Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 21. júlí 2010 21 sport@frettabladid.is Under Armour Revenant II HOLTAGÖRÐUM O GLÆSIBÆ O KRINGLUNNI O SMÁRALIND O WWW.UTILIF.IS miðvikudag í Smáralindinni fimmtudag í Kringlunni milli 14:00 - 17:00 ÚTSALA allt að 50% afsláttur Sérfræðingur frá Under Armour veitir aðstoð við val á hlaupaskóm. Úrslit og markaskorarar Breiðablik - Þór/KA 3-2 0-1 Elva Friðjónsdóttir (15.), 0-2 Mateja Zver (27.), 1-2 og 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir (28. og 60), 3-2 Berglind Þorvaldsdóttir (80.). Afturelding - KR 0-2 Margrét Þórólfsdóttir og Kristín Sverrisdóttir. Valur - FH 9-0 Hallbera Guðný Gísladóttir 4, Kristín Ýr Bjarnadóttir 2, Katrín Gylfadóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Björk Gunnarsdóttir. Haukar - Fylkir 0-1 Íris Dögg Snorradóttir. Grindavík - Stjarnan 0-3 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 2, Inga Birna Friðjónsdóttir. Upplýsingar um markaskorara eru frá Fótbolta.net. PEPSI-DEILDIN Staðan í deildinni: 1. Valur 11 9 2 0 51-7 29 2. Breiðablik 12 7 2 3 25-16 23 3. Þór/KA 11 7 1 3 33-14 22 4. Stjarnan 11 6 2 3 23-8 20 5. Fylkir 11 6 1 4 22-15 19 6. KR 12 5 3 4 15-14 18 7. Afturelding 11 4 1 6 9-32 13 8. Grindavík 11 3 2 6 6-17 11 9. Haukar 11 1 0 10 5-30 3 10. FH 11 1 0 10 9-44 3 Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þyrfti að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þar og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus Orri en faðir hans, Sigurður Lárusson, lék bæði með ÍA og Þór en Lárus Orri hætti þjálfun Þórsara fyrr í sumar. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðsl- unum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus Orri létt- ur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus Orri. „Lárus Orri er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri Skagamaður, sem gæti spilað sinn fyrsta leik á föstudaginn gegn Fjarðabyggð. LÁRUS ORRI SIGURÐSSON: DREGUR FRAM SKÓNA ÓVÆNT AFTUR OG SPILAR MEÐ SKAGAMÖNNUM Ánægður að ljúka ferlinum þar sem hann hófst > FH-ingar spila upp á stoltið í kvöld FH tekur á móti BATE frá Hvíta-Rússlandi í kvöld í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar. FH tapaði fyrri leiknum, 5-1, úti. „Ég held að það sé lítið annað í stöðunni en að spila upp á stoltið. Það segir sig sjálft að það eru litlar líkur á því að komast áfram. Það er gaman að spila svona leiki og bera okkur saman við aðrar þjóðir og markmiðið hlýtur að vera að sýna að munurinn á liðunum er ekki svona mikill,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH. FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson stýrði sinni fyrstu æfingu hjá KR síð- degis í gær. Hann tók við liðinu af Loga Ólafssyni daginn eftir 3-3 jafnteflið við Hauka en fyrsti leik- ur hans með liðið er seinni leikur- inn gegn Karpaty frá Úkraínu á morgun. Liðið flaug út í nótt en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Karpaty. Samningur Loga við KR gilti út tímabilið. „Það þurfti ekki að kom- ast að neinu sérstöku samkomulagi um peningamál við Loga, við borg- um honum bara út samninginn sem gildir til 30. september eins og venjan er,“ segir framkvæmda- stjóri KR, Jónas Kristinsson, en Logi var á sínu síðasta samnings- ári í Vesturbænum. Leit að nýjum þjálfara KR er þó ekki hafin. „Við höfum nægan tíma. Við erum bara að klára þessi mál núna og Rúnar stýrir liðinu út þetta tímabil. Eftir það tekur við frí áður en undirbúningstímabilið byrjar svo tíminn er nægur,“ sagði Jónas. Hann sagði jafnframt að enginn óskalisti hefði verið teiknaður upp en orðrómur um að Guðjón Þórð- arson væri að bíða eftir að starfið losnaði hefur verið lengi í gangi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kemur hann þó ekki til greina sem næsti þjálfari KR. Samkvæmt sömu heimildum vilja KR-ingar ráða sannan Vest- urbæing og þá helst mann sem hefur spilað með félaginu. Þeir sem þykja einna helst til greina eru Heimir Guðjónsson