Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 20
 25. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR4 Bólusetningar eru mikilvægar ferðamönnum en ekki er síður mikilvægt að huga að ýmsum almennum atriðum í tengslum við ferðir til annarra landa. Fjölmargir smitsjúkdómar eru landlægir í suðlægum löndum, eink- um í hitabeltinu. Gott er að kanna þá hættu sem kann að ógna heilsunni og hvaða bólusetningar eru nauðsynlegar áður en land er lagt undir fót. landlaeknir.is Ingibjörg í Hoffelli er að sjóða sólberjasultu og brauðin eru að bakast þegar slegið er á þráðinn til hennar. Hún kveðst alveg geta talað í síma meðan hún hræri í pottinum – enda af því kyni sem geti gert fleira en eitt í einu! Bóndi hennar, Þrúðmar hafði skroppið að heitu pottunum með kerti til að kveikja á í kvöldhúm- inu, því þangað er væntanlegur hópur. Pottarnir eru spölkorn frá bænum, neðan undir tignarlegum kletti sem nefnist Arnarbæli. Þau hjón hafa rekið ferðaþjón- ustu í Hoffelli í þrjú og hálft ár. Byrjuðu smátt en hafa verið að auka við gistirými og bæta við afþreyingu eins og fjórhjólaferð- um og siglingum á jökullóni. „Við tökum þetta skref fyrir skref,“ segir Ingibjörg sem er með dipl- óma í ferðamálafræðum frá Hólum. Ingibjörg segir börn og tengdabörn líka taka virkan þátt í þjónustunni við ferðamennina. Nú eru tuttugu uppábúin rúm í boði í tveimur húsum og auð- velt að bæta fjórum við ef hópar eru á ferð, að sögn Ingibjargar. Hún fer með eða sendir nýbök- uð brauð úr eigin ofni í bæði húsin á morgnana, auk bakarís- brauðs í ristina. Smurostur, sult- ur og heimagert marmelaði er í ísskápunum, morgunkorn, kaffi- duft og te í öðrum hirslum. „Við viljum hafa andrúmsloftið nota- legt,“ segir hún. „Orðsporið skil- ar okkur líka gestum frá ýmsum löndum.“ gun@frettabladid.is HAUSTFERÐIR geta verið virkilega rómantískar. Það þarf nefnilega ekkert að vera verra að fara í einhverja spennandi helgarferð í september en yfir hásumarið. Gestabókin geymir marga gullmola. Fjórhjólaferðir inn í fjallasali Hoffells er meðal nýjunga í rekstr- inum. MYND/SNÆBJÖRN SÖLVI RAGNARSSON Orðsporið skilar gestum frá ýmsum löndum Uppbúin rúm, heimabökuð brauð á hverjum morgni og heitir pottar undir kletti eru meðal þess sem gestir geta notið í Hoffelli í Hornafirði hjá þeim Ingibjörgu Steinsdóttur og Þrúðmari Þrúðmarssyni. Heitu pottarnir njóta vinsælda og vatnið í þeim hefur reynst heilsusamlegt húð fólks. WWW.HOFFELL.COM Að sigla innan um ísjaka á hljóðlátum bátum er sterk upplifun. MYND/SNÆBJÖRN SÖLVI RAGNARSSON Neðri hæðin á nágrannabænum Miðfelli, hjá foreldrum Þrúðmars, var tekin undir ferðaþjónustuna í vor. Þetta er eitt af herbergjunum þar. Þrúðmar og Ingibjörg við gamla íbúðar- húsið í Hoffelli sem nú er gistihús. M YN D /G U N Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.