Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 14
14 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Hér langar mig að fjalla um fanga með einangrun, refs- ingu og betrun í huga. Þegar ég var með vikuleg sjálfstyrktarnámskeið á Litla-Hrauni 2008-2009 þá ræddi ég við fjölda einstaklinga sem þar afplánuðu. Fékk ég einhverja innsýn inni í aðstæður þeirra en að auki fékk ég aðra sýn á fangelsismál en almenningur hefur almennt. Sem starfandi heilari með mik- inn áhuga á mannlegum samskipt- um og velferð fólks sem og heilsu þess fór ég af stað með námskeið- in á Litla-Hrauni. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í eða hvernig mundi takast til með námskeiðin. Í samtali við sálfræðing Litla-Hrauns og starfsmann á skrifstofu var mér tjáð, eftir lýsingar mínar á nám- skeiðinu að mikil þörf væri á slíku námskeiði fyrir fanga. Var mér líka sagt að yfirleitt væri lítil þátttaka á þau námskeið sem boðið væri upp á og sem færi yfirleitt minnkandi eftir því sem liði á námskeiðið. Allt stóðst þetta. Ég hef mikið velt fyrir mér ork- unni sem mismunandi hópar eyða í einstaklinga sem eru fangar. Miðað við menntakerfið virðist lítil orka til staðar til að grípa, með uppbyggj- andi hætti, inn í líf barna/unglinga þegar ljóst þykir að stefnir í óefni. Barnavernd og lögregla koma þá einnig að í flestum tilvikum en þar byrjar refsikerfið að virka. Miklum tíma er eytt í að reyna að kæfa og bæla niður neikvæða líðan, hugs- anagang, tal og hegðun. Þegar það ekki dugar og stefnir í enn frekari óefni hjá einstaklingi sem svo brýt- ur af sér kemur yfirleitt almenning- ur inn í af fullum krafti með yfirlýs- ingar um lengd fangelsisvistar. Nú er komin fram raunveruleg ástæða til að taka á þessum ein- staklingum og refsa þeim réttilega miðað við brot þeirra. En hvað gerist svo? Einstakling- arnir virðast gleymast um tíma þar til þeir koma aftur út. Allan þann tíma frá því þeir voru krakkar þar til í dag, hafa hóparnir sem að þeim komu með beinum og óbeinum hætti eytt tíma og orku í að sinna EKKI þessum einstaklingum eins og hefði þurft. Þegar þeir losna úr afplánun er aftur næg orka til staðar til að grafa þá uppi, skrifa og fjalla um þá með ýmsum hætti, jafnvel gera almenningi viðvart um hvar þeir halda til. Hvernig stendur á því að svo lítið fór fyrir jákvæðri orku sem bygg- ir á þolinmæði, trú og náungakær- leika á uppvaxtarárum þessara ein- staklinga? Allt í einu í fangelsinu gera sérfræðingar og starfsfólk sér grein fyrir vanlíðan, fíknarástandi, þunglyndi o.fl. sem margir fangar glíma við. Af hverju ná sérfræðing- ar menntakerfisins, barnaverndar og lögreglu ekki að snúa dæminu við áður en einstaklingar lenda í fang- elsi? Af hverju er kerfið máttvana þar til hægt er að refsa, og hefur þá bæði orku og peninga til að grípa inn í ástandið? Breytingar geta eingöngu átt sér stað ef einhver þorir að gera þær. Engar breytingar eiga sér stað þar sem óttinn kraumar. Því liggur frek- ar ljóst fyrir að hóparnir sem hindra að breytingar eigi sér stað eða forð- ast breytingar, eru óttaslegnir. Hvað óttast fangar, hvað óttast aðstandendur, hvað óttast Fangels- ismálastofnun, hvað óttast almenn- ingur, hvað óttast menntakerfið, barnavernd og lögreglan? Samhliða ótta verða menn að halda andlitinu og því eru fæstir tilbúnir að viður- kenna að þeir óttist