Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 8
8 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR8 1 Hvar er helsti markaður íslenskra æðardúnsútflytjenda? 2 Um hvaða pílagrímsgöngu hvaða rithöfundar um Spán var gerð heimildarmynd? 3 Hvað heitir sonur Herberts Guðmundssonar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 5 07 28 0 6/ 10 Hafna hugmyndum AGS Þingflokkur framsóknarmanna hafnar hugmyndum Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um hækkun á virðisaukaskatti matvæla. Samkvæmt hugmyndunum hækkar skattur á matvæli úr 7 pró- sentum í 25,5 prósent. Framsóknar- menn segja ekki hægt að leggja meiri álögur á fjölskyldurnar í landinu. STJÓRNMÁL Nýtt skip tilbúið í nóvember Togveiðiskipið Þórunn Sveinsdóttir VE, sem verið hefur í smíði um hríð, verður tilbúið í nóvember. Skipið var dregið frá Póllandi til Danmerkur í síðustu viku en skrokkurinn var smíðaður í Gdansk í Póllandi og tækjabúnaður verður settur í skipið í Danmörku. VESTMANNAEYJAR FÉLAGSMÁL Skipuð hefur verið nefnd af Árna Páli Árnasyni, félags- og tryggingamálaráðherra, um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011 til 2015. Lögð verður sérstök áhersla á samhengi kynbundinna ofbeld- isbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu, en afar fá mál af þessum toga fara alla leið í dómskerfinu hér á landi. Auk þessa verður mótuð afstaða til meðferðar nýs sáttmála Evrópu- ráðs í málum kynbundins ofbeldis og endurskilgreiningar verkefna með hliðsjón af honum. Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og fólst mest- megnis í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höf- undur bókarinnar Á mannamáli, sem fjallaði um kynbundið ofbeldi á Íslandi, á sæti í nefndinni. Hún hefur gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir úrræði þeirra varðandi kyn- ferðisbrot og er mjög ósátt við framkvæmdir á gildandi áætlun. „Það er komin mikil pressa á stjórnvöld að standa við þessar áætlanir,“ segir Þórdís. „Hingað til hefur aðgerðarleysið verið til skammar.“ - sv Nefnd stofnuð um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi: Ósátt við aðgerðarleysi stjórnvalda ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR Segir aðgerðarleysið til skammar. STJÓRNMÁL Fjörutíu umsóknir bár- ust um starf bæjarstjóra á Akra- nesi en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Þrír umsækjendur hafa síðan dregið umsókn sína til baka. Bæjarstjórn Akraness fékk Capacent til þess að annast umsóknarferlið og mun fyrir- tækið leggja fyrir bæjarstjórn lista með nöfnum þeirra fimm aðila sem það telur hæfasta. Listi umsækjenda verður lagður fram á bæjarráðsfundi á morgun og verð- ur í framhaldinu birtur opinber- lega. - mþl Starf bæjarstjóra á Akranesi: Fjörutíu sóttu um starfið FRAKKLAND, AP Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær frum- varp sem bannar notkun blæja sem hylja andlit kvenna. Slíkar blæj- ur eru yfirleitt hluti af búrkum og nikab-kuflum sem múslimsk- ar konur klæðast. Talið er að um 1.900 konur í Frakklandi klæðist slíkum kuflum. Frumvarpið fer fyrir öldunga- deild þingsins í september og er gert ráð fyrir því að það verði samþykkt þar. Talið er mögulegt að dómstólar muni úrskurða að bannið brjóti í bága við stjórnar- skrá landsins. Mikið fylgi er við bannið í Frakklandi þó það sé umdeilt annars staðar. Bannið var samþykkt með 335 atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. Margir þingmanna Sósíal- istaflokksins gengu út og neituðu að greiða atkvæði vegna ágrein- ings um frumvarpið. Þeir eru ekki á móti banninu heldur vildu að það yrði aðeins bundið við opin- bera staði en samkvæmt frum- varpinu er bannað að hylja and- lit sitt á almannafæri. Bannið er þannig ekki takmarkað við mús- limskar konur þó það sé sett vegna þeirra. Hvergi er minnst á íslam eða blæjur, en margar undantekn- ingar á banninu eru teknar fram. Meðal undantekninga eru mótor- hjólahjálmar og ýmsar tegundir af grímum sem notaðar eru af heilsu- farsástæðum, á skíðum eða hátíð- um svo dæmi séu tekin. Verði bannið að veruleika mun hver sú kona sem gengur um með hyljandi blæju verða sektuð um 150 evrur. Þá er hægt að dæma þær til að sitja ríkisborgaranám- skeið. Frumvarpinu er þó líka beint að eiginmönnum og feðrum, og hver sá maður sem neyðir konu til að ganga með blæju getur átt 30 þúsund evra sekt yfir höfði sér og árs fangelsisdóm. Bæði sektin og fangelsisvistin tvöfaldast ef konan er undir lögaldri. Nú þegar hefur verið komið á fót sjóði sem er ætlað að borga sekt- ir þeirra sem verða dæmdir. Það gerði athafnamaðurinn Rachid Nekkaz, sem reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2007. Hann segist vera á móti notkun blæj- anna en segir bannið brjóta gegn einstaklingsfrelsi. Stuðningsmenn bannsins hafa hins vegar haldið því fram að andlitsblæjur sam- ræmist ekki frönskum hugmynd- um og kynjajafnrétti. thorunn@frettabladid.is Franska þingið sam- þykkti slæðubann Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær frumvarp um bann á blæjum sem hylja andlit múslimskra kvenna á almannafæri. Konur verða dæmdar til sektar en menn sem neyða konur til að ganga með blæjur verða dæmdir í fangelsi. NIKAB-KUFL Bannið mun ná til um 1.900 kvenna í Frakklandi, en einnig er verið að skoða sams konar reglur í Belgíu og á Spáni. Þessi kona er í svokölluðum Nikab-kufli, þar sem aðeins sést í augu hennar. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.