Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 6
6 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Ert þú ánægð(ur) með að göt- um í miðbænum sé lokað fyrir bílaumferð? JÁ 75,1% NEI 24,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í tjaldútilegu í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is Veitt verða glæsileg verðlaun að vanda. Besta skor án forgjafar, 1–5 sæti punktar. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Lengsta dræf á 11 braut. Veitt verða verðlaun fyrir næst holu í öðru höggi á 18 braut. Í lokin verður dregið úr skorkortum. Skráning á www.golf.is Hámarksforgjöf 28 Mótsgjald 3.500 kr. Opið kvennamót Okkar árlega Gullmót Hansínu Jens laugardaginn 17. júlí að Kiðjabergi ORKUMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir engin lög hafa verið brotin varðandi kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy ehf. í HS Orku hf. „Þau lögfræðiálit sem mér hafa verið veitt undanfarið segja að ekki hafi verið farið á svig við lögin,“ segir Jóhanna. „En ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að endurskoða lögin í þessu samhengi.“ Jóhanna segir engar óeðlileg- ar leiðbeiningar hafa verið veitt- ar af hálfu iðnaðarráðuneytis- ins og verið sé að taka málið til umfjöllunar. „Það er einn- ig fjarri lagi að þrýstingur hafi verið af hálfu Samfylking- ar í þessu máli eins og fram hefur komið. Umhverfisráð- herra segir að komin séu fram ný sjónarmið í málinu og verið er að skoða þau.“ Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, er sammála Jóhönnu og segir allt benda til þess að brotalamir séu í lögunum. Magma Energy stofnaði skúffu- fyrirtæki í Svíþjóð til þess að fjár- magna kaup sín á 43 prósenta hlut í HS Orku hf. og hafa aðgerðirn- ar verið harðlega gagnrýndar á Alþingi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafði óskað eftir því að mál Magma Energy yrði tekið upp á ríkisstjórnarfundi í gær en var þó ekki sjálf viðstödd fundinn. - sv Forsætisráðherra segir engin lög hafa verið brotin í kaupum Magma á HS Orku: Brýn þörf á endurskoðun laga JÓHANNA SIGURÐ- ARDÓTTIR FÓLK Tólf veiðimenn og gestir þeirra gerðu góða ferð inn að Ell- iðaám í gær í boði borgaryfirvalda. Veiðimennirnir voru valdir úr hópi þeirra sem almennir borgarar til- nefndu fyrir að hafa lagt gott af mörkum til samfélagsins. Fjöldi laxa kom á land þótt mannskapurinn væri misvanur veiðimennsku enda úrvals leið- sögumenn hópnum til halds og trausts. Annar sambærilegur hópur rennir síðan í Elliðaárnar í boði Reykjavíkurborgar 20. júlí. Dagurinn þar á eftir er hins vegar frátekinn fyrir fyrrverandi borgarstjóra. Er það í boði Orku- veitu Reykjavíkur. „Ekki er enn vitað hverjir munu þekkjast boðið og svo getur farið að það skýrist ekki fyrr en deginum áður,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, sérfræð- ingur upplýsingamála á skrifstofu borgarstjóra, spurð um það hvaða fyrrverandi borgarstjórar og aðrir gestir verði við laxveiðar í Elliða- ánum 21. júlí. - gar Boðsdagur borgaryfirvalda fyrir venjulegt fólk sem auðgar samfélagið tókst vel: Samfélagshetjur veiddu nóg af laxi HETJUVEIÐI Jón Valgeir Aðalsteinsson fékk tvo laxa í gær. Hér nýtur hann aðstoðar Jóns Einarssonar, þaulreynds veiðimanns. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fram kom á flokksráðsfundi Vinstri grænna hinn 25. til 26. júní síðastliðinn að flokkurinn leggist eindregið gegn sölu eða lang- tímaframsali á orkuauðlindum og orkufyrirtækjum. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur að nefnd um erlendar fjárfestingar verði að taka kaup Magma Energy á HS Orku aftur til umfjöllunar og mikilvægt sé að setja lög sem segi til um óskoruð yfirráð hins opinbera á orkufyrirtækjum. Setja ný lög FRAMKVÆMDIR Fjármögnun bygg- ingar nýs Landspítala er hluti af alútboði sem fara þarf fram á Evr- ópska efnahagssvæðinu vegna verkefnisins. Nýtt opinbert hlutafélag tók við umsjón með byggingu sjúkrahúss- ins um síðustu mánaðamót. Í upp- hafi vikunnar hófust viðræður milli félagsins og SPITAL-hópsins sem var sigurvegari samkeppni um hönnun sjúkrahúsbyggingarinnar. Stefnt er að því að niðurstaða fáist í þær viðræður í byrjun ágúst, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Um tuttugu íslenskir lífeyrissjóð- ir gáfu í fyrra sameiginlega viljayf- irlýsingu um þátttöku í fjármögnun spítalabyggingarinnar. Þrátt fyrir það liggur ekki form- lega fyrir hvort af þátttöku þeirra verður og hvernig henni verður þá háttað. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, sem hefur umsjón með aðkomu líf- eyrissjóðanna að málinu, segir að vegna EES-reglna hafi alltaf legið fyrir að bjóða þyrfti út fjármögn- unina vegna EES-reglna. Fyrst að því loknu skýrist hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna verður háttað. Ekki sé útilokað að verktaki vilji sjálfur annast fjármögnun á fram- kvæmdatíma. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar þegar skuldbundið sig til að taka þátt í fjármögnun um þriggja milljarða króna kostnaðar við hönnun og undirbúningsfram- kvæmdir. Einnig hafa þeir mikinn áhuga á þátttöku í langtímafjár- mögnun, þ.e.a.s. 40 ára leigu rík- issjóðs á fullbúnu sjúkrahúsinu að loknum framkvæmdum. Þorbjörn segir að ef undirbúning- ur verksins gangi vel megi reikna með því að undirbúningi ljúki og útboð heildarframkvæmda geti farið fram um mitt næsta ár. Fram- kvæmdir geti þá hafist seinni hluta næsta árs. peturg@frettabladid.is Fjármögnun kallar á útboð innan EES Þrátt fyrir viljayfirlýsingu lífeyrissjóða um þátttöku í fjármögnun nýs Landspít- ala er enn óljóst hvort af henni verður þar sem bjóða þarf verkið út á EES-svæð- inu. Stefnt er að því að ljúka samningum um hönnunarvinnu í ágúst. NÝTT SJÚKRAHÚS Nýtt skipulag fyrir stækkun Landspítalans var kynnt á föstudaginn. Það var hönnunarteymið SPITAL sem varð hlutskarpast í samkeppninni um áfangaskipt heildarskipulag nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.