eitthvað. Sam- eiginlegt vandamál hrjáir alla hóp- ana – það sem menn þekkja veitir öryggi, sama hversu neikvætt það er, því við vitum hvað gerist, hvenær og hvernig. Kynning á námskeiði fyrir ein- staklinga sem bíða afplánunar eða hafa lokið afplánun og þora að mæta verður haldinn í Síðumúla 35, 2. hæð, kl.18.00, fimmtudaginn 22. júlí. Verið velkomin. Þeim sem vilja auka velferð fólks í samfélaginu, hvort sem er þeirra eigin og/eða annarra, er bent á Kær- leikssamtökin, www.kaerleikssam- tokin.com til að leggja þeim lið á þann hátt sem hver og einn er fær um eða bara til að njóta þess sem þar er boðið upp á. Kærleikssam- tökin eru með nytsamlegt úrræði í boði fyrir einstaklinga og fjölskyld- ur. Einnig er bent á síðustu grein mína, „Fangelsismál á Íslandi – hvert stefnir?“, sem hægt er að lesa á heimasíðu samtakanna. Af hverju ná sérfræðingar mennta- kerfisins, barnaverndar og lögreglu ekki að snúa dæminu við áður en einstaklingar lenda í fangelsi? SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Ótti við breytingar Fangelsismál Sigurlaug Ingólfsdóttir stofnandi Kærleikssamtakanna Vegna greinar minnar í Frétta-blaðinu 14. júlí sl. gerir Ásgrím- ur Angantýsson nokkra grein fyrir þeim mörkum á milli rétts máls og rangs, sem hann kýs, í nafni mennt- unar sinnar, að miða við. Ég kann honum þökk fyrir þessa greiningu og er sammála henni að mestu leyti. Þó felli ég mig ekki við að „spáðu í því“ sé viðurkennd málvenja, ekki frekar en til að mynda „ég vill“ þótt sú málnotkun sé orðin allútbreidd. Verra þykir mér að sitja undir þeim ummælum Þórs Stefánsson- ar í Fréttablaðinu 15. júlí að grein- ar mínar innihaldi „orðaskak“ sem einkennist af „hneykslun á vondu og röngu máli annarra“. Grein Þórs lýkur á því að hann lýsir því sem sinni skoðun að betra sé „að ræða málin af skilningi heldur en að ganga fram með boð og bönn“. Mér skilst að sú sneið sé mér ætluð, og þykir mér hart að sitja undir slíku rakalausu ámæli. Ég verð þó að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað greinarhöfundur er að fara þegar hann nefnir „boð og bönn“ í þessu samhengi. Það lykt- ar satt að segja óþægilega af mál- farslegri frjálshyggju. Eða á ekki að skilja það þannig að maðurinn telji að engar reglur megi gilda um tungumálið? Önnur merkileg fullyrðing í grein Þórs er: „Einn meginkraft- ur tungumálsins miðar að ein- földun þess.“ Þetta er í samræmi við hið nýja sjónarmið, að tungu- málið eigi að breytast frjálst og án hafta. Barátta gegn einföldun tungumálsins og vaxandi orðafá- tækt, hlýtur þá að teljast bera vitni um „staðnaðan hugsunarhátt“ og „bókstafstrú“. Vissulega hefur íslenskan breyst talsvert á þeim 1100 árum sem land- ið hefur verið byggt og hún er enn að breytast. En þó eru breytingarn- ar ekki meiri en svo að sæmilega læst, íslenskumælandi fólk getur lesið 800 ára gamla texta, sem er meira en margar aðrar þjóðir geta státað af. Þór nefnir einnig í grein sinni flámælið, „sem vel hefur gengið að útrýma úr íslensku“. Þar eiga víst við „boð og bönn“. Ég tel hins vegar að barátta Björns Guðfinns- sonar gegn flámælinu um miðja síðustu öld hafi valdið óbætanleg- um spjöllum á íslensku máli, en hann vildi sem kunnugt er koma á samræmdu, íslensku talmáli en varð ekki ágengt í því. Þessi fram- burður, sem tókst næstum því að útrýma, er ævaforn og finnst einnig í ýmsum