Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 22
22 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR Langjökull Hofsjökull Kerlingafjöll GullfossGeysir Hveravellir Blöndulón Auðkúluheiði G rím stunguheiði Eyvindarstaðaheiði Þjó rsá Hv ítá H vítárvatn Þó ris va tn Blöndudalur Vatnsdalur Hrútafell Beinahóll Guðlaugstungur Kjö lur Fjalla-Eyvindur Jónsson (1714- 1783) er einn þekktasti útilegu- maður Íslandssögunnar. Hann var fæddur í Hlíð í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja þar á bæ. Kona Fjalla-Eyvindar sem lá úti með honum var Halla Jónsdóttir frá Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum við Djúp. Leiði Fjalla-Eyvindar er merkt á Hrafnsfjarðareyri. Um þau hjón var minnisvarði reistur á Hveravöll- um árið 1998. „Eftir að þau Eyvindur lögðust út, varð þeirra fyrst vart á Hveravöllum fyrir vestan Kjalveg á Auðkúluaf- rétti. Gerði Eyvindur þar skála og hlóð upp einn hverinn, sem sést hafa merki til fram á vora daga; í hvernum suðu þau mat sinn. Þar var með þeim Arnes útileguþjófur, sem fyrr var nefndur. Meðan þeir félagar voru á Hvera- völlum, sendi Eyvindur Arnes einu sinni ofan í Skagafjarðardali að ná sauðum til matar. Arnes fór og kom að beitarhúsi seinni hluta nætur. Hann var þrekvaxinn, meðalmað- ur á hæð og heldur íbyggilegur, sterkur að afli og áræðinn og hafði í þetta sinn öxi í hendi. Þegar Arnes er kominn að sauðahúsinu, ber þar að smalann í sama bili; hann var mikill vexti og hafði varreku í hendi. Arnes vildi komast í húsið, en smalinn varð fyrri, komst fyrir dyrnar og varði Arnesi inngöngu. Sóttust þeir þar um stund, en svo lauk, að smalinn sló öxina úr höndum Arnesi og dró hana að sér. Þegar Arnes var orðinn vopnlaus, sneri hann undan og kom slyppur heim til Eyvindar aftur. Það er frá Norðlingum að segja, að þeim þykir illur gestur kominn á heiðarnar, þar sem Eyvindur er, fóru þeir því að honum og gerðu forða hans upptækan en það voru fimmtíu sauðarföll og var þeim svo haganlega fyrirkomið í hrískesti einum, að annað lagið var af keti, en annað af hrísi. Norðlingar tóku föllin og allt, sem þeir fundu þar fémætt fleira, en eyddu hreysið til grunna. Þeir Eyvindur og Arnes sluppu undan, hinn fyrrnefndi á handahlaupum, en Halla náðist, og var flutt til byggða. Þá var og með Eyvindi Abraham þjófur; honum náðu Norðlingar og hengdu hann á gálga á Hveravöllum.“ Þjóðsögur Jóns Árnasonar FJALLA-EYVINDUR OG HALLA Á HVERAVÖLLUM FRAMHALD AF SÍÐU 20 KJÖLUR (KJALVEGUR) Forn þjóðleið og stórkostleg útivistarperla ■ Kjölur liggur um hálendi Íslands, austan Langjökuls en vestan Hofsjökuls. Norðurmörk Kjalar eru yfirleitt talin við Svörtukvísl og Seyðisá en að sunnan afmarkar Hvítá Kjöl. Kjölur er nú afréttarland Biskupstungna en tilheyrði áður bænum Auðkúlu í Húnaþingi. ■ Kjölur er í 600-700 metra hæð yfir sjávarmáli og að miklu leyti berar melöldur, sandar og hraun á milli lágreistra fella. Hærri fjöll eru þar einnig svo sem Hrútfell (1.410 metrar) og Kjalfell (1.000 metrar). Þar eru líka gróin svæði, einkum í Hvítárnesi og í Þjófadölum. Norðan til á Kili er jarðhitasvæðið Hvera- vellir. ■ Kjalvegur hefur verið þekktur frá upphafi Íslandsbyggðar og eru frásagnir í Landnámu af landkönn- un skagfirskra landnámsmanna en það var Rönguður, þræll Eiríks í Goðdölum, sem fann Kjalveg. Vegurinn var helsta samgöngu- leiðin milli Norður- og Suðurlands fyrr á tíð. Í Sturlungu eru til dæmis margar frásagnir af ferðum yfir Kjöl, oft með heila herflokka. ■ Kjalvegur er um 165 kílómetrar frá Eiðsstöðum í Blöndudal suður að Gullfossi og er fólksbílafær á sumrin. Gamli Kjalvegurinn liggur nokkuð vestan við bílveginn og er enn notaður sem göngu- og reiðvegur. Í Hvítárnesi við Kjalveg, aust-an Hvítárvatns á Kili, stend- ur elsti skáli Ferðafélags Íslands, reistur árið 1929. Allt frá því að skálinn var byggður hafa geng- ið sagnir um reimleika á staðn- um. Í ákveðnu rúmi, sem kallað er draugakojan, er sagt að karl- menn séu ekki látnir í friði af grá- klæddri stúlku. Er sá háttur hafð- ur á að dregið er um það hver skal reyna að festa þar svefn. Óteljandi sögur fara af þessu fyrirbæri, gamlar og nýjar. Í sögunni Konan við Hvítárvatn segir: „Fáa metra frá skálanum við Hvítárvatn eru fornar tættur. Þar var bær fyrr á öldum er Tjarn- arkot hét. Tjarná rennur þar fram- hjá út í Hvítárvatn. Þjóðsagan segir að á þessum bæ hafi verið piltur og stúlka í tilhugalífi og stúlkan horfið. Talið var að pilturinn hafi fyrirfar- ið henni af því að hún var þunguð af hans völdum.