Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 13 Við gerð síðustu fjárlaga gerðu mennta- og menningarmála- ráðuneytið og fjárlaganefnd alvar- leg mistök þegar framlög ríkisins til kvikmyndasjóða voru skorin niður um 250 milljónir króna. Ætlunin var að lækka útgjöld ríkisins en ný rauð skýrsla um fjár- mögnun íslenskra kvikmynda sýnir ljóslega að tekjur ríkisins lækkuðu a.m.k. jafn mikið niðurskurðinum. Sparnaðurinn var því minni en eng- inn – en skaðinn verulegur. Samkvæmt rauðu skýrslunni hefði kvikmyndaframleiðsla á Íslandi verið um 1600 milljónum króna meiri á þessu ári ef niður- skurðurinn hefði ekki komið til. Þessar kvikmyndir hefðu fengið um 100 milljónir króna í endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu (til viðbót- ar við þær 250 sem komið hefðu úr kvikmyndasjóðum) svo þessi fjár- festing ríkisins í kvikmyndaiðnað- inum hefði numið 350 milljónum króna. Launaskattar af þessari starf- semi hefðu numið 360 milljónum eða aðeins hærri upphæð en fram- lög ríkisins. Eru þá ótaldar aðrar beinar og óbeinar tekjur hins opin- bera af þessari atvinnustarfsemi. Sparnaður ríkisins af þessum „niðurskurði“ er með öðrum orðum minni en enginn! Skaðinn sem niðurskurðurinn hefur valdið er hins vegar margvís- legur; í efnahagslegu tilliti höfum við misst af um 600 hundruð millj- ónum í erlendum fjárfestingum sem þessi kvikmyndaframleiðsla hefði dregið til landsins. Launagreiðslur upp á um 1200 milljónir eru farnar út um gluggann sem jafngildir um 200 störfum. Auk þess mun draga úr landkynningu á næstu misser- um því íslenskar kvikmyndir gegna veigamiklu hlutverki á því sviði. Menningarlegi skaðinn er sá að við höfum nú tapað tveimur íslensk- um bíómyndum, fimm til tíu heim- ildarmyndum og tveimur leiknum íslenskum sjónvarpsþáttaröðum, sem nýlega var farið að framleiða hérlendis – og við höfum ekki sparað eina krónu! Vissulega kemur niðurskurður kvikmyndasjóða fram sem sparn- aður í menningar- og iðnaðarráðu- neytum, en tekjutapið í fjármála- ráðuneytinu er a.m.k. jafn mikið og því er ekki um neinn sparnað að ræða – aðeins fjárhagslegan og menningarlegan skaða. Við fjárlagagerð á Írlandi á síð- asta hausti gerði ríkisstjórnin þar tillögu um mikinn niðurskurð til kvikmyndasjóða líkt og gert var hér á landi. Munurinn er sá að þar á bæ var þingnefnd falið að skoða málið og niðurstaðan var sú að hætt var við að skera kvikmyndasjóðina niður eins og tillagan gerði ráð fyrir. Á Íslandi var hins vegar flanað út í þennan „niðurskurð“ að óathug- uðu máli með hörmulegum afleið- ingum fyrir atvinnugrein sem getur skilað þjóðarbúinu góðum tekjum og skapað skemmtileg störf við framleiðslu á íslenskum menn- ingarafurðum. Rauða skýrslan sýnir staðreynd- ir málsins svart á hvítu svo spurn- ingin sem við stöndum frammi fyrir núna er þessi: Getur áhugafólk um vitræn vinnubrögð í stjórnsýslunni, unnendur íslenskrar menningar og fólkið sem starfar í kvikmyndaiðn- aðinum treyst því að sömu mistökin verði ekki gerð aftur í haust? Óskýrar leikreglur eru að hrjá íslensku þjóðina á öllum víg- stöðvum þessar stundirnar. Ber þar fyrst að nefna að allt fjár- málakerfið er í uppnámi vegna þess að gengistryggð lán voru talin lögleg og dæmd lögleg í héraðsdómi og svo dæmd ólögleg í Hæstarétti. Þarna tel ég að lög nr. 38 frá 2001, „Lög um vexti og verðtryggingu“, séu óskýr þar sem stendur að „heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé sé grundvöllur veðtryggingar vísi- tala neysluverðs“. Þarna þurfti að grafa upp „anda laganna“ til að skilja að öll önnur trygging sé óheimil samkvæmt lögunum. Af hverju stóð þá ekki í lögun- um að EINUNGIS væri heimilt að verðtryggja með