norskum mállýsk- um, sem bendir eindregið til þess að hann hafi þekkst í hinni fornu, norrænu tungu. Þeir sem hafa lesið texta frá fyrri öldum, til að mynda 16. og 17 öld, sem ritaður var löngu áður en samdar voru samræmdar ritreglur og hver ritaði í samræmi við sinn eigin framburð, vita að þá var flá- mæli algengt. Í Íslenzku fornbréfa- safni er kaupbréf fyrir jörðinni Fljótshólum frá árinu 1547. Þar stendur meðal annars: „Skildizt þad og faldizt vndir þessu þeirra handabande ad fyrnefnder brædur Arnor oc finnur [svo] selldu adur- greindum Herra Gizure iaurdina alla fliotzhola...“ Um það bil öld síðar kvað síra Hallgrímur Pétursson í upphafi Passíusálma: Ljuffann Jesum til lausnar mier, langade vijst ad deya hier / mig skyllde og lista ad minn- ast þess, mynum drottne til þack- lætess. (JS 337 4to) Flámæli var algengt fram yfir miðja síðustu öld á stórum hlutum landsins, aðallega Suðurnesjum, Austur-Skaftafellssýslu og Aust- fjörðum, en er nú því miður að mestu horfið. Að lokum vil ég vitna í orð mál- vöndunarmannsins Hallbjarn- ar Halldórssonar um samhengið í íslenskunni, sem hann skrifaði árið 1944: „Sem þjóð höfum vér Íslending- ar ekkert annað að gera í næstu þúsund ár en að varðveita íslenzkt mál. Ekkert annað getum vér Íslend- ingar afrekað, sem aðrir [svo] þjóð- ir geta ekki vissulega gert jafn-vel eða betur.“ (Lýðveldishugvekja um Íslenzkt mál – forlátaútgáfa, bls. 46). Ég vona að með þessu hafi mér tekist að reka af mér það slyðru- orð að í umræðu um málfar stundi ég orðaskak í hneykslan minni á vondu og röngu máli annarra. Meira „orðaskak“ um málfar Íslenskt mál Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur Í tilefni forustugreinar Fréttablaðs-ins 14.6. sl. Fyrir tæpum 140 árum reyndi Jón Ólafsson ritstjóri að koma til leiðar landnámi Íslendinga í Alaska. Land- ið var strjálbýlt, í eigu Bandaríkj- anna frá árinu 1867. Þarna vildi Jón að Íslendingar yrðu hinn ráðandi þjóðflokkur þessa nýja ríkis Banda- ríkjanna. Hugsanlega var þetta síst verri kostur en landnám Íslendinga í N-Dakota, en það hófst skömmu síðar, eða í kringum 1875. Jón tal- aði ákaft fyrir þessu landnámi, en undirtektir Íslendinga voru daufar, því N-Dakota varð hið fyrirheitna land íslenskra vesturfara. En sagan endurtekur sig, en þó aldrei eins, því dóttursonur Jóns flutti í staðinn Alaska til Íslands! Alaska aspir Alaska greni og Alaska fura sjá nú um að umlykja þá staði sem áður nutu víðsýns útsýnis. Að auki hylur Alaska lúpína víðtæk svæði í þéttum breiðum. Sá íslenski gróður sem fyrr greri á mörgum þessara svæða hefur lotið í lægra haldi og er þar víðast horfinn. Þessi nær sextíu ára „nýbúi“ hefur ekki sætt „bótanískum rasisma“. Hinn „bótaníski rasismi“ hefur einkum birst sem tómlæti gagnvart íslenskum gróðri, sem engrar verndar hefur notið gagn- vart hinum erlenda gesti. Að reyna að takmarka útbreiðslu þessa gests getur engan veginn tal- ist „bótanískt útlendingahatur“. Stuðmenn, sem vitnað er til í ofangreindri grein, gerðu vissu- lega smellinn texta. En það, að syngja „Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold“ getur engan veginn tengst „botanísku útlendingahatri“, eins og reynt er að tengja þá við í áðurnefndri forystugrein. Bótanískt útlendingahatur? Lúpína Ámundi H. Ólafsson flugstjóri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.