Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 2
2 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR „Logi, er loginn slokknaður?“ „Já, en lengi lifir í gömlum glæðum.“ Logi Ólafsson lét af störfum sem þjálfari karlaliðs KR á mánudag. Logi, sem hefur átt langan og farsælan þjálfaraferil, segist líklega vera hættur þjálfun. UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra er bjart- sýnn á aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Össur er nýkominn til Íslands frá Króa- tíu og Ungverjalandi þar sem hann lagði drög að viðræðum. „Þetta verður skafl að fara í gegnum. En ég tel að við komum með samning að lokum sem verður samþykktur,“ segir Össur. Hann telur að reglur ESB séu með þeim hætti að Íslendingar eigi að geta varið auðlindir sínar á landi og sjó með viðeigandi hætti og þurfi ekki að gefa eftir í því sambandi. - sv Utanríkisráðherra bjartsýnn: Getum varið auðlindir okkar SUÐUR-KÓREA, AP Varnarmála- og utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Robert Gates og Hillary Clinton, munu heimsækja einskismannslandið milli Suður- og Norður-Kóreu í dag. Það gera þau til að sýna „staðfasta skuld- bindingu“ sína við Suður-Kóreu. Suður-Kórea og Bandaríkin standa fyrir sameiginlegum her- æfingum á sunnudag. Gates og Clinton munu funda með ráðherr- um landsins og taka þátt í athöfn vegna þess að 60 ár eru liðin frá upphafi Kóreustríðsins. - þeb Clinton og Gates í S-Kóreu: Heimsækja landamærin SAMKEPPNISMÁL Múrbúðin hefur sent ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kvörtun vegna yfirtöku Lands- bankans á Húsasmiðjunni. Telja forsvarsmenn hennar að yfirtak- an og eignarhald bankans á Húsa- smiðjunni feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu í skilningi EES-samningsins. Þá feli eignar- haldið einnig í sér ólögmætan ríkisstyrk. Í kvörtun Múrbúðarinnar segir að bankarnir gefi skít í sam- keppnisreglur og dæli peningum í fyrirtæki sem þau hafa tekið yfir til að tryggja verðmæti þeirra í endursölu. Í tilviki Landsbankans sé um ríkisfé að ræða, enda bank- inn í meirihlutaeigu ríkisins. - sh Telur Landsbanka brjóta lög: Múrbúðin kvartar til ESA Tekinn ölvaður á snjósleða Karlmaður var handtekinn fyrir ölvunar akstur á snjósleða innanbæjar á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Enginn snjór var í bænum þótt hann væri enn að sjá á fjöllum, að því er fram kemur á vef Austur- gluggans. Maðurinn missir ökuréttindi af þessum sökum. LÖGREGLUMÁL EVRÓPUMÁL Breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage áframsendi um miðjan júní tölvuskeyti á aðra Evrópuþingmenn að beiðni Heimssýnar, samtaka andstæðinga Evrópusambandsins, með útlistun á stöðunni í Evrópumálum á Íslandi. Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, er harðvítugur andstæðingur Evrópusambandsins og hefur gagnrýnt það mjög opinberlega. Í tölvupóstinum er sagt frá þingsályktunartil- lögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi af full- trúum allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli aðildarumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu til baka. Þá er útskýrt að ríkisstjórnin sé klofin í málinu, Samfylkingin sé eini flokkur landsins með Evrópusambandsaðild á stefnuskrá sinni og áréttar að ráðamenn hafi ávallt sagt við- ræðurnar vera „könnunarviðræður“, en ekki aðildarviðræður. Enn fremur er tekið fram að meirihluti Íslend- inga sé andvígur aðild samkvæmt könnunum og að eini Evrópusinnaði flokkurinn, Samfylkingin, hafi tapað miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Að síðustu segir að það sé ekki í anda góðra samskipta við ESB að sitjandi ríkisstjórn Íslands haldi til streitu aðildarumsókn sem mikill meiri- hluti þjóðarinnar er andvígur. - sh Heimssýn fékk Evrópuþingmanninn Nigel Farage til að uppfræða kollega sína: Sendi póst á Evrópuþingmenn NIGEL FARAGE Heimssýn fékk leiðtoga Breska sjálfstæðis- flokksins til að áframsenda tölvuskeyti, með útlistun á stöðu Evrópumála á Íslandi, á þingmenn Evrópuþingsins. Benedikt Gröndal, fyrrverandi forsætisráðherra, andaðist í gærmorgun, 86 ára að aldri. Benedikt fæddist í Hvilft í Önundarfirði 7. júlí árið 1924. Hann varð stúdent frá MR árið 1943 og lauk BA-prófi með sögu sem aðalgrein frá Harvard í Bandaríkjunum árið 1946. Kona Benedikts var Heidi Gröndal og eignuðust þau þrjá syni. Benedikt var ritstjóri Alþýðublaðsins frá 1956 til 1966 og starfaði sem forstöðumaður fræðsludeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann sat í bæjarráði Reykja- víkur og í útvarpsráði um ára- bil. Benedikt var kjörinn á Alþingi 1956 fyrir Alþýðuflokk- inn og var formaður hans 1974 til 1980. Hann var utanríkisráð- herra 1978 til 1980 og jafnframt forsætisráðherra í minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins 1979 til 1980. Benedikt Gröndal fall- inn frá AFGANISTAN, AP Staðið verður við það markmið að afganski herinn taki við öryggisgæslu í Afganistan fyrir árið 2014. Þetta sagði Hamid Karzai, forseti landsins, á alþjóða- ráðstefnu um málefni þess sem fram fór í Kabúl í gær. