Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Við erum bæði í háskólanámi og bæði svo lánsöm að hafa sumar- vinnu. Við sáum því fram á að fara beint úr fullu námi í fulla vinnu og langaði í smá frí á milli. Við ákváð- um því að skreppa út í viku eftir prófin, bara til að breyta aðeins um umhverfi og slappa af,“ segir Birna. Skotland varð fyrir valinu þar sem Birna hafði verið þar töluvert með afa sínum og ömmu þegar hún var lítil og vinkona hennar býr þar núna. „Við áttum náttúrulega ekkert gríðarlega mikla peninga eftir vet- urinn en það var allt í lagi því við fengum flugfarið ódýrt á einhverju sólarhringstilboði hjá Flugleið- um. Svo fengum við fría gistingu í þrjár nætur hjá Kristbjörgu vin- konu minni sem er í líffræðinámi eins og ég úti í St. Andrews. Síðan vorum við eina nótt í Edinborg og þrjár nætur á hóteli í Glasgow sem við fengum út á vildarpunkta.“ Frá St. Andrews fóru Birna og Hörður með rútu í dagsferð til Newport þar sem amma henn- ar og afi áttu hús þegar hún var lítil. „Afi minn og amma bjuggu á Íslandi en áttu lengi hús þarna og voru þar á sumrin. Ég fór í fyrsta skipti með þeim þegar ég var sjö ára og var ein hjá þeim í heilan mánuð nokkur sumur í röð. Það var virkilega gaman að koma þarna aftur og svolítið skrítið. Áður en ég fór hafði ég áhyggj- ur af því að ég myndi nú kannski ekki finna allt sem mig langaði að sjá aftur því ég hafði engin heim- ilisföng og amma mín og afi bæði dáin. En um leið og ég var komin á staðinn þá vissi ég nákvæm- lega hvert ég átti að fara sem mér fannst mjög merkilegt.“ Birna segir það hafa verið frá- bært að koma aftur á æskuslóðirn- ar. „Þegar ég var lítil fórum við allt- af í göngutúra í það sem ég kallaði skóginn, en er kannski ekki skóg- ur nema fyrir tíu ára gömlu barni, en það var einhver svona gömul landareign með litlu vatni og fullt af trjám. Þetta var náttúrulega algjör paradís fyrir stelpu úr Breiðholtinu, að sjá og heyra í alls konar dýrum sem maður átti ekki að venjast og hlusta á sögur af öllu milli himins og jarðar. Mér fannst æðislegt að koma þarna aftur, sjá þetta, finna lyktina og heyra hljóðin. Þessi tími hefur alltaf verið mér gríðarlega kær. Mér þótti líka vænt um að geta sýnt manninum mínum þennan stað og hann skilur kannski betur núna af hverju mér finnst svona gaman að vera í útlöndum,“ segir Birna og hlær. emilia@frettabladid.is Aftur á æskuslóðirnar Birna Reynisdóttir líffræðinemi fór ásamt manninum sínum, Herði Sturlusyni mannfræðinema, til Skot- lands í vor. Þau fóru meðal annars til Newport þar sem amma hennar og afi áttu hús þegar hún var lítil. Birna fyrir framan húsið sem amma hennar og afi áttu í Newport. MYND/ÚR EINKASAFNI JÖKULSÁRLÓN – Árið um kring, eftir Þorvarð Árnason, er ferðabók sem komin er út hjá Opnu. Bókin er gefin út á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, þýsku og frönsku. ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18 Lokað á laugardögum Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með 40%50% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Af vor og sumarlista Friendtex lista 2010 Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 www.rita.is ÚTSALA 50% afsláttur af allri útsöluvöru A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.