Fréttablaðið - 10.07.2010, Page 66
38 10. júlí 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Jónas Sigurðsson, fyrrver-
andi Sólstrandagæi, send-
ir frá sér sína aðra plötu í
byrjun október og kemur
hún út á vegum Cod Music.
„Ég er búinn að vinna í henni
lengi, eða síðan ég kláraði þá síð-
ustu,“ segir Jónas um nýju plötuna
sem nefnist Allt er eitthvað.
„Hún skiptist í hlið 0 og hlið 1
eins og gömlu plöturnar. Ég skipti
henni í tvennt og þarna eru tvö
þema sem eru að kallast á. Ann-
ars vegar þrá og hins vegar ein-
lægni,“ segir hann og bætir við
að mikill kraftur sé í fyrri hlut-
anum á meðan hinn sé öllu mýkri.
„Ég er að reyna að búa til and-
stæður, sem er svolítið vandmeð-
farið á plötu. Hún þarf að stand-
ast sem ein heild og þess vegna er
gaman að búa til mótsögn á plötu.
Ég ætla að sjá hvort það virkar en
maður veit það ekki fyrr en þetta
er komið út.“
Síðasta plata Jónasar, Þar sem
malbikið svífur mun ég dansa,
kom út fyrir jólin 2006 og hlaut
mjög góðar viðtökur. Titillag plöt-
unnar og lögin Ofskynjunarkonan
og Baráttusöngur uppreisnarklans-
ins á skítadreifurum fengu mikla
útvarpsspilun. Þar söng hann um
að bylting væri í vændum og gagn-
rýndi græðgisvæðinguna og kom
það á daginn að hann hafði sitthvað
til síns máls. Síðastnefnda lagið
hefur til að mynda verið mikið spil-
að í tengslum við mótmælin hér á
landi undanfarin misseri.
Spurður hvort einhvern „spá-
dóm“ um framtíð Íslands megi
finna á nýju plötunni eins og á
þeirri fyrri segir hann svo ekki
vera. „Ég er ekkert voða mikið
fyrir predikunarmúsík. Mér finnst
bara gaman að nota músíkina sem
form til að koma á framfæri hug-
myndum og pælingum.“
Á síðustu plötu vann Jónas með
dönskum tónlistarmönnum, enda
bjó hann þar í landi í fimm ár. Núna
vann hann með íslenskum tónlist-
armönnum og hefur sett saman
hljómsveitina Ritvélar framtíðar-
innar sem spilar á sínum fyrstu
tónleikum á Bræðslunni seinna í
mánuðinum. Fyrsta lagið af plöt-
unni, Hamingjan er hér, er komið
út og er það fáanlegt ókeypis á síð-
unni Tónlist.is næstu vikuna. Einn-
ig má hlusta á lagið á síðunni Jon-
assigurdsson.com.
freyr@frettabladid.is
SYNGUR UM ÞRÁ OG EINLÆGNI
Mér finnst bara gam-
an að nota músíkina
sem form til að koma á
framfæri hugmyndum og
pælingum.
JÓNAS SIGURÐSSON
TÓNLISTARMAÐUR
JÓNAS SIGURÐSSON Sólstrandagæinn fyrrverandi sendir frá sér sína aðra sólóplötu í byrjun október.
Leikkonan Angelina Jolie, sem
sést næst á hvíta tjaldinu í mynd-
inni Salt, segir
að ástæðan
fyrir góðu
sambandi
hennar og
leikarans
Brad Pitt sé
sú að þau séu
aldrei lengi í
burtu hvort
frá öðru og
eyði miklum
tíma með
fjölskyldunni. „Ég og Brad erum
aldrei í sundur í langan tíma.
Við erum aldrei lengur en í þrjá
daga án hvors annars. Við erum
stöðugt í sambandi,“ sagði Jolie.
„Við förum ekki mikið út á lífið.
Við erum mjög heimakær og erum
bara í náttfötunum í mömmu- og
pabba-hlutverkunum.“
Aldrei meira
en þrír dagar
Leikkonan Katie Holmes hefur nú
staðfest að hún muni heiðra vin-
sælu þáttaröðina Glee með nær-
veru sinni í næstu seríu. Holmes,
sem er hvað frægust fyrir að vera
gift leikaranum Tom Cruise, mun
leika gestahlutverk í fimm þátt-
um í þessaru sjónvarpsþáttaseríu
sem sýndir eru á Stöð 2 hér á landi.
Þættirnir eru með söngleikjasniði
og mun leikkonan vera byrjuð að
æfa sig af krafti til að geta látið
ljós sitt skína í söng og dansi.
Vinsældir Glee hafa verið gríð-
arlegar í Bandaríkjunum og
keppast stjörnurnar um að fá hlut-
verk. Þar á meðal hefur söngkonan
Katy Perry beðið aðdáendur sína
um að stofna Facebook-síðu til að
koma henni í þáttinn.
