Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. júlí 2010 17 timamot@frettabladid.is „Okkur þykir mjög gaman að hafa náð þessum áfanga og þótt ekki sé um stór- afmæli að ræða þannig séð þá erum við sökum aldurs að slá met á hverj- um degi,“ segir Stefán Einar Stefáns- son, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags sem varð 195 ára um síð- ustu helgi og er elsta starfandi félag á Íslandi. Hið íslenska Biblíufélag var stofnað á prestastefnu í Reykjavík þann 10. júlí 1815 sögn Stefáns. „Félagið var stofnað á heimili Geirs Vídalín biskups að Aðal- stræti 10, sem oft er kallað Fógetahúsið en ætti að þekkjast sem biskupsgarð- ur, fyrir tilstuðlan Ebenezers Hender- sonar. Ebenezer var skoskur prestur og trúboði sem kom hingað til lands á vegum Breska og erlenda biblíufélags- ins árið 1814 og fór hér um sveitir og gaf og seldi landsmönnum Biblíuna sem var þá orðin af skornum skammti, bæði á heimilum og í kirkjum landsins. Í framhaldi af því sáu menn ástæðu til að koma Biblíunni enn betur á fram- færi og stuðla að kynningu hennar og lestri um landið og hefur það frá upp- hafi verið meginmarkmið Hins íslenska biblíufélags,“ útskýrir hann. Veigamikill þáttur í starfi félagsins hefur verið útgáfa á íslenskri þýðingu Biblíunnar, en þær hafa verið nokkr- ar frá því sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1841. „Hún var prentuð í Viðey og því oft kölluð Viðeyjarbiblían þar sem gætir mjög áhrifa Sveinbjörns Egils- sonar, rektors við Lærða skólann. Því starfi hefur verið haldið áfram eftir það og síðasta heildstæða þýðingin leit dagsins ljós 18. október 2007,“ segir Stefán. Nokkur styr stóð um þá þýð- ingu, meðal annars vegna notkunar einstakra orða, en Stefán segir að það hafi svo sem ekki komið á óvart þar sem flestar þýðingar á Biblíunni hafi verið umdeildar í gegnum tíðina. „Sem dæmi uppnefndu sumir þýðinguna 1908 Heiðnu biblíuna þar sem mönnum þótti hún taka þannig á texta ritningarinnar að hún væri kristnum ekki samboðin. Nú eru flestir ánægðir með hana og ég tel að í fyllingu tímans muni sömuleið- is góð og víðtæk sátt nást um síðustu þýðingu.“ Spurður hvað sé svo á döfinni, segir Stefán félagsmenn þegar vera farna að huga að 200 ára stórafmælinu þótt fimm ár séu enn til stefnu. „Við erum að skoða í samráði við erlend biblíufé- lög sem hafa staðið í svipuðum sporum hvernig best sé að fagna þessum tíma- mótum. Ekki er þó komin föst mynd á dagskrána en ráðgert er að árið 2015 verði allt helgað þessu afmæli með viðburðum af fjölbreyttum toga, en við teljum góðan leik að hefja undir- búning svona snemma,“ segir hann og bætir við að eins standi til að fjölga félagsmönnum. „Við erum þegar farin að beita nýstárlegum aðferðum til að vekja athygli á félaginu og erum meðal annars komin á Facebook,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG: ER 195 ÁRA SLÁUM MET Á HVERJUM DEGI FRAMKVÆMDASTJÓRI Stefán Einar Stefánsson tók nýverið við stöðu framkvæmdastjóra Hins íslenska biblíufélags en samhliða því kennir hann siðfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og segir fara vel á því að blanda þessu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR INGMAR BERGMAN FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Leikhúsið er eins og trygg eiginkona. Kvikmyndin stór- kostlegt ævintýri – kostnaðar- söm og krefjandi hjákona.