Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 24
20 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Því miður hef ég ekki komist hjá því að sjá nokkra sorpfréttaþætti hér á Spáni. Þar má fræðast má um beðmál fjölmiðla- fígúra og önnur málefni sem þægilegast er að hafa út af fyrir sig. ÞÓ HEF ég dregið nokkurn lærdóm af þessum þáttum en hann er sá að lýtalækn- ingar vilja oftast hafa í för með sér óheppi- legar afleiðingar. Margir verða með tíman- um eins og af kattarkyni. Aðrir verða eins og þeir hafi gleypt bjúgverpil og enn aðrir enda með skakkt nef sem fer fólki venju- lega afar illa. EKKI BER að gráta þetta því ég tel að ljót mannvera geti orðið fögur um leið og hún stendur fyrir eitthvað fallegt. Þar sem ég vil ekki segja sögu af per- sónu sem mér þótti ljót en varð síðan fal- leg ætla ég að segja sögu af húsi, máli mínu til stuðnings. Í HLIÐINNI fyrir ofan spænska þorpið Zújar er afar gamalt og illa farið hús. Fannst mér fátt þarfara hér í sveitinni en að fjarlægja slíkt óprýði sem gerði hlíðina hálf subbulega. SÍÐAN var mér sagt að lýðveldissinni sem neitaði að beygja sig undir vald Francos eftir borgarastyrjöld- ina, sem lauk árið 1939, hefði haldið þar til í árafjöld. Sá hluti hússins, þar sem útlag- inn dvaldi, var þá skemma og tók stúlka nokkur það að sér að færa honum mat þangað á laun en það var mikið áhættu- starf því þung refsing lá við því að liðsinna óvinum einvaldsins. VEITTI hún honum reyndar mun meira en fæðu því síðar bar hún barn undir belti. Það var afar óheppilegt því hver sú sem gat ekki gert grein fyrir barnsföður sínum var dæmd til eymdarlegra örlaga. EFTIR rúmlega fimm ára veru greip útlag- inn til þess ráðs að fela sig undir járnbraut- arlest sem var á leið norður að frönsku landamærunum. Segir ekki frekar af ferð- um hans á spænskri grundu. Yfirvöldum barst síðan beiðni um að leyfa stúlkunni að flytja til Frakklands þar sem barnsfað- ir hennar væri franskur og gekk það eftir. Eignuðust þau fleiri börn í hinu frjálsa Frakklandi og hafa tvö þeirra komið hing- að til Zújar til að kynnast sveitinni þar sem móðir þeirra sleit barnsskónum. NÚ ÞYKIR mér hlíðin fögur enda stendur húsið í henni miðri og virkar á mig eins og sigurbogi frelsisandans. Sigurbogi frelsisandans ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ...Þú myrtir kannski ekki konuna þína, en þú þarft samt að útskýra þessa volgu hárþurrku! Sjáðu myndina sem ég teiknaði mamma! Nei sko! Vá! Teiknaðir þú þetta! Jebb! Flott! Finnst þér það? Já, ertu ekki að grínast? Þú verður að nýta hæfileika þína í eitthvað listrænt! Á bakið með þetta! ...Þannig að ég spurði alla á heilsugæslunni hvort við ættum að halda áfram að sjá um þennan óþekktarorm. Vá! Þetta er eins og í raunveruleikaþætti. En kannski er þetta ekki þáttur. Þannig að þetta er... ...Raunveru- leikinn? En gæti verið þáttur! Það var fallegt af henni systur minni að passa fyrir okkur í kvöld. Já, það er rosalega langt síðan við kíktum út. Ég vona að þau verði ekki til vandræða. Tja, hún býr ekki yfir mikilli reynslu en hún á ás uppi í erminni sem við eigum ekki. Hvað? Lausafé. 500 kall fyrir þann fyrsta sem klárar grænu baunirnar sínar! Heitasta golfmót ársins Bylgjan Open Fer fram hjá GKG helgina 24. og 25. júlí Tveggja daga punktakeppni með niðurskurði - 70 bestu komast áfram og leika til úrslita á sunnudeginum. Flott teiggjöf, nándarverðlaun á öllum Par 3 holum og sleggja dagsins fær verðlaun fyrir lengsta teighöggið. Veglegir vinningar! Allir fá drykki frá Coke og Poweraid og Prince Polo í pokann! Farðu á golf.is og skráðu þig strax í þetta vinsæla mót áður en það verður of seint.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.