neysluvísi- tölunni? Önnur nærtæk dæmi um óskýrar leikreglur er greiðslu- þátttaka Landsvirkjunar í skipu- lagsmálum svæða við mögulega virkjunarstaði í Neðri-Þjórsá, kæra á útboði Landsvirkjunar á virkjunarframkvæmdum við Búðarháls, kæra á útboði Vega- gerðarinnar á vegaframkvæmd- um á Suðurlandsvegi og síðast en ekki síst Magma-málið. Klúðrið með gengistryggðu lánin er rétt að byrja burtséð frá því hvernig þau verða reiknuð í uppgjöri aðila, því allir þeir sem hafa misst fyrirtæki sín, bíla eða aðrar eignir íhuga nú stöðu sína og munu leita leiða til að fá leiðréttingu mála sinna. Varðandi óskýra dóma, þá vil ég nefna títtnefndan Hæstarétt- ardóm nr. 153/2010, Lýsing gegn Jóhanni og Trausta þar sem stefndu, Jóhann og Trausti, voru sýknaðir af kröfum stefnanda, Lýsingar. Þar stendur í kafla III í dómi héraðsdóms (sem var staðfestur af Hæstarétti) að „tenging skuldbindinga við gengi erlendra gjaldmiðla telst því til verðtryggingar í skiln- ingi VI. kafla laga nr. 38/2001“. Síðar segir í kafla III: „Grund- völlur verðtyggingar samkvæmt samningi aðila, þ.e. ákvæði 4. og 7. gr. samningsins um gengis- tryggingu, er því í andstöðu við VI. kafla laga 38/2001 og því ógild.“ Síðasta afgerandi setn- ingin í dómnum hljóðar svo: „Samningurinn er á hinn bóginn ekki ógildur í heild sinni.“ Þarna finnst mér, ólögfróðum mannin- um, augljóst hvað þessi dómur segir, nefnilega að ólögleg geng- istrygging telst til verðtrygging- ar í skilningi VI. laga nr. 38/2001 og því hlóta þessi gengistryggðu lán sem flokkast með lánum þeim sem Hæstiréttur fjallaði um í dómi nr. 153/2010 að vera verðtryggð og að á þau falli samningsvextir lánanna. Þessa niðurstöðu tel ég enda vera eðli- lega og sanngjarna í stöðunni og ekki er hægt að segja að hún sé viðkomandi neytendum í óhag þar sem þeir eru að borga u.þ.b. helmingi lægri vexti af þess- um lánum miðað við meiri hluta landsmanna sem tóku „lögleg“ verðtryggð lán á sínum tíma. Þar sem útreikningar þeir sem sýndir hafa verið varðandi gengistryggðu lánin og mismun- andi uppgjör þeirra eru óljósir, vil ég hér sýna hvernig 10 m.kr. kúlulán tekið í júní 2007 lítur út í júní 2010: Gengistryggt lán (50% sviss- neskir frankar og 50% jen) með 3,5% vöxtum stæði í 27,5 m.kr. Samkvæmt túlkun flestra sem tóku þessi gengistryggðu lán stæði lánið í 11,1 m.kr., þ.e. það væri ótryggt með 3,5% vöxtum. Samkvæmt því sem ég tel að dómur nr. 153/2010 segi, þá stæði lánið í 14,9 m.kr, þ.e. verð- tryggt með 3,5% vöxtum. Lánakjör sem meirihluti landsmanna býr við, þ.e. verð- tryggingu og áætlaða 7% með- alvexti reiknast til að standa í 16,4 m.kr. Á þessum samanburði sést hversu háar upphæðir liggja hér undir og finnst mér persónulega jafn óréttlátt að svona kúlulán standi annars vegar í 27,5 m.kr og hins vegar í 11,1 m.kr. En þetta mál verður óleyst fram á haust, og þá er að vona að dómur komi fram sem verður ekki óskýr. Óskýrar leikreglur Gengistryggð lán Bjarni Gunnarsson verkfræðingur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Flúðir Stigar og tröppur til allra verka HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Meiri upplýsingar um úrvalið á www.utilif.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 50 91 6 07 /1 0 High Peak Ancona 5 manna Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190/200 cm. Verð 52.990 kr. High Peak Como 6 manna Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 200 cm. Verð 39.990 kr. High Peak Nevada 3 manna Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl.10-17. Öll helstu merkin í tjöldum Sömu mistökin aftur? Framlög til kvikmyndagerðar Björn B. Björnsson kvikmyndaframleiðandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.