hafa skollið á blindhríð nokkr- um dögum eftir að þeir lögðu upp frá Tungufelli, sem stóð dögum saman á Norðurlandi með bítandi frosti. Um vorið fannst tjaldið niðurfallið. Fé og hestar var dautt í kös í og um hraunborgina sem nú er kölluð Beinahóll. Í tjald- inu voru hins vegar aðeins tvö lík. Reynistaðarbræðurnir voru þar ekki inni og Jón Austmann hefur aldrei fundist eins og áður sagði. Sagan segir að hundur Jóns hafi komið til bæja efst í Blöndudal um veturinn, illa til reika. Grá hryssa fannst lifandi um vorið, var hún með kliftöskur undir kvið og voru gjarðirnar komnar að beini á hryggnum. Heitir þar síðan Gránu- nes (sjá mynd). Bræðurnir hvíldu saman Eins og gefur að skilja var gerð dauðaleit að þremenningunum um sumarið. Hún bar hins vegar engan árangur. Liðu 65 ár þar til finnast þeir bræður í hraungjótu nokkuð frá Beina- hól. Ekki höfðu þeir komið sér þangað af sjálfs- dáðum enda höfðu verið borin á líkin grjót og hraun- hellur. Voru bein þeirra flutt heim og jarðsungin 11. nóvember 1846. Það væri þó ofs- agt að þeir hefðu hvílt í friði upp frá því. Líkræningjar á kreiki Eftir að bræðurnir fundust og æ síðan hafa verið settar fram nokkrar kenningar um hvernig andlát Reynistaðarhópsins bar að. Ekki að undra; bræðurnir ungu fundust jú dysjaðir í hraungjá, áratugum eftir dauða sinn. Sigurður Ólason lögfræðing- ur skrifaði um Reynistaðarbræð- ur í Lesbók Morgunblaðsins árið 1969. Þar rekur hann þær sögur sem fóru fljótt á kreik í Skagafirði Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; dapur yfir dauðum ná dægur lifði Bjarni. Óþekktur höfundur Tildrög: Þessi ferskeytla er draumvísa sem einhver Skagfirðingur (stundum kennd Björgu systur þeirra bræðra) taldi sig hafa dreymt eftir að Reynistaðarbræður urðu úti á Kili haustið 1780. Önnur gerð síðari hlutans er svona: Daga þrjá yfir dauðum ná dapur lifði Bjarni. Áfangar Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Jón Helgason

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.