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, segir að ekki komi til greina að fara frá landinu fyrr en víst sé að Afganar ráði við stjórnina. Jafnvel þó að þeir taki yfir öryggisgæslu munu hersveitir NATO vera áfram í landinu. Karzai óskaði einnig eftir því í ræðu sinni að stjórnvöld fengju meira af þeim fjármunum sem alþjóðasamfélagið setur í upp- byggingarstarf í landinu. Hingað til hafa lönd verið treg til að veita ríkisstjórn landsins fjármagn held- ur hafa látið mestan hluta aðstoð- arinnar í alþjóðlegar hjálparstofn- anir. Samþykkt var í lok ráðstefnunnar að afgönsk stjórnvöld fengju 50 pró- sent framlaganna á næstu tveim- ur árum, en þau fá um fimmtung framlaganna í dag. Karzai hafði óskað eftir því að enn hærra hlut- fall rynni til stjórnvalda. Fulltrúar sjötíu ríkja komu saman á ráðstefnunni í gær. Örygg- isgæsla var gríðarlega mikil í Kabúl og var borginni nánast lokað fyrir umferð. Þrátt fyrir miklar öryggisráð- stafanir var eldflaugum skotið á flugvöll borgarinnar og kom árásin til að mynda í veg fyrir að flugvél með Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Ban Ki-moon, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, gæti lent á vellinum. Þeir flugu í þyrlu á áfangastað, en utanríkisráðherra Danmerkur, Lene Espersen, missti af ráðstefnunni vegna þessa. thorunn@frettabladid.is Stjórnvöld munu fá helming framlaga Forseti Afganistans vann áfangasigur með því að fá samþykkt að stjórnvöld í landinu fái helming allra framlaga til uppbyggingar í landinu. Segir afganskar hersveitir verða tilbúnar til að taka við öryggisgæslu í landinu árið 2014. ÖRYGGISSVEITIR Sérfræðingar í málefnum Afganistans létu í gær í ljós efasemdir um að afganskar her- og lögreglusveitir yrðu reiðubúnar til að taka við af erlendu herliði fyrir árið 2014, eins og forseti Afganistans fullyrti í gær. NORDICPHOTOS/AFP NÁTTÚRA Plöntutegundum hefur fækkað í Surtsey þriðja árið í röð, og telja vísindamenn líklegt að toppnum í fjölda plöntutegunda hafi verið náð. Skordýrategund- um hefur þó fjölgað. „Það er ljóst að plöntum mun ekki fjölga endalaust í Surtsey,“ segir Borgþór Magnússon, vist- fræðingur á Náttúrufræðistofn- un. Hann segir þétt gras þjarma að smávöxnum plöntum, sem sé svipuð þróun og virðist hafa orðið í öðrum úteyjum Vestmannaeyja. Borgþór segir að þótt plöntum hafi fækkað hafi leiðangursmenn nú séð að ætihvönn virðist nú loks vera að ná sér á strik. Ein planta hafi blómgast og muni fræ frá henni líklega verða upphafið að frekari útbreiðslu í eynni. Líklegt þykir að hvönnin verði áberandi í Surtsey í framtíðinni, en sauðfé heldur henni niðri í öðrum úteyjum. Nokkrar nýjar skordýrategund- ir fundust í Surtsey þetta árið, og segir Borgþór líklegt að tegundun- um muni eitthvað fjölga á næstu árum. Skordýrin komi gjarnan nokkru á eftir plöntutegundum, sérstaklega þegar þétt gras- og blómlendi hafi myndast. - bj Þétt gras þjarmar að smávöxnum plöntum en hvönn nær sér á strik í Surtsey: Plöntutegundum fækkar í eynni HVÖNN Þessi ætihvönn blómstraði og myndaði fræ í fyrsta skipti í Surtsey í ár, og bendir allt til þess að hvönn verði útbreidd í eynni þegar fram líða stundir. MYND/BORGÞÓR MAGNÚSSON EFNAHAGSMÁL Viðskiptabankarnir greiða ekkert fyrir ótakmarkaða ríkisábyrgð á innistæðum, en slíkt gjald gæti skilað ríkissjóði milljörðum króna, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þegar ríkissjóður veitir ríkis- ábyrgð á lánum greiða lántakar þóknun fyrir ábyrgðina. Lands- virkjun greiðir til dæmis um 900 milljónir árlega vegna þessa. Ríkið hefur með yfirlýsingu ábyrgst allar innstæður í bönkun- um en hefur ekki innheimt gjald fyrir ábyrgðina. - bj Bankar fá ókeypis ríkisábyrgð: Gæti skilað rík- inu milljörðum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.