Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 4
4 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Ranghermt var í sérblaðinu Garðurinn í gær að fyrstu eplatrén í almennings- garði í borginni yrðu gróðursett á föstudag á Klambratúni. Hið rétta er að í Grundargarði við Grundargerði eru átta eplatré, þau fyrstu fóru í mold fyrir tveimur árum. ALÞINGI Vegna ákvörðunar sjávar- útvegsráðherra um að gefa veið- ar á úthafsrækju frjálsar hefur Jón Gunnars- son, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks, óskað eftir að boðaður verði sem fyrst fundur í sjávar- útvegsnefnd. Hann óskar einnig eftir því að fundinn sitji fulltrúar LÍÚ, Ástráður Har- aldsson lögfræðingur og fulltrú- ar starfshóps ráðuneytisins um veiðar á úthafsrækju auk fulltrúa Byggðastofnunar. „Það eru allir starfsmenn farnir í frí þannig að ég á ekki von á að ná þessum fundi fyrr en í ágúst,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og formaður sjáv- arútvegsnefndar. Hann kveðst þó eiga eftir að ræða málið nánar við Jón. - óká Vill fund í sjávarútvegsnefnd: Fundur líklega boðaður í ágúst JÓN GUNNARSSON Methelgi í Húsafelli Aldrei hafa fleiri ferðalangar lagt leið sína í Húsafell en um liðna helgi. Skessuhorn hefur eftir Hrefnu Sigmarsdóttur hjá ferðaþjónustunni á staðnum að um 1.500 manns hafi verið á troðfullum tjaldstæðunum og minnst annað eins í sumarhúsum. Fjöldi gesta í Húsafelli hafi líklega verið svipaður íbúafjölda Borgar- byggðar, en þar búa 3.500 manns. FERÐALÖG LEIÐRÉTTING RÚSSLAND Yfirvöld í Rússlandi ætla að verja jafnvirði 122 milljarða króna í eldflaugaskotpall í aust- urhluta landsins, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vladimír Pútín forsætisráðherra tilkynnti um þessi áform í gær. Pallurinn á að minnka álagið á skotpallinn í Bai- konur í Kasakstan, sem reistur var á Sovéttímanum. Nýi skotpallurinn rís í bænum Uglegorsk í Armur-héraði í austur- hluta landsins, skammt frá landa- mærum Rússlands og Kína. Búist er við að pallurinn verði tekinn í gagnið árið 2015 en hann verður aðallega notaður fyrir einkageim- ferðir. Að sögn forstjóra rússnesku geimferðastofnunarinnar munu um 30 þúsund sérfræðingar taka þátt í smíði pallsins. Hann verð- ur nokkru minni en skotpallur- inn í Kasakstan, sem Rússar hafa leigt af heimamönnum, eða um 700 ferkílómetrar. Pútín lagði áherslu á að skot- pallurinn væri fyrst og fremst ætlaður fyrir einkageimferðir en hann myndi líka tryggja sjálfstæði Rússlands í geimferðum. Búist er við að framkvæmdir við skotpallinn hefjist árið 2012. - bs Rússar leggja 122 milljarða króna í nýjan geimflaugaskotpall: Skotpallur fyrir einkageimferðir SKOTPALLURINN Í BAIKONUR Pallurinn í Kasakstan var reistur á Sovéttímanum en Rússar leigja hann nú af heima- mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 33° 33° 27° 33° 32° 26° 26° 23° 23° 25° 31° 35° 21° 19° 19° 24°Á MORGUN Víða hægviðri en 3-8 m/s V-til. FÖSTUDAGUR Sunnan strekkingur V- til, annars 3-8 m/s. 13 13 13 11 14 15 14 15 15 16 16 30 30 4 5 3 3 1 2 5 3 4 3 2 18 1613 13 15 19 20 15 14 15 SUÐLÆGAR ÁTTIR Í KORTUNUM Veður mun held- ur betur leika við landsmenn á norð- ur- og austurhluta landsins næstu daga en þar er útlit fyrir bjartviðri og talsverð hlý- indi alveg fram á sunnudag. Horfur á óspennandi veðri um tíma vestan til á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL Halli á rekstri Landspítalans á síðasta ári var ríflega 1,3 milljarðar króna, sem nemur um 3,5 prósentum af veltu spítalans. Reksturinn það sem af er ári virðist vera í jafnvægi. Í uppgjöri spítalans vegna ársins kemur fram að hallinn á síðasta ári skýrist að langmestu leyti af gengisfalli íslensku krónunnar. Fyrstu vísbendingar benda til þess að reksturinn það sem af er ári sé í jafnvægi, segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landspítal- ans. Unnið er að hálfs árs upp- gjöri spítalans í samvinnu við Ríkisendurskoðun. „Við þurftum að fara út í miklar hagræðingaraðgerðir í fyrra og í ár, en þetta hefur tekist án þess að verið sé að stofna öryggi sjúklinga í hættu,“ segir Anna. Hún varar við því að gengið