Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 32
Mest lesið DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI ÓDÝRT FYRIR ALLA! Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Mugison fer fyrir nýrri tónlistarhátíð Tónlistarmaðurinn Mugison hefur lagt sitt af mörkum við að efla tónlistarlíf á heimaslóðum sínum á Vestfjörðum undanfarin ár. Hann er meðal annars forsprakki tónlistar- hátíðarinnar Aldrei fór ég suður ásamt föður sínum, en hátíðin fer fram um páskahelgina ár hvert. Nú fer hann fyrir nýrri tónlistarhátíð sem fer fram um næstu helgi á Hótel Laugarhóli á Ströndum. Sú verður ókeypis líkt og Aldrei fór ég suður, en verður heldur minni í sniðum, tónleikar verða aðeins á laugardaginn. Þar verða tónlistar- atriðin ekki af verri endanum, en auk Mugisons munu Pétur Ben, Lára Rúnars og hljómsveitin Pollapönk koma fram. - mþl, þeb Ómari veitt afmælisgjöfin Hugmynd Friðriks Weisshappel um að losa Ómar Ragnarsson við skuldabagga fyrir sjötugsafmæli hans í haust hefur verið tekið opnum örmum af þjóðinni. Um fimmleytið í gær voru rúmlega 6.600 manns skráðir í Facebook- hóp um málið auk þess sem Landsvirkjun hefur heitið Ómari tveimur milljónum króna í styrk. Því má telja líklegt að Ómar sé orðinn skuldlaus maður og raunar gott betur. Friðrik hefur nú tilkynnt að Ómari verði á laugardag klukkan þrjú veitt ávísun sem á verði letruð sú upphæð sem safnast hefur á þeim tímapunkti. Ómar veit ekki hve mikið hefur safnast en hann er fastur uppi í Veiðivötnum fram að helgi. Það verður óneitanlega gaman að sjá svipinn á Ómari þegar hann veitir ávísuninni viðtöku á laugardag. 1 Íslandskynning bönnuð börnum 2 Rússneskum njósnara boðin hlutverk í klámmyndum 3 Lögreglan rannsakar nauðgun í Elliðaárdal 4 Lík Moats krufið á nýjan leik 5 Flugfreyja stal frá sofandi farþegum 6 Ómar týndi debetkortinu sínu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.