Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.07.2010, Blaðsíða 16
LANDAKORT.IS er vefgátt fyrir landfræðilegar upplýsing- ar um Ísland. Á síðunni eru tenglar í vefsíður sem sýna korta- gögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, myndlistahópur, fréttasmiðja, hönnunarhópur, íslenskuhópur og margt fleira. kl. 9 -16 Skapaðu þér góða framtíð! - Þriðji hluti af sex. Lokað! kl. 13 -15 Ráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Ókeypis fyrir alla Mánudagur 12. júlí Þriðjudagur 13. júlí Miðvikudagur 14. júlí Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 15. júlí Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Art of living - Einbeitning kl. 15 -16 LOKAÐ! Rauðakrosshúsið verður lokað alla föstudaga í júlí. Heilsuhópur Takts - Fyrir alla sem vilja. Útileikfimi í Nauthólsvík. Mæting kl. 9 í Rauðakrosshúsið. Leikfimin hefst kl. 9:30 Föstudagur 16. júlí - Lokað Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið um höfuðborgarsvæðið þrisvar í viku (mán. kl. 13, mið. og fös. kl.10) og margvíslegir staðir skoðaðir. Upplýsingar um upphafsstaði hverju sinni á raudakrosshusid@gmail.com. Taktur - Hópastarf fyrir 16-25 ára. Hönnunar-, prjóna-, heilsu- og myndlistarhópar auk fréttasmiðju, atvinnuleitar og ferilskrár. kl.9-12 Hvernig stöndumst við álag? - Hvers vegna snögg reiðumst við og pirrumst yfir hversdagslegum smámunum? kl.13 -14 Prjónahópur - Prjónahópurinn er alla jafna á mánudögum. kl. 13 -15 Lífskraftur og tilfinningar - Lærðu að þekkja tilfinningar þínar og stjórna þeim. Þriðji hluti af sex. Lokað! kl.14 -16 Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. kl. 9 -12 Skapandi skrif í dagbókina - Dagbókarfærslur geta verið margvíslegar og óþarfi að einblína á upptalningaraðferð. Seinni hluti. kl.13-14 Ítölsk matargerð -Lærðu að gera ljúffenga rétti og smakkaðu. kl.13 -14 Lífskraftur og tilfinningar - Fjórði hluti af sex. Lokað! kl.14 -16 Heilsuhópur - Stálfélagið - Reynslusaga vinkonuhóps sem ákvað að kveðja letina, byrja loksins að hreyfa sig og bæta heilsuna. kl.14-15 Lokað! Taktur - Hópastarf fyrir 16-25 ára. kl.9-12 Stokkseyringar boða til Brygggjuhátíð- ar í sjöunda sinn frá fimmtudagskvöldi 15. júlí og fram til síðdegis sunnudag- inn 18. júlí. Ákveðinn hápunktur hátíðar- innar verður á föstu- dagskvöldinu þegar fjölskylduskemmtun verður á Stokkseyrar- bryggju. www.stokks- eyri.is Pétur er einn reyndasti fjallgöngu- maður landsins og þetta er þriðja bókin hans sem snýst um íslensk fjöll. Hinar tvær vann hann með Ara Trausta Guðmundssyni jarð- eðlisfræðingi og kveðst hafa sakn- að hans nú. „Ari Trausti er bara svo upptekinn í öðru,“ segir Pétur en lét það ekki stoppa sig í að koma út þriðju fjallabókinni sem hefur tekið hann nokkur ár að safna í. „Ég sneri mig svo ægilega illa á vinstri fæti fyrir þremur árum að ég var alveg ógöngufær í heilt ár. Það tafði fyrir,“ útskýrir hann og kveðst hafa verið eingöngu í þessu verkefni síðustu tvö árin. „Ég er hættur að vinna og hafði góðan tíma. Fór oft í túra og gekk á þrjú til fimm fjöll í einni og sömu ferð- inni,“ lýsir hann og kveðst stundum tjalda eða liggja úti undir berum himni þegar hann er að heiman yfir nótt. Á áfangastöðum á leiðinni og á fjallatoppum tekur hann svo upp vasabók og penna enda finnst honum gott að skrifa meðan allt er í fersku minni. Pétur kveðst ganga mikið einn til að geta ráðið hraðanum og hugsað bókarefnið á leiðinni. Hann þekk- ir landið mjög vel og segist aldrei vera í vandræðum með að staðsetja örnefni enda alltaf með kort með sér. „En ég kann ekkert á GPS,“ segir hann og kveðst þó aldrei hafa lent í villum sem orð sé á gerandi. „Ég er alltaf með áttavita og nota hann ef ég þarf.“ Pétur er nýkominn úr kaffispjalli með öðrum félögum í Jöklarann- sóknafélaginu þegar hann mætir í myndatökuna á Fréttablaðinu. „Við höfum hist reglulega í 40 ár,“ segir hann brosandi. Hann er mik- ill aðdáandi jökla en þykir þróun þeirra óheillavænleg. „Undanfar- in ár hefur verið lítill snjór á jökl- um og því verða ferðir um þá allt- af hættulegri og hættulegri,“ segir hann en bendir þó á að nokkur sker í Vatnajökli og Langjökli séu í nýju bókinni. Pétur fer á fjöll allt árið um kring, bæði í byggð og óbyggð. „Ég er á skíðum á veturna en það hefur bara vantað snjó. Þó fór ég þrettán sinnum á skíði síðasta vetur.“ En er hann ekkert að velja sér lægri fjöll eftir að hann nálgaðist 80 ára aldur- inn? „Jú, ég þarf að fara að hægja á mér. Þetta er orðin tóm vitleysa,“ viðurkennir hann. Bætir svo við: „Reyndar er eitt hæsta fjall á land- inu í þessari nýju bók, Bárðarbunga í Vatnajökli, 2007 metrar en það er langt síðan ég gekk á hana. Hún er ægilegt flæmi.“ gun@frettabladid.is Fer á fjöll árið um kring Hinn sjötíu og sjö ára göngugarpur, Pétur Þorleifsson, hefur sent frá nýja bók þar sem hann lýsir útsýni af hundrað og þremur fjöllum og helstu kennileitum. Hún heitir Fjöll á Fróni – gönguleiðir á 103 fjöll. Við Þursaborg á Langjökli. MYND/PÉTUR ÞORLEIFSSON/ÚR BÓKINNI FJÖLL Á FRÓNI Stífluvatn í Fljótum í Skagafirði. MYND/PÉTUR ÞORLEIFSSON/ÚR BÓKINNI FJÖLL Á FRÓNI „Ég þarf að fara að hægja á mér. Þetta er orðin tóm vitleysa,“ segir Pétur sem elskar landið og er kunnugri því en flestir aðrir Íslendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.