Fréttablaðið - 10.07.2010, Side 62
34 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Á hverjum miðvikudegi í júlí og ágúst verða
haldnir orgeltónleikar í Kristskirkju í Landakoti í
Reykjavík. Tónleikarnir verða haldnir klukkan 12
til 12.30 og koma ýmsir organistar og tónlistar-
menn til með að spila þar í sumar.
Listamenn sem munu koma fram í tónleika-
röðinni eru til að mynda Hilmar Örn Agnarsson,
Tómas Eggertsson, Eyþór F. Wechner, Sólveig
Einarsdóttir, Christian Fischer, Friðrik Stefáns-
son, Eygló Rúnarsdóttir og Örn Falkner.
Aðgangur að tónleikaröðinni er ókeypis og
er öllum frjálst að mæta. Unnendur orgelleiks
og fagurrar tónlistar ættu því að gera fundið
eitthvað við sitt hæfi komandi miðvikudaga í
sumar.
Tónleikaröð í Kristskirkju
DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS Hádegistónleikar
verða alla miðvikudaga í júlí og ágúst
Gallery Villa kl. 18
Gallery Villa Reykjavíkur opnar dyr sínar
um helgina og býður þér og þínum að
koma og njóta það sem eftir lifir mánað-
ar. Sýningarnar verða opnar til 31. júlí og
opnunarvikan 9. - 16. júlí er viðburðavika,
sneisafull af frábærri og fjölbreyttri dag-
skrá. Nánari upplýsingar um hin fjölmörgu
gallerí sem taka þátt má finna á villa-
reykjavik.com.
> Ekki missa af
Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins (Ungfónía) frumflytur
trompetkonsert eftir Hafliða
Hallgrímsson á sunnudaginn á
þjóðlagahátíðinni á Siglu-
firði kl. 14.00, auk þess sem
tónleikarnir verða endurfluttir í
Neskirkju á mánudagskvöldið
kl. 20.00. Konsertinn er sam-
inn sérstaklega fyrir Sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins og
trompetleikarann Jóhann Má
Nardeau, sem er einn af fáum
trompetnemendum við Parísar
Konservatoríið.
Listahátíðin LungA hefst
á mánudaginn. Á hátíðinni
má finna listasmiðjur,
kvöldskemmtanir, tónleika-
veislur og uppskeruhátíð
svo eitthvað sé nefnt.
Mánudaginn 12. júlí hefst hin
árlega listahátíð LungA sem hald-
in er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst
með opnunarathöfn þar munu leið-
beinendur og LungAráð kynna sig
ásamt ýmsum listauppákomum.
Einnig mun söngkonan Lay Low
spila fyrir gesti.
Þetta er tíunda árið sem hátíðin
er haldin og því má ætla að mikl-
um áfanga sé náð í huga aðstand-
enda. Hún var haldin árið 2000 í
fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún
er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni
þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um
98 ungmenni á aldrinum 16 til 25
ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í
ár koma einnig 30 ungmenni að
utan, tólf frá Danmörku, tólf frá
Finnlandi og átta frá Noregi.
„Ég held þetta verði æðislegt!
Við erum öll mætt tímalega í
fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum
að vera smá tíma saman áður en
hún byrjar. Við hlökkum alla-
vega rosalega til,“ segir Björt Sig-
finnsdóttir, einn af stofnendum
listahátíðarinnar LungA. Fram-
kvæmdaráð telur um átta manns
auk framkvæmdastjórans, Aðal-
heiðar Borgþórsdóttur, sem geng-
ur undir nafninu mamma-LungA.
Að auki verða um 20 sjálfboðalið-
ar frá Veraldarvinum sem sjá um
gæslu á hátíðinni.
Auk listasmiðja yfir daginn eru
uppákomur öll kvöld sem opnar eru
almenningi. Um helgina er mikil
dagskrá sem um 3.000-4.000 manns
hafa sótt síðustu ár. „Á laugardag-
inn verður Pop Up markaður, lista-
opnanir og við frumsýnum LungA-
bókina sem gefin verður út í tilefni
afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess
erum við með tónleikaveislur alla
helgina en aðalafmælistónleikarn-
ir eru á laugardaginn frá klukkan
16 til eitt eftir miðnætti þar sem
spilað er á tveimur sviðum. Sleg-
ið verður upp grillveislu þar sem
veitingar verða til sölu auk þess
sem gestir hafa tök á því að mæta
með sinn eigin mat og grilla.“
linda@frettabladid.is
LUNGA HALDIN
Í TÍUNDA SKIPTI
FRAMKVÆMDARÁÐ LUNGA Allt er nú að verða tilbúið á Seyðisfirði fyrir hina árlegu
listahátíð LungA.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Tískusýningar eru
meðal þess sem er á dagskrá LungA.
Kílómetrar
eru vega-
lengdin frá
Reykjavík til Seyðisfjarðar.
HEIMILD: VEGAGERÐIN
680
Bókaútgá fan Opna · Sk ipho l t i 50b · 105 Reyk j av í k · s ím i 578 9080 · www.opna . i s
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
FJÖLLIN LAÐA
OG LOKKA
„Pétur er einn af orðlögðustu
ferðagörpum sinnar tíðar.“
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður
skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll
í félagi við Ara Trausta Guðmundsson.
Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í
ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar.
Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í
fjallaferðum. Hér lýsir hann göngu á 103
fjöll, há sem lág, löngum göngum og
stuttum - fyrir alla fjölskylduna. Hverri
göngulýsingu fylgir greinargott kort.