Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 26
26 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
1 Hvalfjörður
Hreppslaug
Rétt við mynni Skorradals,
í Laugabúð, er skemmtileg
og einföld laug með þremur
heitum pottum og frábæru
útsýni yfir sveitina.
2 Borgarfjörður
Íþróttamiðstöðin Varmalandi
Ljúf sveitalaug með einum
heitum potti og ágætis sól-
baðsaðstöðu. Laugin er í um
5 kílómetra fjarlægð frá
Baulu.
3 Snæfellsnes
Lýsuhóll
Sjarmerandi sveitasundlaug
með heilnæmu ölkelduvatni
við Lýsuhól í Staðarsveit.
Laugin er opin frá klukkan
13-20 alla daga, en aðeins
yfir sumartímann.
4 Sælingsdalur
Guðrúnarlaug að Laugum
Laugin er endurgerð hinn-
ar fornu laugar sem meðal
annars er getið í Laxdælu.
Laugin er hlaðin, með bekkj-
um ofan í, og gestir geta
haft fataskipti í blygð-
unarhúsinu svokall-
aða fyrir ofan laug-
ina, sem einnig er
byggt að fornum sið.
Umhverfið allt er
einstakt.
5 Tálknafjörður
Pollurinn
Pollurinn í Tálkna-
firði eru þrír mis-
stórir og misdjúp-
ir steyptir pottar
með vatni úr hlíð-
inni. Það kostar
ekkert í pottana
og búningsaðstaða
er í snyrtilegum
skúr.
6 Mjóifjörður
Hörgshlíðarlaug
Laugin er staðsett í
Mjóafirði, neðan vegar í
flæðarmálinu, stutt fyrir
innan Hörgshlíðarbæinn.
Laugin er 6x2 metrar að
stærð og afar vel við hald-
ið af eigendum í Hörgshlíð.
Gott er að biðja ábúendur
um leyfi til böðunar ef þeir
eru heima.
7 Drangsnes
Pottar
Pot tar nir þr í r
á Drangsnesi á
Ströndum eru æði.
Þeir eru staðsett-
ir fyrir neðan veg, nálægt
sjónum, og eru mjög vel
sýnilegir frá þorpinu og
veginum. Vatnið er salt
í pottunum. .
8 Bjarnarfjörður
Gvendarlaug, Klúka
Aðal laugin ka l last
Gvendarlaug hins góða
og er rúmlega 60 ára
gömul falleg sveitalaug.
Rétt við hliðina á henni
eru tvær náttúrulaugar, en
aðra þeirra vígði Guðmund-
ur góði Arason árið 1237 og
kallast hún Gvendarlaug.
Hún var nýlega gerð upp
og má ekki baða sig í henni
en önnur sem rúmar 2-3 er
skammt undan.
9 Norðurfjörður
Krossneslaug
Krossneslaugin í Norður-
firði á Ströndum
er ein sú allra flott-
asta. Enginn lúxus, en
staðsetningin í stór-
grýttri fjörunni er ein-
stök.
10 Hörgárdalur
Jónasarlaug á
Þelamörk
Laugin nýtur mik-
illa vinsælda, enda
allur aðbúnaður
hundrað prósent,
með rennibraut, barnaleik-
tækjum, vatnsgufubaði og
heitum pottum.
11 Eyjafjörður
Sundlaugin Hrafnagili
Laugin var tekin í gegn árið
2007 og er því full af alls
kyns flottheitum. Sundlaug-
in er 25 m löng með heitum
pottum, sér busllaug,
gufubaði og sérstak-
lega stórri renni-
braut.
12 Húsavík
Stjórutjarnir
Við Hótel Eddu að
Stjórutjörnum er
mjög notaleg útisundlaug,
tæplega 17 metra breið.
Góður heitur pottur er við
laugina.
13 Öxarfjörður
Sundlaugin í Lundi
Frábær sundlaug með heit-
um jarðsjó og því er laugin
mjög heilnæm. Heitur pott-
ur er einnig við laugina.
14 Selárdalur
Selárdalslaug
Laugin stendur við bakka
Selár, um 12 kílómetra frá
Vopnafirði, þar sem hún
rennur í grunnu gljúfri.
