Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 6
6 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 LÖGREGLA Ríkiskaup hafa, fyrir hönd embættis Ríkislögreglu- stjóra, óskað eftir tilboðum í ein- kennisfatnað lögreglumanna allra lögreglustjóraembætta landsins. Um er að ræða einkennishúfur, hátíðarbúning, daglegan vinnu- fatnað, annan fatnað, skófatnað og einkenni. Útboðinu er skipt í sex flokka en áætluð innkaup á fatnaði í þau þrjú ár sem samningur gild- ir nema 146,8 milljónum króna. Heimilt er að framlengja samn- inginn í sex ár mest, en miðað við þann tíma nema heildarinnkaup 294 milljónum króna. Fram kemur í útboðsgögnunum að áætlaður fjöldi lögreglumanna sé 660. - óká Útboði skipt í sex flokka: Tilboða óskað í fatnað lögreglu LÖGREGLA Fatnaður lögreglu er af marg- víslegum toga og þarf að koma að gagni við ólíkar aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARÍKIN Lögreglan í New York leitar nú að bankaræningja sem rændi banka á Manhattan í síð- ustu viku. Hún hefur gefið út mynd af manninum úr öryggis- myndavél bankans, en maðurinn var vopnaður blómvendi. Ræninginn gekk inn í bankann með blómvönd í hönd. Hann náði í hótunarbréf inn í vöndinn þar sem hann krafðist þess að fá 50 og 100 dollara seðla og sagði gjaldkera að „vera ekki hetja“. Ekki hefur verið gefið upp hversu háa fjárhæð ræninginn hafði á brott með sér úr bankanum. - þeb Lögregla leitar ræningja: Rændi banka með blómvendi SAMFÉLAGSMÁL Útköllum Landhelgisgæslunnar hefur fækkað um 32 prósent frá árinu 2007 til ársins 2009. Þetta kemur fram í ársskýrslu Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2009 sem nýlega kom út. Árið 2007 voru útköll alls 172 en árið 2009 voru þau 117. „Það er búið að efla allar slysavarnir til sjós og lands og ég mundi halda að þetta væri forvarnastarfið,“ sagði Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgis- gæslunnar, spurður um málið. „Forvarnir í Slysavarnaskóla sjómanna hafa batnað. Árið 2008 var fyrsta árið sem enginn fórst á sjó, það segir sína sögu.“ Halldór telur að aukið samstarf við löggæslu í landi hafi skilað sér í meira öryggi á þjóðvegum landsins. „Við erum í góðu samstarfi við ríkislögreglustjóra um að vera sýnilegir við eftirlit með umferð. Það hefur sannað sig að það snarhægir á henni þegar menn vita að vélin er að fljúga,“ segir Halldór. Landhelgisgæslan hefur ekki yfir sama tækjabúnaði að ráða nú og þegar mest var. Halldór segir það ekki hafa áhrif á fjölda útkalla. „Við höfum getað sinnt nánast öllum útköllum sem við höfum fengið. Við höfum allavega ekki hafnað einu einasta,“ sagði Hall- dór en bætti því þó við að hann myndi vissu- lega vilja hafa fleiri þyrlur til reiðu því teflt væri á tæpasta vað ef upp kæmu óvæntar bilanir eða frávik. - mþl Útköllum Landhelgisgæslunnar hefur fækkað á síðustu árum: Efling slysavarna hefur skilað árangri FÆRRI ÞYRLUR EN ÁÐUR Leigusamningur þyrlunnar TF-EIR rann út 1. júlí og var ekki endurnýjaður. Einungis tvær þyrlur eru því til taks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Óttast þú afleiðingarnar fari slökkviliðsmenn í verkfall? JÁ 65,8% NEI 34,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var það rétt ákvörðun hjá sjávarútvegsráðherra að gefa frjálsar veiðar á úthafsrækju? Segðu þína skoðun á visir.is ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í Weiden í Þýskalandi hefur dæmt kaþólsk- an prest í tíu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferðis- brot. Maðurinn var dæmdur fyrir að „snerta fjórar ungar stúlkur á ósiðlegan hátt fyrir neðan mitti“ í kennslustund í trúarbrögðum í barnaskóla á síðasta ári. Manninum var vikið frá störf- um þegar málið kom upp í apríl. Kaþólska kirkjan segir að hann fái ekki að koma aftur til starfa, hvorki sem prestur né til annarra starfa þar sem hann gæti komist í návígi við börn. - þeb Tíu mánuðir fyrir kynferðisbrot: Prestur dæmd- ur í Þýskalandi ORKUMÁL Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, bauð Björk Guð- mundsdóttur 25 prósenta hlut í HS orku í fyrradag. Hann setti fram tilboð sitt á vef blaðsins Reykjavík Grapevine. Hún hafnaði boðinu. Björk segir að Beaty misskilji sjónarmið hennar í Magma-mál- inu fyrst hann sé að bjóða henni hlut. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að einkavæða fyrir- tækið, heldur á að færa það aftur í hendur fólksins,” segir Björk í svari sínu til Beaty. - jhh Tilboð frá Magma: Björk afþakkar hlut í HS orku BJÖRK Listakonan segir forstjóra Magma misskilja afstöðu hennar í málinu. STJÓRNSÝSLA Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra segir að batnandi staða ríkissjóðs slái ekki algjörlega á þörfina fyrir skattahækkanir. Greiðslutekjur ríkissjóðs árið 2009 voru 22 millj- örðum krónum hærri en gert var ráð fyrir. „Þetta lagar vissulega stöð- una, en ríkisstjórnin er að hluta til búin að nýta sér það svigrúm sem fékkst,“ segir Steingrímur. „Í ljósi málsins þá drógum við úr umfangi þeirra aðhaldsaðgerða sem voru í bígerð árið 2009. Þetta er jákvæð sönnun þess að þær aðgerðir sem gripið var til á síðasta ári eru að ganga vel.“ segir hann. Pétur H. Blöndal, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í efnahags- og skattanefnd, segir að ríkisstjórn- in sé á rangri braut í skattamál- um. Hún hefði, í stað niðurskurð- ar og skattahækkana, unnið að því að stækka kökuna. Það mætti gera með átaki í virkjanamálum og sérstakri úthlutun veiðiheim- ilda, svo dæmi séu nefnd. Þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn lagt til skattlagningu séreignasjóða. „Með því má sleppa öllum þess- um skattahækkunum á almenn- ing og fyrirtæki sem draga mik- inn mátt úr atvinnulífinu. Það leiðir til meira atvinnuleysis og minni skatttekna. Annað eykur gjöldin og hitt minnkar tekjurn- ar. Ríkisstjórnin hefði strax átt að fara þessa leið og það er enn tími til þess.“ Pétur segir minna atvinnuleysi en gert hafði verið ráð fyrir sýna hve gott er að búa við krónu sem styrkt hafi útflutningsvegina. Þá búi atvinnulífið enn að því umhverfi sem Sjálfstæðisflokk- urinn bjó því í 18 ár. „Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn tók fram að íslenska skattkerfið væri mjög gott þrátt fyrir þá leið sem ríkis- stjórnin fór um síðustu áramót, að draga úr kostum skattkerfisins.“ Steingrímur segir úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á íslenska skattakerfinu inni- halda margar góðar tillögur að breytingum og vera gagnlegt plagg í vinnuferli ríkisstjórnar- innar. „Það er alveg ljóst að ríkið þarf að afla aukinna tekna á komandi árum. Eitthvað af tillögum AGS gæti orðið að veruleika, annað ekki,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir AGS gera ráð fyrir að drjúgum hluta tekna muni aftur vera varið til jöfnun- araðgerða í þágu tekjulágra fjöl- skyldna meðal annars í formi vaxta- og barnabóta og þannig megi auka jöfnunaráhrif skatt- kerfisins. kolbeinn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Hærri skattar þrátt fyrir auknar tekjur Hækka þarf skatta á næsta ári þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs, að sögn fjár- málaráðherra. Hann segir úttekt AGS á skattkerfinu geyma margt gott. Væri nær að örva atvinnulífið og fara í stóriðjuframkvæmdir, segir Pétur H. Blöndal. PÉTUR H. BLÖNDAL STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FULLTRÚAR AGS Franek Rozwadowzki, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), hélt nýverið blaðamannafund um skattaúttekt sjóðsins. Sjóðurinn telur einungis tvær leiðir færar: skattahækkanir eða niðurskurð ríkisútgjalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTUN Alls fengu 82 prósent nemenda í framhaldsskólum pláss í skóla sem þeir settu í fyrsta val og 95 prósent pláss í skóla í fyrsta eða öðru vali. Breytt fyrirkomu- lag verður við úthlutun plássa í ár, en 45 prósent þeirra fara til nýnema sem búa í nágrenni skóla, uppfylli þeir inntökuskilyrði. Það fyrirkomulag hefur verið nokkuð gagnrýnt og fullyrð- ir Pressan að lögmaður kanni nú hvort hverfaskiptingin verði kærð, enda sé hvorki kveðið á um hana í lögum né reglugerð. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir að þegar horft sé til þess að landið sé eitt innritunarsvæði og fræðsluskyld- unnar, en nú eiga allir undir 18 ára aldri rétt á skólavist í fram- haldsskóla, hafi ekki verið hjá því komist að byggja að einhverju leyti á því að nemendur ættu for- gang eftir búsetu í almennt nám. Það sé málefnalegt og stuðli að því að tryggja öllum skólavist. Katrín segir að samið sé um verklag við hvern og einn skóla og gert sé ráð fyrir kröfu um að 45 prósent plássa ráðist eftir búsetu í þeim samningum. Fjár- veitingar og aðstæður geri það að verkum að ekki sé unnt að verða við öllum óskum og því verði að grípa til einhverra stýr- andi aðgerða til að veita öllum skólavist. - kóp Alls fengu 82 prósent framhaldsskólanema pláss í skóla eftir fyrsta vali: Búseta ræður 45% skólaplássa KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Segir að ekki sé hægt að verða við óskum allra umsækjenda og því verði að grípa til stýrandi aðgerða til að tryggja öllum skólavist. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.