Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 30
26 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR GOTT Á GRILLIÐ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2. ófús, 6. at, 8. hró, 9. rim, 11. ll, 12. klaga, 14. vírus, 16. hi, 17. ósk, 18. ást, 20. ná, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. hark, 3. fh, 4. úrlausn, 5. sól, 7. tilvist, 10. maí, 13. gró, 15. skál, 16. hás, 19. tu. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 FM Belfast. 2 Rúnar Kristinsson. 3 Í Norður-Kóreu. LÁRÉTT 2. óviljugur, 6. bardagi, 8. skar, 9. pili, 11. tveir eins, 12. kæra, 14. veira, 16. í röð, 17. þrá, 18. hylli, 20. komast, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. leikur, 3. íþróttafélag, 4. ráðning, 5. sunna, 7. verund, 10. mánuður, 13. kvk nafn, 15. ílát, 16. rámur, 19. í röð. LAUSN Lax í tamarílegi er í uppá- haldi. Ég ber hann fram með heimalöguðu kartöflusalati, með hunangi, balsamikediki, Dijon-sinnepi og ólífum. Alveg rosalega gott. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Hugmyndahúss háskólanna. Fjögurra laga plata hljómsveitar- innar Thin Jim hefur fengið mikla spilun á útvarpsstöðvum í Kanada og Bandaríkjunum síðan hún kom út í mars. „Við höfum fengið mikil við- brögð, sérstaklega í Kanada. Það er verið að spila plötuna á yfir tvö hundruð útvarpsstöðvum og það er stór hópur sem bíður eftir plötunni okkar,“ segir bassaleikarinn Jök- ull Jörgensson og á þar við fyrstu stóru plötu hljómsveitarinnar sem er væntanleg í nóvember. Fyrr á árinu þegar Fréttablaðið ræddi við Jökul voru tólf útvarps- stöðvar vestanhafs byrjaðar að spila fjögurra laga plötuna en sú tala hefur heldur betur hækkað síðan þá. Svo virðist því sem íslenska kántrípoppið falli sérlega vel í kramið í Norður-Ameríku. Stefgjöldin sem fást fyrir þessa miklu spilun verða vafalítið há en sú upphæð verður þó ekki greidd fyrr en á næsta ári. „Ég fór með spilunar- listana í Stef um daginn og þeir göptu þegar maður kom með alla þessa lista,“ segir Jökull. Hann vonar að upphæðin verði sæmileg. „Þetta er eitthvað sem við gætum notað í tón- leikaferðir eða eitthvað slíkt.“ Hinn nífaldi Grammy-verðlauna- hafi, Gary Paczosa, er um þessar mundir að hljóðblanda nýju plöt- una. „Hann var að skila „mixi“ að einu lagi sem við erum gjörsam- lega í skýjunum með,“ segir Jökull. Næstu tónleikar Thin Jim verða á Rósenberg kl. 21.30 í kvöld. - fb Spiluð á 200 útvarpsstöðvum THIN JIM Margrét Eir, Kristófer Jensson og Erna Hrönn eru hluti af hljómsveitinni Thin Jim. Steinunn Jakobsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD háskólanum í Dublin síð- ustu jól og starfar nú sem skóla- stýra í alþjóðlegum barnaskóla í Phnom Penh í Kambódíu. „Ég dvaldi hér í þrjá mánuði síð- asta sumar þegar ég vann að meist- araverkefninu mínu og vann þá á munaðarleysingjaheimili í Phnom Penh. Mér fannst yndislegt að vera hérna þrátt fyrir þessa miklu fátækt og langaði að koma aftur eftir útskriftina,“ útskýrir Stein- unn, en hún heimsótti landið fyrst fyrir tvemur árum sem ferðalang- ur og segist strax hafa heillast af bjartsýni og góðvild heimamanna. „Þessi þjóð er búin að ganga í gegn- um algjört helvíti á síðustu áratug- um en þrátt fyrir það er fólkið allt- af brosandi og alveg sérstaklega elskulegt.“ Steinunn fékk starfið í Kambódíu eftir starfsviðtal sem fór fram í gegnum samskipta- vefinn Skype og mun hún starfa við skólann næsta árið. „Þetta er alþjóðlegur barnaskóli og nem- endurnir koma meðal annars frá Frakklandi, Kína, Mongólíu, og Kambódíu. Ég er eins konar fram- kvæmdastjóri skólans og er með litla skrifstofu þar sem ég sit og sé um daglegan rekstur skólans og að öll samskipti milli starfsfólks- ins og foreldranna séu góð,“ segir Steinunn en ásamt henni starfa tvær aðrar íslenskar konur við skólann. Telur Steinunn líklegt að þær séu einu íslensku stúlkurnar í Phnom Penh-borg. Vinnudagur- inn hefst snemma í Kambódíu og að sögn Steinunnar vaknar borgin til lífsins klukkan fimm á morgn- ana og eru börnin mætt í skólann upp úr sjö. „Það getur verið erf- itt að rífa sig á fætur en það er dásamlegt að mæta í vinnuna í hóp glaðlegra krakka,“ segir hún. Aðspurð segist Steinunn hafa STEINUNN JAKOBSDÓTTIR: STARFSVIÐTALIÐ FÓR FRAM Í GEGNUM SKYPE Skólastjóri í alþjóðlegum barnaskóla í Kambódíu Í PHNOM PENH Steinunn Jakobsdóttir starfar sem skólastýra í alþjóðlegum barnaskóla í Kambódíu. Hér er Steinunn, önnur til hægri, ásamt Ernu Eiríksdótt- ur, sundkennara skólans, öryggisverðinum Dina og skólakokkinum Leakna. MYND/ÚR EINKASAFNI mikinn áhuga á að starfa áfram að þróunarverkefnum í Kambódíu og þá helst með börnum. „Ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum og hef mikinn áhuga á að vinna frekar með börnum sem hafa ekki efni á að ganga í skóla eins og þann sem ég er að stýra núna. Hér er mikið af hjálparsamtökum sem vinna mjög þarft starf bæði í þágu barna og kvenna og það væri gaman að fá tækifæri til að vinna með þeim í framtíðinni.