Holmes til Glee
FRÚ TOM CRUISE Katie Holmes hefur
tekið að sér að leika gestahlutverk í
næstu seríu af Glee-sjónvarpsþáttunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/WIREIMAGES
BRANGELINA
„Ég gæti ekki verið hamingjusamari með
þessa skiptingu,“ segir tónlistarmaður-
inn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann leik-
ur krypplinginn Riff Raff í stað hins full-
komna karlmanns Rocky í söngleiknum
Rocky Horror sem verður frumsýndur
hjá Leikfélagi Akureyrar 10. september.
Eyþór Ingi var upphaflega ráðinn til
að leika Rocky en þótti ekki henta í hlut-
verkið. „Ég var búinn að furða mig á
því og grínast með að leikstjórinn væri
greinilega ekki með á hreinu í hvaða
formi ég væri. Þegar hann hefur loks-
ins séð mig hefur honum fundist eitt-
hvað bogið við þetta,“ segir Eyþór Ingi
og bætir við að hann sé miklu frekar í
krypplingaformi. „Ég er miklu sáttari
við þetta hlutverk. Ég held að ég sé miklu
meiri krypplingur en hinn fullkomni
karlmaður. Þetta er líka meiri týpa og
það eru skemmtilegri lög sem ég
syng.“
Eyþór hefur legið yfir upp-
færslum af Rocky Horror á
hinum ýmsu tungumálum að
undanförnu til að undirbúa sig
fyrir nýja hlutverkið. „Ég ætla
að leggja allt í þetta og gera
þennan kryppling eins full-
kominn og hinn fullkomni
karlmaður ætti að vera.“
Jón Gunnar Þórðarson,
leikstjóri verksins, fagn-
ar þessu breytta hlutverki
Eyþórs. „Söngröddin hans Riff Raffs er
ótrúleg og þetta er flottur karakter. Þetta
er stærra hlutverk sem hann fékk núna.
Svo er það líka líkamsburðurinn. Hann
er ekki alveg nógu stæltur í hlutverk
Rocky. Við fáum vöðvabúnt í stað-
inn fyrir hann,“ segir hann
og á þar við Hjalta Rúnar
Jónsson. „Helsta
vinnan hans er
að lyfta þangað
til við frumsýn-
um.“ - fb
Úr vöðvabúnti í kryppling
RIFF RAFF Eyþór Ingi í
hlutverki krypplingsins
Riff Raff.
Leikarinn Michael C. Hall sem
fer með aðalhlutverkið í sjón-
varpsþáttunum Dexter er á
meðal þeirra sem tilnefndir eru
til Emmy-verðlaunanna í ár og
telja margir hann sigurstrangleg-
an ekki síst eftir að hafa glímt við
eitlakrabbamein.
Sjónvarpsþátturinn er tilnefnd-
ur til nítján verðlauna í ár, þar á
meðal sem besti dramatíski sjón-
varpsþátturinn.
„Þetta venst með árunum og
þetta verður minna sjokk,
þá á ég við flassið í
augun og lætin á rauða
dreglinum. Það er auð-
veldara að njóta þess
ef maður hefur gert
þetta áður,“ sagði leik-
arinn um Emmy-
verðlaunahátíð-
ina.
Tilnefndur
fyrir Dexter
SIGURSTRANGLEG-
UR Michael C. Hall
þykir sigurstrang-
legur á Emmy
verðlaunahátíð-
inni í ár.
Leikarinn Eddie
Cibrian, sem er
hvað þekktastur
fyrir hlutverk sitt
í þáttunum CSI
Miami, vill ekki
kvænast kær-
ustu sinni, söng-
konunni LeAnn
Rimes, því hann
óttast að það komi óorði á hann.
„LeAnn hélt að Eddie mundi
kvænast henni, en hann er ekki
hrifinn af hugmyndinni. Mann-
orð hans hefur beðið hnekki eftir
framhjáhaldið. Hann óttast að
fólk dæmi hann ef hann kvænist
LeAnn,“ var haft eftir vini.
Vill ekki
kvænast
> BLÖNK SYSTIR
Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian
er orðin blönk því hún og kærasti henn-
ar eyða um efni fram. „Hún er alltaf
að biðja móður sína um peningalán,
en samt er hún að skoða íbúð í miðri
Manhattan. Hún eyðir allt of miklu
og nú er hún komin í vandræði. Hún
er nánast komin á hausinn,“ var haft
eftir nafnlausum heimildarmanni.
Aukatónleikar Basil kórsins frá Moskvu í Langholtskirkju
laugardaginn 24. júlí kl. 20.00
Forsala á midi.is
Leiksýning í Borgarnesi
á sunnudaginn kl 14:00
Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús
Veitingar - Gjafavara
www.bruduheimar.is
Sími 530 5000