verði of langt í lækkun framlaga til spítalans. Fjárheimildir og aðrar tekjur Landspítalans á síðasta ári voru um 37,5 milljarðar króna, og höfðu lækkað um 3,7 prósent frá fyrra ári. Útgjöldin drógust saman um 4,2 prósent, eða um 38,8 milljarða króna. „Við kaupum mjög mikið inn af lyfjum, sérhæfðum lækningum og tækjum erlendis frá, og þá kemur gengisfallið beint inn í kostnaðar- verð þessara vara á árunum 2008 og 2009,“ segir Anna Lilja. Sé óhagstæð gengisþróun ekki talin með hefði hallarekstur- inn numið um 0,5 prósentum af veltu, eða tæplega 190 milljónum króna. Gengið hefur verið nokkuð stöðugt í ár, og því ekki búist við svipuðum áföllum á yfirstandandi ári. „Vegna gengisfalls krónunnar jókst rekstrarkostnaður í fyrra og árið áður, sem leiddi til þess að við höfðum safnað upp talsverðum halla í efnahagsreikningi,“ segir Anna. Hallinn var í árslok 2009 tæplega þrír milljarðar króna. Útistandandi kröfur spítalans voru um 1,7 milljarðar króna í lok síðasta árs. Anna segir þær kröfur hafa aukist verulega á árinu 2009, meðal annars vegna þess að aðrar heilbrigðisstofnan- ir hafi greitt seint og illa fyrir þjónustu sem hafi verið keypt af Landspítalanum. Anna segir að búið sé að kom- ast fyrir skuldavanda Landspít- alans og margra annarra heil- brigðisstofnana með samningum við heilbrigðisráðuneytið og fjár- málaráðuneytið. Ríkið hafi lánað stofnununum fyrir skuldunum, svo ekki þurfi að greiða dráttarvexti. Eftir er að semja um hvernig lánin verða endurgreidd. „Þetta er skynsamlegra, þá erum við ekki að greiða dráttarvexti og erum með jafnvægi í rekstrinum,“ segir Anna. brjann@frettabladid.is Vísbendingar um hallalausan rekstur Landspítalinn var rekinn með ríflega 1,3 milljarða króna halla á síðasta ári, en teikn eru á lofti um að rekstur það sem af er ári hafi verið í jafnvægi. Rekstrar- hallinn hefði verið tæplega 190 milljónir hefði gengi krónunnar verið stöðugt. VEXTIR Landspítalinn greiddi um 210 milljónir króna í dráttarvexti á síðasta ári. Búið er að koma í veg fyrir greiðsludrátt með samningi við heilbrigðis- og fjármálaráðu- neyti, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÍNA, AP Flóð og aurskriður í Shaanxi í Kína hafa orðið að minnsta kosti 37 að bana undan- farna daga. 97 til viðbótar er saknað. Fyrir flóð helgarinnar höfðu 146 farist og 40 var saknað eftir óveður sumarsins. Björgunar- menn leituðu í gær að þrjátíu manns sem grófust þar í aur- skriðu. Vatnshæðin við Þriggja gljúfra stífluna, stærstu stíflu heims, náði sögulegu hámarki í gær þegar vatn flæddi yfir hana. - þeb Úrhellisrigning síðustu vikur: Tugir látist í flóðum í Kína SÖFNUN Landsvirkjun hefur ákveðið að taka þátt í söfnun til styrktar Ómari Ragnars- syni með tveggja milljóna króna framlagi. Fyrirtækið tekur þannig þátt í landssöfnun sem athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel stendur fyrir. Friðrik hefur stofnað síðu á Facebook þar sem hvatt er til þess að almenningur og fyrir- tæki styrki heimildarmynda- gerð Ómars. Markmiðið með söfnuninni er að losa Ómar undan um fimm milljóna króna skuld sem hann hefur safnað upp með gerð heimildarmynda um náttúru Íslands. - bj Styrkja Ómar Ragnarsson: Landsvirkjun gaf 2 milljónir SKULDIR Ómar Ragnarsson sagði frá því í viðtali við DV að skuldir upp á um fimm milljónir hefðu stöðvað gerð heimildarmynda hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framkvæmdum miðar vel Góður gangur er í byggingu Héðins- fjarðarganga þessa dagana. Búið er að malbika tæpa sex kílómetra af alls tæpum ellefu sem göngin eiga að vera en þau eru tvískipt. SIGLUFJÖRÐUR Í dálkinum „Fréttir af fólki” á baksíðu Fréttablaðsins í gær var fyrir mistök greint frá slysförum ungmenna. Allir hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. ÁRÉTTING AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 20.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,7171 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,73 123,31 186,39 187,29 158,26 159,14 21,233 21,357 19,443 19,557 16,644 16,742 1,4132 1,4214 185,21 186,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.