“ sara@frettabladid.is UM KAMBÓDÍU ■ Kambódía er eitt af fátækustu löndum heims, en þar búa tæplega 15 milljónir. ■ Frakkar lögðu undir sig landið rétt eftir aldamótin 1900 og Japanar hernámu landið í seinni heimsstyrjöldinni. ■ Árin 1975 til 1979 réðu Rauðu khmerarnir yfir landinu. Þeir ætlaðu að hreinsa landið af erlendum áhrifum og skapa jafnréttisríki sveitamanna. Sú umbyltingartilraun endaði með skelfingu og áætlað er að minnsta kosti 1,5 miljónir Kambódíumanna hafi verið drepnar eða dáið úr hungri og illri meðferð. ■ Angelina Jolie hóf að sinna mannúðarmálum í kjölfar dvalar í Kambódíu við upptökur á Tomb Raider. Laos Taíland Víetnam Kambódía Phnom Penh „Nokkrum vikum áður en við komum til lands- ins voru breytt hjúskaparlög samþykkt á Íslandi. Þar sem tengsl mín við landið eru mér mjög mikilvæg langaði okkur mikið að láta gefa okkur saman þar,“ segir hin bandaríska Barbara L. Lawson. Barbara gekk að eiga unnustu sína, Julie Layne, hjá sýslumanninum á Akureyri þriðju- daginn 13. júlí. Breytt hjúskaparlög eru augljóslega byrjuð að hafa áhrif, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá eru aðrar Bandaríkjakonur, þær Edie Hoffmann og Jen Stewart, væntanlegar til landsins í ágúst og stefna þær á að gifta sig á Hinsegin dögum í Reykjavík. Lawson og Layne hafa verið saman í 18 ár. Þær voru staddar hér á landi í brúðkaups- veislu hálfbróður Lawson, Gunnari Sigur- finnssyni, og eiginkonu hans, Maríu Lóu Frið- jónsdóttur. Gunnar og María Lóa aðstoðuðu parið við að skipuleggja brúðkaupið óvænta og hjálpuðu til við að redda gögnum og öðru slíku. Þegar Lawson og Layne komu til lands- ins voru þær ekki enn búnar að fá stað- festingu á því að af þessu yrði. Að morgni þriðjudagsins 13. júlí fengu þær svo svör hjá sýslumanninum á Akureyri um að hann gæti gefið þær saman ef þær myndu koma til hans á næsta hálftímanum. „Við kipptum hringum og skjölum og stukk- um af stað. Fólkið stökk út í garð og tíndi villt blóm til að búa til blómvendi handa okkur og unga fólkið henti hrísgrjónum yfir okkur þegar við löbbuðum út úr húsinu,“ segir Law- son. „Það að geta loksins sagt að við séum hjón skiptir okkur miklu máli.“ - ls Hjúskaparlögin laða lesbíur til landsins BARBARA OG JULIE Ánægðar með að geta talað um sig sem hjón líkt og gagnkynhneigðir. Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00 FANGAR Í NÝJU LJÓSI Kynning á námskeiði sem er ætlað einstaklingum sem bíða afplánunar og fyrrverandi föngum verður haldin í Síðumúla 35, 2. hæð, fi mmtudaginn 22 júlí - kl.18.00. Allar nánari uppl á www.kaerleikssamtokin.com og í síma 821 6174 eða 587 4037, Sigurlaug. Hljómsveitin Dikta hefur slegið rækilega í gegn með laginu Thank You eins og landsmenn hafa ekki farið varhluta af. Eins og gengur með slíka slag- ara hefur lagið verið vinsælt í útilegum í sumar og verður það væntanlega um ókomin ár. Einn þeirra sem fluttu Diktu- lagið á kassagítarinn við varðeld í Húsafelli á dögunum var Eyjólfur Kristjánsson, sem er sjálfur þekktur fyrir annan útilegu-slagara, Draum um Nínu. Gerði hann sér lítið fyrir og söng Thank You tvisvar sinnum við fádæma góðar undirtektir við- staddra. Hvort Nína fékk að hljóma jafnoft í meðförum Eyfa fylgir aftur á móti ekki sögunni. Eins og kom fram í þessum dálki fékk kaffihúsaeigandinn og mannavinurinn Friðrik Weisshappel sér nýtt húðflúr á dögunum. Akkeri varð fyrir valinu og var það tákn fyrir festu sem fjölskylda hans veitir honum. Annar Íslendingur í útlöndum, fyrir- sætan Pattra Sriyanonge, sem býr í Svíþjóð ásamt knattspyrnumannin- um Theódóri Elmari, fékk sér einnig akkerisflúr á dögunum. Ekki er víst hvort um tískubylgju fólks sem flytur til Norðurlandanna er að ræða eða hreina tilviljun ... Forsetaembættið kostaði Íslend- inga um 168 milljónir króna í fyrra. Miðað við tölur Hagstofunnar voru Íslendingar um 317.900 talsins. Hver Íslendingur greiddi því um 530 krónur til Ólafs Ragnars og félaga samanborið við um 665 krónur sem embættið kostaði hvern Íslending í fyrra. Ljóst er að embættinu hefur tekist að skera töluvert niður og ef fer sem horfir ætti hver Íslendingur aðeins að þurfa að borga klinkið í vasanum til embættisins þegar nýr forseti verður kjörinn árið 2012. - fb, afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.