Leitun er að jafn fagurri
staðsetningu.
15 Brúardalir
Laugavalladalur
Laugin er í Brúardölum
norðan við Kárahnjúka og er
alveg hreint yndisleg. Laug-
in er í stífluðum læk við tún-
jaðarinn.
16 Egilsstaðir
Sundlaugin á Skjöldólfs-
stöðum
Notaleg sveitalaug sem
starfrækt er við fyrrum
húsnæði Skjöldólfsstaða-
skóla. Góðir búningsklefar.
17 Öræfasveit
Flosalaug
Flosalaug í Svína-
felli er hringlaga.
Skemmtilegur
samkvæmisleikur
er að labba hring-
inn með ferðafélög-
um og reyna svo að snúa sér á
móti straumnum.
18 Flúðir
Hrunalaug
Örfáum kílómetrum utan við
Flúðir er Hrunalaug, grjót-
hlaðin. Lítið steinsteypt hús
þjónar hlutverki búnings-
klefa.
19 Hellisheiði
Klambragil
Ótrúlega kósí náttúrulaugar
í heitum læk. Hægt að fara
tvær leiðir inn í gilið. Ann-
aðhvort gönguleiðina upp
frá Hveragerði eða aka línu-
veginn sem liggur frá þjóð-
veginum yfir Hellisheiðina
og arkað yfir móann. Það
tekur svona 15 mínútur.
Synt í faðmi fjalla og fjöru
Sund er ein helsta þjóðaríþrótt Íslendinga. Til fjalla og niðri í fjöru, bæjum og þorpum, víða um land er að finna alls kyns sund-
laugar, af öllum stærðum og gerðum. Fréttablaðið tók saman upplýsingar um nokkrar laugar, af fjölmörgum.
Yfir háanna-ferðatímann í
sumar birtir helgarblað Frétta-
blaðsins Íslandskort með
upplýsingum fyrir ferðalanga.
Um síðustu helgi var það
vegvísir að nokkrum dýrindis
veitingahúsum víðs vegar um
land og í dag leiðarvísir að
barnvænum stöðum víða um
land. Á næstu vikum má svo
búast við svipuðum vísum að
ýmsum perlum sem vert er að
muna eftir á ferðalaginu.
Safnaðu síðunum!
Þess má líka geta að...
... glænýr tækjasalur var opnaður fyrir
skemmstu í Íþróttamiðstöðinni að
Varmalandi sem fólk getur keypt sér
aðgang að um leið og farið er í sund.
... skriða féll á Guðrúnarlaug að Laug-
um fyrir um 140 árum en þá hafði
laugin verið í notkun allt frá dögum
Guðrúnar Ósvífursdóttur.
... ef maður er heppinn með tíma-
setningu er oft fámennt í Pollinum á
Tálknafirði og kyrrlát stemning.
... frítt er i Hörgshlíðarlaug en
baukur er inni í litlum krúttlegum bún-
ingsskúr við laugina fyrir frjáls framlög.
Viðhaldið kostar sitt og er kostað af
bóndanum á Hörgshlíðarbænum sem
sér um laugina af stakri fyrrimynd.
... Vinsældir pottanna á Drangsnesi
á Ströndum hafa ekki minnkað eftir
að fyrirtaks sundlaug, sem líka er
gaman að fara í, var reist í þorpinu.
... Jónasarlaug á Þelamörk var öll
gerð upp fyrir rúmu ári og er ein sú
flottasta á landsbyggðinni.
... vatnið í aðallauginni í Laugavalla-
dal er um 37°C og laugin rúmar fjölda
manns.
... laugin að Stórutjörnum er opnuð
klukkan tvö á daginn og er opin til
klukkan 21 á kvöldin.
... eitt það skemmtilegasta við að
fara í náttúrulaugina í Laugavalladal er
að hægt er að skola af sér í náttúru-
legum volgum fossi.
... aðstaðan í Hrunalaug er frum-
stæð en skemmtileg!
Nánari vatnsfróðleikur um áðurnefnda sundstaði
1
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
1819