Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2010 13
Það er ekki svo langt síðan allir gátu sagst vera orðnir hallir
undir kenningar Keynes. Fjár-
málageirinn og kenningin um
óhefta markaði hafði næstum
riðið heiminum að fullu. Mark-
aðirnir leiðréttu sig augljóslega
ekki sjálfir. Afnám regluverks
reyndist ömurleg mistök.
„Nýjungarnar“ sem nútíma
fjármálakerfið kynnti til sög-
unnar leiddu ekki til meiri lang-
tímaskilvirkni, hraðari vaxtar
eða meiri hagsældar fyrir alla.
Þær voru hannaðar til að kom-
ast framhjá bókhaldi og sköttum,
sem hið opinbera þarf til að fjár-
festa í grunnstoðum og tækni,
sem liggja að baki raunveruleg-
um vexti en ekki draugavexti
eins og þeim sem fjármálageir-
inn bauð upp á.
Heimili er ekki ríki
Fjármálageirinn predikaði ekki
aðeins hvernig ætti að skapa
kraftmikið hagkerfi, heldur
líka hvernig ætti að bregðast
við kreppu (sem ríkisvaldið gat
aðeins orsakað, samkvæmt hug-
myndafræðinni, ekki markað-
urinn). Í samdrætti minnka rík-
istekjur og útgjöld aukast, til
dæmis vegna atvinnuleysisbóta.
Í framhaldi af því eykst fjárlaga-
hallinn.
Harðlínumenn úr röðum fjár-
málageirans töldu að ríkisvald-
ið ætti að einblína á að eyða fjár-
lagahallanum, helst með því að
halda aftur af útgjöldum. Nið-
urskurðurinn myndi endurreisa
traust, sem myndi glæða fjárfest-
ingar nýju lífi – og þar með vöxt.
Þótt þessi röksemdarfærsla kunni
að hljóma sannfærandi, hefur
sagan ítrekað sýnt að hún geng-
ur ekki upp.
Þegar Hernert Hoover Banda-
ríkjaforseti reyndi þessa for-
skrift, stuðlaði það að því að
hrunið á verðbréfamörkuðum
1929 breyttist í Kreppuna miklu.
Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn reyndi sömu formúlu í Aust-
ur-Asíu árið 1997, breyttist nið-
ursveifla í samdrátt, sem varð að
lokum að kreppu.
Röksemdarfærslan fyrir þess-
ari kenningu er gölluð. Heimili
sem skuldar meiri peninga en
það getur endurgreitt með góðu
móti, verður að halda útgjöldun-
um í skefjum. En þegar ríkisvald
gerir þetta, dregur úr framleiðslu
og tekjum, atvinnuleysi eykst og
ríkið hefur minna á milli hand-
anna til að endurgreiða skuldirn-
ar. Það sem á við heimili á ekki
við um ríki.
Aðrir vara við því að ríkisút-
gjöld keyri upp stýrivexti og kæfi
þannig einkafjárfestingu. Þetta
eru gild sjónarmið í góðu árferði
þegar atvinnuástand er eðlilegt.
En þau eiga ekki við núna, í ljósi
þess hversu ótrúlega lágir lang-
tímastýrivextir hafa verið.
Í Evrópu, sérstaklega Þýska-
landi, og í vissum ríkjum Banda-
ríkjanna eykst krafan um aðhald í
samræmi við aukinn fjárlagahalla
og skuldasöfnun. Ef orðið verður
við því, eins og raunin virðist vera
í mörgum löndum, gæti það haft
skelfilegar afleiðingar í för með
sér, sérstaklega í ljósi þess hversu
viðkvæm endurreisnin er. Hag-
vöxtur verður lítill, kreppan gæti
aftur náð undirtökum í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Örvunaraðgerðir, uppáhalds
Grýla harðlínumannanna, eru
ekki helsta ástæðan fyrir auknum
ríkisútgjöldum og skuldasöfnun;
þær eru afleiðingar skattalækk-
ana og aukinnar eyðslu sem fylgja
jafnan hagsveiflum. Aðhald dreg-
ur úr hagvexti og skuldirnar eiga
í besta falli eftir að lækka örlítið.
Einföld uppskrift
Hagfræði í anda Keynes virkaði:
hefði það ekki verið fyrir örvun-
araðgerðir ríkisvaldsins hefði
kreppan verið lengri og dýpri
og atvinnuleysi enn meira. Þetta
þýðir ekki að við eigum að hunsa
skuldastöðuna. En það sem máli
skiptir eru langtímaskuldir.
Keynes-hagfræðin býður upp
á einfalda uppskrift: í fyrsta lagi
forgangsraða; hætta að eyða pen-
ingum í óuppbyggilega hluti á
borð við stríðin í Írak og Afgan-
istan eða til að bjarga bönkum án
þess að það blási lífi í lánveiting-
ar, en verja fénu þess í stað í fjár-
festingar sem gefa vel af sér.