“ Ingmar Bergman (1918-2007) var sænskur leikstjóri, sem leikstýrði á sviði og hvítu tjaldi og skrifaði handrit að kvikmyndum. Fanny og Alexander og Vetrarljós eru á meðal þekktra mynda hans. Hringvegurinn, eða þjóðvegur 1, er 1.339 kílómetra vegur sem tengir velflest byggileg héruð á Vestur-, Norður-, Austur- og Suð- urlandi. Vegurinn var fullgerður með opnun Skeiðarárbrúar á Skeiðarársandi á þessum degi árið 1974, en að því hafði mark- visst verið stefnt frá árinu 1967. Lengi hefur verið vinsælt meðal íslenskra, og seinna erlendra, ferðamanna að fara hringveginn enda margt að sjá á leiðinni. Leiðin er líka tiltölulega auðveld yfir- ferðar, vegurinn að mestu leyti með bundnu slitlagi og tvíbreiður nema í gegnum stærri bæi þar sem hann er breiðari. Af þeim sökum verður oft mikill umferðarþungi á tilteknum vegarköflum, mest í nágrenni höfuðborgarinnar og stærri bæja eins og Selfoss og Akureyrar en fjarri þéttbýli er að finna kafla þar sem umferð er lítil eða undir 100 ökutækjum á dag. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 14. JÚLÍ 1974 Hringvegurinn fullgerður Elsku dóttir okkar og systir Ástríður Tómasdóttir lést af slysförum 11. júlí. Ásta Svavarsdóttir Tómas R. Einarsson Kristín Svava Tómasdóttir Ása Bergný Tómasdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, Erna Björg Guðmundsdóttir Tjarnarhólma 2, Stykkishólmi sem lést sunnudaginn 4. júlí á gjörgæsludeild Landspítalans, verður jarðsungin frá Stykkishólms- kirkju föstudaginn 16. júlí kl. 15.00. Guðþór Sverrisson Guðmundur Þór Guðþórsson Jóhanna María Ríkharðsdóttir Kristján Valur Guðþórsson Guðmundur Rúnar Guðþórsson Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir Guðríður Guðmundsdóttir Þorsteinn Svavar McKinstry Guðrún Guðmundsdóttir Sveinn Einar Magnússon Björgvin Trausti Guðmundsson Nína Berglind Sigurgeirsdóttir Arndís Þórðardóttir og barnabörn. Elskulegur sonur, bróðir og barnabarn, Stefán H. Skúlason, Hólmasundi 2, lést að morgni 12. júlí sl. á Landspítala, Fossvogi. Útför verður auglýst síðar. Katrín Árnadóttir Páll E. Winkel Guðný Kristín Winkel Katrín Pála Winkel Guðný Sigurðardóttir Árni Hreiðar Þorsteinsson Ástkær móðir mín og tengdamóðir Sesselja Halldórsdóttir sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði þann 9. júlí síðast- liðinn verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. júlí kl. 11.00. Rósa Halldórsdóttir Ragnar Hjaltason Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Björgvinsson Hlíðarvegi 4, Kópavogi lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 16. júlí kl. 15.00. Lára Magnúsdóttir Ingibjörg Árnadóttir Björgvin Bjarnason Guðrún Ósk Birgisdóttir Sigurlaug H. Bjarnadóttir Skúli Baldursson Stefán Pétur Bjarnason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi Snorri Arinbjarnarson mjólkurfræðingur, Mýrarvegi 111 Akureyri lést föstudaginn 9. júlí á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Guðrún Guðmundsdóttir Unnur Snorradóttir Bjarki Kristinsson Helga Snorradóttir Kristján Ólafsson Arinbjörn Snorrason Friðný Møller Guðmundur Hoff Møller Maríanna Hoff Møller Bjarki Heiðar Ingason Hildur Soffía Vignisdóttir Helga Þórey Ingadóttir afa- og langafabörn. Hjartkær amma okkar, systir og mágkona, Þórunn Árnadóttir, Seli í Grímsnesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, sunnudaginn 4. júlí. Hún verður jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn 16. júlí kl. 14. Aðalbjörg Skúladóttir Halldóra Þórdís Skúladóttir Árni Kristinn Skúlason Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Sigtryggsson Unnur Ása Jónsdóttir Skúli Kristinsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi Gylfi Magnússon Hjarðarholti 13 Akranesi lést 11. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Aðalheiður Gylfadóttir Ásgeir Ólafsson Magnea Gylfadóttir Hörður Einarsson Ebba Magnúsdóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.