“ Árni Björnsson segir frá því í bókinni Vættir landsins að ungur hermaður gisti einn í skálanum á hernámsárunum. Hann vaknaði við það að undurfögur hvítklædd stúlka stóð við rúmið hans. Þegar hún gekk á dyr fylgdi pilturinn á eftir en sá hana þá hverfa í ána. Þegar hann sneri við í átt að húsinu varð honum litið upp í gluggann á efri hæð skál- ans. Sá hann þá grett andlit konu sem föl starði á móti honum. Varð hann víst aldrei samur. Auðvitað eru sögur sem þess- ar þess eðlis að fæstir leggja á þær trúnað. Þær eru afgreiddar sem hluti af sagnahefð Íslendinga, munnmælasögur sem gengið hafa frá kynslóð til kynslóðar og afbak- ast á langri leið. Hins vegar bera gestabækur skál- ans í Hvítárnesi það með sér að á Kili sé gamalt nýtt og nýtt gamalt. ■ 21. september 1996 „Komum hér klukkan 18.30 og borð- uðum kvöldverð. Gengum þá til náða. Vöknuðum klukkan 3.30 við mikinn fyrirgang í húsinu. Þungt fótatak á háalofti, hurðum skellt og húsgögn færð fram og til baka. Flúð- um rúmlega 4.30 út í bíl þar sem við sváfum til næsta morguns. Undar- legu ljósi sást bregða fyrir í gluggum hússins öðru hverju. Þegar birta tók snerum við til baka inn í húsið og var þá búið að umturna öllu inni. P.S. Við komum hingað aldrei aftur!“ ■ 22. júní 2006 „Við hjónin ætluðum að eiga hér náðuga stund við kertaljós og kossaflens. Upphófust þá mikil læti, aðallega í norðurherberginu. Við sáum okkur ekki annað fært en að yfirgefa húsið, í Guðs friði.“ Það má líka fylgja sögunni að Páll Sigurðsson, prófessor í lög- fræði og formaður FÍ, fékk prest til að blessa skálann. Það mun ekki hafa borið nokkurn árangur. En þrátt fyrir að skálinn í Hvít- árnesi hafi ekki verið góður nátt- staður fyrir alla sem þangað hafa komið, eru það sennilega fleiri sem þaðan hverfa endurnærðir á sál og líkama. Færsla í gestabókinni frá því í október 1995 fangar kannski allt sem segja þarf um töframátt íslenska hálendisins. „Þetta er ríki mitt, sagði hann þegar hann tók mig í fangið af baki reiðskjótans og setti mig varlega til jarðar. Ég horfði á fjöllin í kring og tindrandi jökulinn. Það var logn og heiðskír himinn. Snjórinn lá yfir jörðinni eins og til að viðhalda hreinleika hennar. Hjarta mitt fylltist auðmýkt og þakklæti yfir að eiga rætur í þessu landi. Kofinn varð að höll. Kertaljós í gluggum og feldur á fletinu. Ástin var úti og inni þegar líkamar okkar samein- uðust og sálirnar snertust. Andinn varð eitt með öllu. Þegar ég vakn- aði var sólin komin upp og sálin var hrein og tær eins og veröldin fyrir utan. Elskhuginn sýslaði í eldhúsinu sæll, og á heima hér á þessum stað. Núna þegar komið er að kveðja finn ég að ég tek þetta líf hér með mér í hjartanu. Það verð- ur aldrei af mér tekið.“ Halla Hvítárnesskáli á Kili Draugakofi eða höll ástarinnar? HVÍTÁRNESSKÁLI Skálinn er sá elsti í eigu Ferðafélags Íslands, byggður 1929. MYND/PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Við Beinahól Í norðanbáli nornir stíga nöturlegan dans þræði óttans þrungna spinna í þrek hvers sæmdarmanns grúfa yfir gleði þeirra glotta bakvið stein ákveðnar og illviljaðar öllum vilja mein úr fortíðinni sækja svipir syngjandi af kvöl Reynistaðaflokksins feigð var falin hér á kjöl öræfin svo ógnvænleg æra lífsins tafl mennirnir svo máttlausir missa allt sitt afl dauðanornin bjó þeim ból í blindri hríð við beinahól svo lengi sem að líf er hér mun ljóðuð þeirra för það getur engin um gjörning þennan gefið haldbær svör ályktanir bölv og bænir breyta ei lyktum þeim að Reynistaðariddararnir rötuðu aldrei heim Hörður Torfason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.