Í öðru lagi að ýta undir neyslu
og stuðla að jafnari lífskjörum og
skilvirkni. Það má gera með því
að skattleggja fyrirtæki sem end-
urfjárfesta ekki og lækka skatta
til þeirra sem það gera; hækka
skatta á hagnað af spákaup-
mennsku (til dæmis í fasteigna-
viðskiptum) eða fyrirtæki sem
losa út mikið af gróðurhúsaloft-
egundum, en lækka skatta á þá
tekjuminnstu.
Önnur úrræði gætu komið
gagni. Stjórnvöld ættu til dæmis
að hlaupa undir bagga með bönk-
um sem lána litlum og meðalstór-
um fyrirtækjum, þar sem mesta
atvinnusköpunin á sér stað – eða
að koma nýrri stofnun á laggirnar
sem tæki það að sér, frekar en að
styrkja stóra banka sem hagnast á
afleiðuviðskiptum eða snúningum
í kreditkortaviðskiptum.
Dyntóttur húsbóndi
Fjármálageirinn hefur lagt
mikið á sig til að skapa kerfi sem
styrkir málstað hans; á frjáls-
um og opnum fjármálamarkaði
getur fjármagnið flætt yfir lítið
land eina stundina en þá næstu
eru vextirnir orðnir himinháir
eða fjármagnið hefur verið flutt
annað. Við slíkar aðstæður virð-
ast lítil lönd ekki eiga neinna
kosta völ: fjármálageirinn heimt-
ar aðhald af hálfu ríkisins elleg-
ar flytur hann burt með pening-
ana sína. Fjármálamarkaðurinn
er hins vegar strangur og dynt-
óttur húsbóndi. Daginn eftir að
Spánn tilkynnti um aðhaldsað-
gerðir lækkuðu ríkisverðbréf
landsins um flokk. Vandinn var
ekki lítil trú á að spænsk yfirvöld
myndu standa við loforðin, heldur
trú á að þau myndu einmitt gera
það og það myndi draga úr hag-
vexti og auka atvinnuleysi, sem
þegar var í 20 prósentum. Eftir
að hafa siglt hagkerfi heimsins
í strand, eru skilaboð fjármála-
geirans til landa eins og Spánar
og Grikklands: ef þið skerið ekki
niður hafið þið verra af en ef þið
skerið niður munuð þið líka hafa
verra af.
Peningar eru ekki markmiðið
Fjármagn er leið til að ná ákveðnu
markmiði, ekki markmiðið sjálft.
Það á að þjóna hagsmunum sam-
félagsins, ekki öfugt. Að koma
böndum á fjármálamarkaði verð-
ur ekki auðvelt en það er hægt
og verður að gera, með blandaðri
aðferð skattlagningar og reglu-
gerða. Í sumum tilfellum verð-
ur hið opinbera að hlaupa til og
veita ákveðna þjónustu (sem það
er þegar byrjað að gera, til dæmis
með lánum til lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja).
Það þarf ekki að koma á óvart
þótt fjármálageirinn vilji ekki
láta koma taumhaldi á sig. Fyrir-
komulagið hentaði honum vel eins
og það var. Þar sem lýðræðið er
veikt og spilling landlæg hefur
fjármálageirinn úrræði til að
sporna við breytingum. En góðu
heilli hafa íbúar Evrópu og Banda-
ríkjanna fengið sig fullsadda. Sú
stund er runninn upp að koma
böndum á markaðinn. Það er enn
margt ógert í þeim efnum.
©Project Syndicate. Millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
Að beisla markaðinn á tímum niðurskurðar
Í dag
Joseph Stiglitz
Nóbelsverðlaunahafi í
hagfræði og prófessor
við Columbia-háskóla
Heimili sem skuldar meiri peninga en
það getur endurgreitt með góðu móti,
verður að halda útgjöldunum í skefj-
um. En þegar ríkisvald gerir þetta,
dregur úr framleiðslu og tekjum, at-
vinnuleysi eykst og ríkið hefur minna
á milli handanna til að endurgreiða
skuldirnar. Það sem á við heimili á
ekki við um ríki.
airgreenland.com
Höfuðborg Grænlands
- spennandi áfangastaður
Þú færð nýja sýn á lífið í ferð til Nuuk. Í þessari aðlaðandi höfuðborg mætast fortíð og framtíð í götumynd gamalla tréhúsa
og nýrra bygginga. Það er ógleymanleg tilfinning að sigla inn 100 km langan Nuuk fjörðinn með 1000 metra há fjöll á
hvora hlið og sjá í fjarðarbotninum hvernig skriðjökulinn teygir sig ofan í sjó. Frá Nuuk er einnig upplagt að heimsækja
þorpið Kapisillit og kynnast hefðbundnu veiðimannaþorpi í stórfenglegri náttúru.
FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL NUUK, ÖNNUR LEIÐIN FRÁ AÐEINS 38.093,- ISK*
Skattar og gjöld innifalin.
*1.749 DKK. Miðað við Visa kortagengi 08.07.2010 og 21.78 ISK = 1 DKK, með fyrirvara um breytingar á gengi ISK.