Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2010, Blaðsíða 16
PERLURNAR ÞRJÁR heitir bæklingur sem var að koma út um samnefnt samstarfsverkefni Melrakkasetursins í Súða- vík, Selasetursins á Hvammstanga og hvalarannsókna og hvalaskoðunar á Húsavík. Einar Erlendsson, sem á og rekur fyrirtækið Focus on Nature, er meðal þeirra sem sérhæfa sig í ferðum um Ísland með erlenda ljósmyndara. Hann er staddur út við Reykjanesvita í glampandi sól þegar haft er samband við hann. „Fólk er búið að stilla upp þrífót- um og græjum hér í kringum mig og stendur varla í lappirnar fyrir hrifningu,“ lýsir hann glaðlega. Í framhaldinu mun leiðin liggja um Fjallabak syðra og nyrðra og austur að Jökulsárlóni með við- komu í Skaftafelli og víðar. Einar kveðst ekki hafa áhyggjur af veð- urspánni. „Það þarf ekki alltaf að vera sól. Við viljum gjarnan hafa smá spennu í lífinu og fá alls konar skýjafar.“ Eftirspurn eftir sérsniðnum ljós- myndaraferðum hingað til lands eykst ár frá ári. Það staðfestir Auð- björg Bergsveinsdóttir hjá Ísafold Travel sem býður líka upp á slík- ar ferðir, meðal annars með Hauki Snorrasyni ljósmyndara. Þetta er þriðja sumarið sem Einar stýrir ferðum af þessu tagi fyrir Focus on Nature. „Fyrsta árið kom lítill hópur, í fyrra komu 22 og í sumar verða þeir rúmlega 60 en ég vil ekki fá of marga, þá missir þjónustan hinn persónulega blæ. Þátttakendur hafa þegar sett fjölda íslenskra mynda inn á vef- inn og haldið sex sýningar ytra svo af þessu skapast heilmikil landkynning.“ Leiðsögn annast íslenskir ljós- myndarar eins og Guðmundur Ing- ólfsson eða Ragnar Th. Sigurðsson sem þekkja landið eins og lófann á sér en Einar heldur um alla þræði, sér um mat í fjallaskálum ásamt frúnni en hóparnir gista á hótel- um. „Ég höfða til efnaðs fólks og vil ekki pína ferðaþjónustufyrir- tækin í landinu,“ segir hann. Flestir ljósmyndaranna sem koma á vegum Einars starfa í Bandaríkjunum sem kennarar og eru af ýmsu þjóðerni. Hann gerir jafnan við þá samning um að halda hér fyrirlestra áður en þeir fara af landinu og 6. ágúst stendur hann fyrir eins dags nám- skeiði um allt það nýjasta í staf- rænni myndvinnslu fyrir lærða jafnt sem leika. Leiðbeinandi þar verður Julieanne Kost. „Ljósmyndaheimurinn tekur stöðugum breytingum. Á þess- ari öld hafa orðið til fleiri myndir en frá hellaristunum fram að síð- ustu aldamótum. Þeir sem skara fram úr eru að kenna og gefa út diska og bækur. Ég komst inn í hjarta þessarar elítu í Bandaríkj- unum í gegnum ákveðna kanala,“ segir Einar sem er samstarfsaðili bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- isins Adobe. „Fyrst ég er með heimsfræga kennara á landinu þá hef ég þá hugsjón að frá þeim flæði ný þekking inn í íslenskt samfélag.“ gun@frettabladid.is Landið í gegnum linsuna Erlendir ljósmyndarar kunna vel að meta landið okkar og hina margslungnu birtu sem umlykur það. Sérsniðnar ferðir fyrir þá á lokkandi staði eru vaxandi grein innan íslenskrar ferðaþjónustu. Fólk kepptist við að fanga útsýnið fyrsta daginn sinn í ljósmyndatúr um landið. MYND/EINAR Einar Erlendsson, staddur á Reykjanesinu. Þeir ljósmyndarar sem komið hafa á vegum hans síðustu tvö ár hafa þegar haldið sex sýningar erlendis og sett fjölda mynda á vefinn. MYND/GUÐMUNDUR INGÓLFSSON Hringás ehf - Skemmuvegur 10 (blá gata) - 200 Kópavogur - Sími: 567 1330 Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfi r. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í fl okki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti Útileguhelgi Ferðafélags barnanna helgina 23 júlí – 25 júlí Ferðafélag barnanna hefur sett saman útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum. Mæting kl 18 á föstudagskvöldi og dagskrá lýkur kl 15 á laugard ginum. Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímus og farið verður yfi r öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst vera leikir, glens, gaman og stuttar gönguferðir í boði. Þátttökugjald er 10.000 krónur fyrir fjölskylduna og skráning er á fb@fi .is eða í sí a 568-2533. Nánari upplýsingar á www.fi .is og www.allirut.is. + = TUDOR frístundarafgeymir Exide hleðslutæki Rafmagnað frí... ár eftir ár Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi Ég set eignina á mbl.is, vísir.is og remax.is Ég sýni eignina fyrir þig og fylgi kaupendum eftir. Skráðu eignina hjá mér og ég sel hana. Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008 Hringdu núna 699 5008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.