Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 14
14 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Það gleður mig að við Ásgrím-ur Angantýsson, málfarsráðu- nautur Ríkisútvarpsins, skulum vera sammála um „það meginsjón- armið íslenskrar málstefnu að það beri að varðveita íslenskt málkerfi í megindráttum og efla málnotkun á sem flestum sviðum“. En samt skil ég ekki enn hvar skilin eru á milli eðlilegra athugasemda við málfar og „bókstafstrúarmanna með staðnaðan hugsunarhátt“ – ef svo mætti að orði komast. Með öðrum orðum: Hvernig ber að skilgreina „dómhörku og alltof ríka tilhneigingu til umvöndunar í umræðu og ábendingum um mál- far“? Falla til að mynda meistari HH, Hallbjörn Halldórsson prentari, og Jón Helgason ritstjóri, svo tveir „málvöndunarmenn“ fortíðarinn- ar séu nefndir, undir þá skilgrein- ingu? Og telst þá hugsunarháttur þeirra sem halda enn uppi mál- vöndunarumræðu, nærri 70 árum síðar, vera staðnaður? Ég velti t.d. fyrir mér hvort sé of mikil dómharka að gera athuga- semd við þau orð fréttamanns í tíu- fréttum Sjónvarps 12. júlí sl. að einhverjir kaupsýslumenn vildu „festa kaup á kolkrabbann get- spaka“, sem spáði rétt um úrslit allra leikjanna í heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu. Eða að benda fólki á að það sé einfaldlega ekki rétt að segja „spá í því“ eins og nánast allt ungt fólk segir og ég heyrði í Ríkisútvarpinu nýverið (þetta er samsláttur á orðatiltækj- unum „spá í það“ og „pæla í því“ svo það sé á hreinu). Er óviðeigandi „neikvæðni“ fólg- in í því að benda fréttamönnum Ríkisútvarpsins á að „hlutabréf“ og „hlutafé“ er tvennt? Nú er „hlutafé“ oftast haft um hvort tveggja. Eða leyfist manni að benda á ofnotk- un viðtengingarháttar án þess að vera nefndur „bókstafstrúarmað- ur“? Eitt sinn var sagt við mig í verslun: „Það er þarna í hillunni ef það sé til“. Eða ofnotkun svonefnds dvalarhorfs? „Ég er ekki að skilja þetta“. Ég hef áður skrifað grein um það sem ég nefndi „andlát sagn- beyginga“; ég benti á að ef sögnin „að vera“ og nafnháttur umsagn- arinnar er ætíð notað í stað ein- faldrar nútíðar (ég skil þetta ekki) stendur sögnin óbeygð. Íslensku- fræðingar fullyrða sumir að þetta sé hættulaust en ég fullyrði á móti að með þessari breytingu sé verið að útrýma sagnbeygingum, einu af einkennum íslenskrar tungu. Það er einkennandi fyrir yngri kynslóðir íslenskufræðinga að þeir eru hræddir við hinar „einstreng- ingslegu viðmiðanir um rétt og rangt“. Þess vegna er að þeirra mati eina rétta leiðin að líta á öll afbrigði í málfari sem „málvenju“. Þetta kann að eiga við um sumt en ef þessu er fylgt allt til enda kall- ast það ekkert annað en að tungu- málið sé látið reka á reiðanum (það er einmitt reiðareksstefnan, sem ráðunauturinn nefnir nokk- uð hæðnislega í upphaflegri grein sinni). Íslendingar eru eina Norður- landaþjóðin sem hefur aldrei týnt ritmáli sínu. Íslenskur almenning- ur hefur alla tíð getað notfært sér þetta forna ritmál sem hefur verið eins konar „lím“ hins talaða tungu- máls. Af þeim sökum hefur íslensk- an breyst mun minna en önnur tungumál á Norðurlöndum til þessa en í seinni tíð hefur hún haft til- hneigingu til að þróast í sömu átt og þau hafa gert, til einföldunar og fábreytni í orðavali. Gegn þessu tel ég nauðsynlegt að sporna. Fyrrnefndur Hallbjörn Halldórs- son skrifaði árið 1944 að framtíð- arhugsjón okkar Íslendinga um íslenskt mál ætti að vera að skila því til eftirkomendanna að þúsund árum liðnum minna breyttu en eftir þúsund árin sem enduðu þá „en miklum mun auðugra, tamd- ara, ræktaðra, fágaðra og full- komnara, svo að Íslendingar, er lifa og minnast vor og feðra vorra á þjóðhátíðinni 17. dag júnímánaðar árið 2944, eigi ekki erfiðara með að skilja ræðu fyrsta forseta Íslands á Lögbergi að Þingvöllum þennan dag í ár en vér til dæmis ræðu Ein- ars Þveræings nú eða Hafursgrið, ef þau eru skilmerkilega lesin og skynsamlega flutt.“ Hvort er málrækt í þessum anda staðnaður hugsunarháttur og raka- laus gagnrýni eða umræða sem við eigum að þora að taka? Málvernd eða stöðnun? Íslenskt mál Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veld- ur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamn- ings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkja- samstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópu- samband nútímans með 27 aðild- arríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eft- irbátar um að koma á viðskipta- frelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stund- um kallað aukaaðild að ESB. Skoð- anakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnu- breytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálf- stæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hol- lendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leys- ast þegar fyrir liggur að Íslending- ar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgild- ur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varð- andi sérmál okkar, einkum sjáv- arútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varan- legur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir rösk- um 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubanda- lags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráð- herra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðild- inni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðis- manna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubanda- lagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmik- ill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá far- sæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árun- um 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það við- skiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gísla- son, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inn- gönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óról- eika í umræðunni. En það er ein- mitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samn- ingar eru að hefjast. Ætla þá ein- hverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel tak- ast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Friður og frjáls viðskipti Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Ósykrað Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið Urð og grjót - Upp í mót ... HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Meindl Colorado Lady GTX Vinsælir og góðir. Nubuk leður. Gore-Tex vatnsvörn Multigriff sóli. Þyngd: 750g (stærð 42) Einnig til í herrastærðum. Verð 42.990 kr. Trezeta Tiwanacu Pro Vatnsvarðir og vandaðir. Hentugir í lengri göngur. Góður ökklastuðningur. Vibram sóli. Þyngd: 710g (stærð 42) Einnig fáanlegir í herraútfærslu. Verð 28.990 kr. Trezeta Maya Vandaðir og léttir skór. Góð vatnsvörn og öndun. Vibram sóli. Ökklastuðningur. Þyngd: 620g (stærð 42) Einnig fáanlegir í dömuútfærslu (ljósari litur). Verð 22.990 kr. Evrópumál Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.