sem nú þjálfar FH, Gunnlaugur Jónsson sem er hjá Val, Guðmundur Bene- diktsson sem er hjá Selfoss, Sigur- steinn Gíslason sem er hjá Leikni, og Óskar Hrafn Þorvaldsson sem áður lék með KR og þjálfaði meðal annars yngri flokka hjá félaginu til marga ára. Þá er Gunnar Kristjánsson ekki á leiðinni frá KR í FH strax, hann fór liðinu til Úkraínu í nótt. „Stjórnir FH og KR þurfa lengri tíma til að ræða saman. Ég mun ræða betur við FH-inga þegar við komum heim en þangað til gef ég mig allan í verkefnin framundan hjá KR,“ sagði Gunnar við Frétta- blaðið í gær. - hþh KR borgaði upp samning Loga Ólafssonar út tímabilið: Óskalisti KR ekki teiknaður strax FYRSTA ÆFINGIN Rúnar stýrir hér KR-ingum á sinni fyrstu æfingu sem þjálfari aðal- liðsins. Bjarni Guðjónsson og Óskar Örn Hauksson hlusta á. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Mikið var í húfi fyrir stór- leik Breiðabliks og Þórs/KA í gær- kvöldi. Eftir frábæran leik unnu Blikastúlkur 3-2 en Valsstúlkur eru í bílstjórasætinu og þurfa að tapa stigum í þremur leikjum til að verða ekki Íslandsmeistarar. Fyrri hálfleikurinn í Kópavogin- um var fjörugur. Eftir slaka byrj- un kom Elva Friðjónsdóttir norðan- stúlkum yfir með fínu marki áður en umdeilt atvik átti sér stað. Send- ing kom inn fyrir vörn Blikastúlkna og Mateja Zver var sloppin ein í gegn en Anna Birna Þorvarðardótt- ir braut á henni. Því hafði dómari leiksins, Hákon Þorsteinsson, ekki um annað að ræða en að senda Önnu Birnu af velli en Blikar voru æfir og vildu meina að Zver hefði verið rangstæð. Akureyrarliðið virtist vera komið í góða stöðu þegar Zver kom liðinu í 0-2 og liðið manni fleiri, en aðeins mínútu eftir markið frá Zver hófst endurkoma Blika. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði og minnkaði muninn og Sara Björk Gunnarsdóttir fékk dauðafæri til að jafna undir lok fyrri hálfleiks en missti marks. Greta Mjöll jafnaði svo leikinn áður en Berglind Björg Þorvalds- dóttir skoraði tíu mínútum fyrir leikslok. Endurkoma Blika var þar með fullkomnuð en karakter þeirra var einstakur. Með sigrinum er liðið komið í annað sæti deildarinnar en á þó nokkuð í land til að ná Val. „Ég er mjög ánægður, þetta er vinnusigur og sigur liðsheildarinn- ar. Það er ótrúlegt að afreka það að klára leik manni færri 2-0 undir gegn jafn sterku liði og Þór/KA. Við fáum á okkur mark strax eftir rauða spjaldið en náðum að endurskipu- leggja vörnina og koma til baka sem sýnir gríðarlegan karakter í liðinu,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst það ekki sjást að við vorum manni færri, oft á tíðum hengja lið hausinn þegar þau missa mann útaf hvað þá þegar þau eru 2- 0 undir en við náum að skora rétt KARAKTER BLIKA Breiðablik vann Þór/KA í stórleik gærkvöldsins í Pepsi-deild kvenna. Blikar voru 2-0 undir og leik- manni færri í klukkutíma en börðust til 3-2 sigurs. BOLTINN Í ANDLITIÐ? Boltinn virtist fara í andlitið á Zver sem lagðist í jörðina greini- lega sárþjáð. Blikar voru æfir þar sem Anna Birna fékk rautt spjald en Zver var að sleppa ein í gegn þegar atvikið gerðist. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL fyrir hálfleik. Það gaf okkur góðan möguleika og með því marki sýndi Greta Mjöll hvað hún er góð knatt- spyrnukona. Hún er að koma úr erf- iðum meiðslum en á frábæran dag og er vinnusemi hennar og elja að borga sig,“ sagði Jóhannes. „Það er lítið hægt að segja eftir þennan leik, þetta var hrikalega dapurt hjá okkur. Stelpurnar mínar hafa spilað mjög vel í sumar en þetta var lélegt,“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Þór/KA, svekktur. „Við viss- um að mark númer þrjú yrði mikil- vægt og ætluðum okkur að ná því. Við fáum hins vegar á okkur mark rétt fyrir hálfleik en við ætluðum að halda áfram okkar spilamennsku og ná að klára leikinn. Valur er auð- vitað með frábært lið með fullt af landsliðskonum og það verður erfitt að ná þeim,“ sagði Dragan í leikslok. - kpt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.