Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 10
 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Skýrsla AGS um skattamál Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Breyta ætti skattareglum svo einkahlutafélög einyrkja þurfi að greiða tekjuskatt af greiðslum til eigenda að mati sérfræðinga AGS. Þeir telja núverandi fyrirkomu- lag ófullnægjandi. Leggja til kerfi svipað og á hinum Norðurlöndunum. Lagt er til að ýmsar breytingar verði gerðar á íslenska skattkerfinu í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld. Í skýrslunni er farið yfir kosti og galla íslenska kerfisins. Sérfræðingar sjóðsins segja það að mörgu leyti gott, sér í lagi þar sem það sé fremur einfalt og með fáum undantekningum. Skattkerfið er þó fráleitt galla- laust að mati AGS, og eru meðal annars gerðar athugasemdir við svokallaða ehf-væðingu sem orðið hefur á undanförnum árum. Und- anfarið hafa einyrkjar haft umtals- verðan hag af því að stofna einka- hlutafélög utan um reksturinn til að geta tekið hluta af tekjunum af vinnu sinni út úr félögunum sem hagnað en ekki hefðbundin laun. Af venjulegum tekjum greiða launamenn skatt á bilinu 37,2 til 46,1 prósent. Af hagnaði fyrirtækja er hins vegar greiddur samtals 32,7 prósenta skattur. Til að koma í veg fyrir að einyrkj- ar greiði sjálfum sér engin laun og taki allar tekjur umfram útgjöld sem hagnað þurfa þeir að greiða sjálfum sér eðlileg laun. Ríkið ákveður á hverju ári hver lágmarks- laun í hinum ýmsu stéttum einyrkja eru, allt frá smiðum að taugaskurð- læknum. Allt umfram launin, sem kölluð eru reiknað endurgjald, er svo hægt að taka út sem hagnað, og greiða af því lægri skatt. Sérfræðingar AGS gera alvarleg- ar athugasemdir við þetta kerfi, og segja það ófullnægjandi. Þeir benda á að lágmarkslaun hinna ýmsu stétta virðist allt of lág, og þau hafi ekki hækkað frá árinu 2007, þrátt fyrir miklar breytingar á almennum laun- um frá þeim tíma. AGS leggur til að farin verði sama leið hér á landi og á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð AGS gagnrýnir ehf- væðingu síðustu ára STJÓRNSÝSLA Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra segir skatta- hækkanir af einhverju tagi vera nauðsynlegar til að auka tekjur rík- issjóðs. Hún telur það vera af hinu góða að fá hugmyndir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) varðandi breytingar á skattakerfinu, en þó séu lokaákvarðanir alfarið í hönd- um stjórnvalda. Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hækka tekju- skatt hjá meðaltekjufólki. „Verið er að tala um 375 þúsund króna tekjumörk í því sambandi og í mínum huga kemur það ekki til greina. Einn- ig verður mjög vafasamt að fara í hækkan- ir á virðisauka- skatti matvæla,“ segir forsæt- isráðherra. „Ekki er hægt að horfa á málið frá þröngum sjónarhóli hagvaxt- ar eins og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn gerir, heldur verður einnig að horfa á hvað heimilin í landinu þola í þessu sambandi.“ Fjármálaráðuneytið óskaði eftir úttekt á íslenska skattkerfinu hjá AGS og tillögum um hvernig auka mætti tekjur ríkisins og ætti hækkunin að nema einni til tveim- ur prósentum af vergri landsfram- leiðslu á komandi árum, eða 15 til 30 milljörðum króna miðað við síð- asta ár. Samkvæmt tillögum AGS ætti meðal annars að hækka skatt á matvælum úr 7 prósentum upp í 25,5 prósent og leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins. - sv Forsætisráðherra ósammála skýrslu AGS varðandi tillögur að skattabreytingum: Hækkun skatta óhjákvæmileg JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Höfuðstóll verðtryggðra lána íslenskra heimila gæti hækkað um samanlagt ríflega 33 milljarða króna fari ríkisstjórnin að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og hækki virðisauka- skatt á öllum vörum í 25,5 prósent. Matvörur, heitt vatn, rafmagn, bækur, blöð, tímarit, hljóm- plötur og fleira ber í dag sjö prósenta virðisaukaskatt, en aðrar vörur 25,5 prósent. Í tillögum AGS, sem unnar voru fyrir íslensk stjórnvöld, er meðal annars sett fram sú hugmynd að leggja 25,5 prósenta virðisaukaskatt á allar vörur. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins myndi það hækka vísitölu neysluverðs, og þar með verðbólguna, um 2,6 prósent. Það myndi hafa bein áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána. Þannig myndi höfuðstóll verðtryggðs húsnæðisláns sem stendur í dag í 20 milljónum hækka um 520 þúsund krónur yrðu hugmyndir AGS að veruleika. Ekki var hægt að fá nýjar upplýsingar um heildarupphæð verðtryggðra skulda íslenskra heimila hjá Seðlabankanum í gær. Í lok árs 2008 stóðu skuldirnar í 1.175 milljörðum króna. Miðað við þróun verðlags má áætla að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila standi í um 1.285 milljörðum króna í dag. Þær myndi hækka um ríflega 33 milljarða yrðu hugmyndir AGS að breytingum á virðisaukaskatti að veruleika. Verðbólga eykst um 2,6 prósent hækki virðisaukaskattur í samræmi við hugmynd AGS: Höfuðstóll lána hækkar um 33 milljarða Mánaðartekjur 350 þúsund krónur 500 þúsund krónur 750 þúsund krónur Núverandi skattkerfi 134.620 kr. í skatt 194.800 kr. í skatt 301.100 kr. í skatt Tillaga AGS 130.200 kr. í skatt 198.500 kr. í skatt 316.500 kr. í skatt Heimild: Ríkisskattstjóri og skýrsla AGS. Upphæðir eru reiknaðar án persónuafsláttar. Hugmyndir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að fækka skattþrepunum úr þremur í tvö myndu lækka skattbyrði fólks með undir 450 þúsund krónur í mánaðartekjur en hækka byrðar þeirra sem eru með hærri tekjur, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Tillögur AGS eru reifaðar í skýrslu um íslenska skattkerfið, sem unnin var að beiðni íslenskra stjórnvalda, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Í tillögum AGS er gert ráð fyrir 37,2 prósenta skatti á mánaðartekjur að 375 þúsund krón- um, og 47,2 prósenta skatt á tekjur yfir þeim mörkum. Í því skattkerfi sem er við lýði á Íslandi í dag greiðir fólk 37,2 prósenta skatt á tekjur að 200 þúsundum, 40,1 prósent af tekjum frá 200 þúsundum að 650 þúsundum, og svo 46,1 prósent af tekjum yfir 650 þúsundum. Yrðu tillögur AGS teknar upp hér á landi myndi einstaklingur með 300 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiða um 3.000 krónum lægri upphæð í skatt á mánuði. Einstaklingur með 800 þúsund króna tekjur myndi aftur á móti greiða um 16.000 krónum meira á mánuði. Leggja til lægri skatta á tekjulága MÓTMÆLI Boðað var til mótmæla fyrir utan skrifstofu AGS við Hverfisgötu í hádeginu í gær. Að sögn lögreglu voru á milli 20 og 30 mótmælendur á staðn- um. Tveir slettu rauðri málningu á hús og gangstétt, og var annar þeirra hand- tekinn. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Mótmælin voru boðuð áður en upplýst var um tillögur AGS í skattamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR eru notuð annars konar kerfi, sem taka mætti upp hér á landi, að mati sjóðsins. Þar er sett ákveðið hámark á hagnað fyrirtækja byggt á eignum þeirra. Leyfilegt er að taka eðlileg- an hagnað út úr fyrirtækjunum, en allt umfram það verður að reikna sem laun. Þetta þýðir að lítil einkahlutafélög með takmarkaðar eignir verða að fara með greiðslur til eigenda, sem jafnframt eru starfsmenn félagsins, eins og laun. Hrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Grænt te og ginseng. Bragðbætt með Acai safa og granateplum með lágu GI-gildi, sem skilar orkunni hægt út í blóðið og gefur jafnvægi á blóð- sykurinn. Svart te og ginseng. Orkudrykkur sem er ljúffengur á bragðið og ríkur af andoxunar- efnum. Vissir þú að POWERSHOT er svalandi drykkur? Vissir þú að grænt te er vatnslosandi? Hvítt te og ginseng. Bragðbætt með kirsuberjasafa og Acai safa sem gefur sætt og ljúffengt bragð. Vissir þú að lágt GI-gildi gefur jafnvægi á blóðsykurinn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.