Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 26
26 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1 Hvalfjörður Hreppslaug Rétt við mynni Skorradals, í Laugabúð, er skemmtileg og einföld laug með þremur heitum pottum og frábæru útsýni yfir sveitina. 2 Borgarfjörður Íþróttamiðstöðin Varmalandi Ljúf sveitalaug með einum heitum potti og ágætis sól- baðsaðstöðu. Laugin er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Baulu. 3 Snæfellsnes Lýsuhóll Sjarmerandi sveitasundlaug með heilnæmu ölkelduvatni við Lýsuhól í Staðarsveit. Laugin er opin frá klukkan 13-20 alla daga, en aðeins yfir sumartímann. 4 Sælingsdalur Guðrúnarlaug að Laugum Laugin er endurgerð hinn- ar fornu laugar sem meðal annars er getið í Laxdælu. Laugin er hlaðin, með bekkj- um ofan í, og gestir geta haft fataskipti í blygð- unarhúsinu svokall- aða fyrir ofan laug- ina, sem einnig er byggt að fornum sið. Umhverfið allt er einstakt. 5 Tálknafjörður Pollurinn Pollurinn í Tálkna- firði eru þrír mis- stórir og misdjúp- ir steyptir pottar með vatni úr hlíð- inni. Það kostar ekkert í pottana og búningsaðstaða er í snyrtilegum skúr. 6 Mjóifjörður Hörgshlíðarlaug Laugin er staðsett í Mjóafirði, neðan vegar í flæðarmálinu, stutt fyrir innan Hörgshlíðarbæinn. Laugin er 6x2 metrar að stærð og afar vel við hald- ið af eigendum í Hörgshlíð. Gott er að biðja ábúendur um leyfi til böðunar ef þeir eru heima. 7 Drangsnes Pottar Pot tar nir þr í r á Drangsnesi á Ströndum eru æði. Þeir eru staðsett- ir fyrir neðan veg, nálægt sjónum, og eru mjög vel sýnilegir frá þorpinu og veginum. Vatnið er salt í pottunum. . 8 Bjarnarfjörður Gvendarlaug, Klúka Aðal laugin ka l last Gvendarlaug hins góða og er rúmlega 60 ára gömul falleg sveitalaug. Rétt við hliðina á henni eru tvær náttúrulaugar, en aðra þeirra vígði Guðmund- ur góði Arason árið 1237 og kallast hún Gvendarlaug. Hún var nýlega gerð upp og má ekki baða sig í henni en önnur sem rúmar 2-3 er skammt undan. 9 Norðurfjörður Krossneslaug Krossneslaugin í Norður- firði á Ströndum er ein sú allra flott- asta. Enginn lúxus, en staðsetningin í stór- grýttri fjörunni er ein- stök. 10 Hörgárdalur Jónasarlaug á Þelamörk Laugin nýtur mik- illa vinsælda, enda allur aðbúnaður hundrað prósent, með rennibraut, barnaleik- tækjum, vatnsgufubaði og heitum pottum. 11 Eyjafjörður Sundlaugin Hrafnagili Laugin var tekin í gegn árið 2007 og er því full af alls kyns flottheitum. Sundlaug- in er 25 m löng með heitum pottum, sér busllaug, gufubaði og sérstak- lega stórri renni- braut. 12 Húsavík Stjórutjarnir Við Hótel Eddu að Stjórutjörnum er mjög notaleg útisundlaug, tæplega 17 metra breið. Góður heitur pottur er við laugina. 13 Öxarfjörður Sundlaugin í Lundi Frábær sundlaug með heit- um jarðsjó og því er laugin mjög heilnæm. Heitur pott- ur er einnig við laugina. 14 Selárdalur Selárdalslaug Laugin stendur við bakka Selár, um 12 kílómetra frá Vopnafirði, þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu. 15 Brúardalir Laugavalladalur Laugin er í Brúardölum norðan við Kárahnjúka og er alveg hreint yndisleg. Laug- in er í stífluðum læk við tún- jaðarinn. 16 Egilsstaðir Sundlaugin á Skjöldólfs- stöðum Notaleg sveitalaug sem starfrækt er við fyrrum húsnæði Skjöldólfsstaða- skóla. Góðir búningsklefar. 17 Öræfasveit Flosalaug Flosalaug í Svína- felli er hringlaga. Skemmtilegur samkvæmisleikur er að labba hring- inn með ferðafélög- um og reyna svo að snúa sér á móti straumnum. 18 Flúðir Hrunalaug Örfáum kílómetrum utan við Flúðir er Hrunalaug, grjót- hlaðin. Lítið steinsteypt hús þjónar hlutverki búnings- klefa. 19 Hellisheiði Klambragil Ótrúlega kósí náttúrulaugar í heitum læk. Hægt að fara tvær leiðir inn í gilið. Ann- aðhvort gönguleiðina upp frá Hveragerði eða aka línu- veginn sem liggur frá þjóð- veginum yfir Hellisheiðina og arkað yfir móann. Það tekur svona 15 mínútur. Synt í faðmi fjalla og fjöru Sund er ein helsta þjóðaríþrótt Íslendinga. Til fjalla og niðri í fjöru, bæjum og þorpum, víða um land er að finna alls kyns sund- laugar, af öllum stærðum og gerðum. Fréttablaðið tók saman upplýsingar um nokkrar laugar, af fjölmörgum. Yfir háanna-ferðatímann í sumar birtir helgarblað Frétta- blaðsins Íslandskort með upplýsingum fyrir ferðalanga. Um síðustu helgi var það vegvísir að nokkrum dýrindis veitingahúsum víðs vegar um land og í dag leiðarvísir að barnvænum stöðum víða um land. Á næstu vikum má svo búast við svipuðum vísum að ýmsum perlum sem vert er að muna eftir á ferðalaginu. Safnaðu síðunum! Þess má líka geta að... ... glænýr tækjasalur var opnaður fyrir skemmstu í Íþróttamiðstöðinni að Varmalandi sem fólk getur keypt sér aðgang að um leið og farið er í sund. ... skriða féll á Guðrúnarlaug að Laug- um fyrir um 140 árum en þá hafði laugin verið í notkun allt frá dögum Guðrúnar Ósvífursdóttur. ... ef maður er heppinn með tíma- setningu er oft fámennt í Pollinum á Tálknafirði og kyrrlát stemning. ... frítt er i Hörgshlíðarlaug en baukur er inni í litlum krúttlegum bún- ingsskúr við laugina fyrir frjáls framlög. Viðhaldið kostar sitt og er kostað af bóndanum á Hörgshlíðarbænum sem sér um laugina af stakri fyrrimynd. ... Vinsældir pottanna á Drangsnesi á Ströndum hafa ekki minnkað eftir að fyrirtaks sundlaug, sem líka er gaman að fara í, var reist í þorpinu. ... Jónasarlaug á Þelamörk var öll gerð upp fyrir rúmu ári og er ein sú flottasta á landsbyggðinni. ... vatnið í aðallauginni í Laugavalla- dal er um 37°C og laugin rúmar fjölda manns. ... laugin að Stórutjörnum er opnuð klukkan tvö á daginn og er opin til klukkan 21 á kvöldin. ... eitt það skemmtilegasta við að fara í náttúrulaugina í Laugavalladal er að hægt er að skola af sér í náttúru- legum volgum fossi. ... aðstaðan í Hrunalaug er frum- stæð en skemmtileg! Nánari vatnsfróðleikur um áðurnefnda sundstaði 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 1819
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.