Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 10.07.2010, Qupperneq 52
6 FERÐALÖG HINSEGIN BRÚÐKAUPSFERÐ YNDISLEGT AÐ VERA Á LESBOS „Hér er alveg gott að vera í sól og sumaryl,“ segir Sigríður Birna Vals- dóttir leiklistarmeðferðarfræðingur, sem er ásamt kærustunni Faye Rigg- et, stödd í fríi á grísku eynni Lesbos. Eyjan hefur að sögn Sigríðar Birnu verið vinsæll dvalarstaður meðal lesbía um nokkra hríð, meðal annars vegna þess að þar fædd- ist skáldkonan Saffó sem sumir halda fram að sé fyrsta lesbían sem vitað sé um. „Lesbíur sækja einkum Skala Ersou, fæðingarstað Saffó, og þar eru konur áberandi, bæði á tilteknum hluta strandarinnar, auk þess sem konur eiga og reka marga staði, veitingahús, hótel og gistiheimili,“ segir Sigríður Birna en tekur fram að gagnkynhneigðir sæki eyjuna sömuleiðis í stórum stíl. „Og meirihluta íbúanna er auðvitað gagnkynhneigður.“ Sjálf hefur hún komið nokkrum sinnum áður til Lesbos og var svo lánsöm að kynnast þar Faye í sumarfríi árið 2007. „Síðan þá höfum við komið hingað í sumarfrí og njótum þess að vera í samvistum við áhugavert fólk.“ París Varla er hægt að ímynda sér rómantískari stað fyrir nýgift pör en höfuðborg Frakklands, þar sem hægt er að sigla niður Signu eða heimsækja Louvre-safnið. Þar er líka að finna hótel, bari og næturklúbba stílaða á samkynhneigða, einkum í Le Marais-hverfinu. Sydney Mardi Gras, karnival samkynhneigðra, fer fram í Syndey í Ástralíu snemma á ári hverju og er tilvalið að sækja heim fyrir þá sem vilja skipuleggja brúðkaupsferð langt fram í tímann. Hommabar- ir eru við Oxford Street og lesbíustaðir í Leichart og Erskinville. Höfðaborg Í Suður Afríku er hægt að upplifa alls kyns ævintýri með ástinni sinni, fara í safaríferð, flatmaga á ströndinni eða njóta góðrar matseldar, auk þess sem De Waterkant er aðalsvæði samkynhneigðra. Hjónabönd samkynhneigðra hafa verið lögleg þar síðan 2006. Keye West Samkynhneigðir hafa um langt skeið lagt leið sína til Keye West á Flórída í Bandaríkjunum, enda margt hægt að sjá og gera; skella sér á leiksýningu, skoða sögulegar byggingar, kafa í kóralrifi eða gista í uppgerðu setri frá Viktoríu-tímabilinu. Barcelona Þeir sem una góðum mat, hressilegu næturlífi, menningu og listum ættu ekki að vera sviknir af heimsókn til Barcelona á Spáni. Ramblan, Park Guell og Sagrada Família eru á meðal þess sem laðar til sín ferðamenn og margt í boði fyrir samkynhneigða. Efl aust munu mörg sam- kynhneigð pör íhuga að ganga í hnapphelduna á næstunni eftir að ein hjúskaparlög voru sam- þykkt á Íslandi. Brúð- kaup krefst mikils undir- búnings og að því loknu því kjörið að skella sér í ferðalag til að slappa af. Er þá úr mörgum spenn- andi stöðum að velja. Faye og Sigríður Birna. NO RD IP HO TO S/ GE TT Y 17.–22.08.2010 HELSINKI OG TALLINN Verð á mann frá: 140.840,- Innifalið í verði er fl ug, fl ugvalla- skattar, gisting í tveggjamanna herbergjum, morgunverður, skoðun- arferð um Helskinki, sigling til og frá Tallinn og skoðunarferð þar, skoðunarferð til Porvoo og íslenzk fararstjórn. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson Verð miðast við gengi og forsendur 23. marz 2010 og 30 manna hóp. Leitið nánari upplýsinga og kynnið ykkur fl eiri ferðir á okkar vegum á heimasíðu okkar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Sími 511 1515 www.ferdir.is outgoing@gjtravel.is ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.